Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 53

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 53
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 53 því að miðla til þeirra fræðslu um markaðs- sókn erlendis, m.a. með margvíslegum nám- skeiðum, kynningarfundum og ráðstefnum. Hagvöxtur á heimaslóð – HH er þróun- arverkefni sem miðar að því að aðstoða íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu við að nýta markaðstækifæri erlendis. Útflutningsaukning og hagvöxtur – ÚH er sérhannað eins árs þjálfunarverkefni fyrir núverandi og verðandi útflytjendur með áherslu á kennslu og þjálfun við erlenda markaðssókn. Þátttakendur í verkefninu fá fræðslu og þjálfun í að nota litróf markaðs- setningarinnar við skipulagningu og fram- kvæmd á eigin viðskiptahugmyndum. Fjárfestingarstofan Fjárfestingarstofan vinnur við að laða til lands- ins erlenda fjárfesta til að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Hún veitir erlendum fjár- festum upplýsingar um fjárfestingarkosti og kemur á sambandi við íslenska samstarfsaðila, fylgist með rannsóknum, þróun og nýjum tækifærum í innlendu og erlendu rekstrarum- hverfi og veitir stjórnvöldum og atvinnulífi ráðgjöf. Einnig sér Fjárfestingarstofan um verkefnið Film in Iceland. Fjárfestingarstofan er rekin af Útflutningsráði og viðskiptaráðu- neytinu og hefur aðsetur á skrifstofu Útflutn- ingsráðs. Vefur Fjárfestingarstofunnar er www.invest.is. Dæmi um nýjungar hjá Útflutningsráði er Evrópuverkefnið TRIM sem farið var af stað með í vor. Önnur þátttökulönd eru Svíþjóð, Noregur, Slóvenía, Ungverjaland, Grikkland og Litháen. Tilgang- urinn er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja með því að auka þekkingu, tengsl og starf á sviði útflutnings. Þátttakendur í verk- efninu á vegum Útflutningsráðs eru þrjár ungar konur, Svana Helen Björnsdóttir hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Stika, Helga Viðarsdóttir frá Trico, sem sérhæfir sig í framleiðslu fatnaðar fyrir stóriðjur, slökkvilið og lögreglu og Bryndís Logadóttir frá prjónafyrir- tækinu Glófa. Í stuttu spjalli við þær stöllur voru þær allar mjög ánægðar með þátttökuna í verkefninu og hvernig að því var staðið. „Það var virkilega gaman að kynnast öðrum frumkvöðlum, fullum af eldmóði og með skilning á rekstri,“ segir Svana. „Í mínum huga er það tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar hópvinna í samningagerð þar sem verulega reyndi á skilning á ólíkri menningu og samskiptatækni í alþjóðlegri samningagerð. Hins vegar hópvinna við breytingastjórnun fyrirtækja þar sem notaður var hugbúnaður sem þróaður hefur verið hjá Insead í Frakklandi til að herma eftir samskiptum við fólk í fyrirtækjum þar sem innleiða þarf miklar breytingar. Það veganesti sem ég hef fengið í TRIM-verkefninu mun án efa gagnast mér vel í því starfi sem fram undan er, ekki aðeins við samningagerð heldur einnig í öllum þáttum samskipta.“ Helga segir að það sem hafi staðið upp úr að hennar mati hafi verið samvinnan við hina þátttakendurna og það tengslanet sem skapast við slíka samvinnu. „Við unnum mikið í hópum og það var mjög áhugavert að upplifa hversu ólík viðhorf og aðferðir eru notaðar og einnig að sjá sömu vandamálin hjá þeim sem stunda viðskipti í Egyptalandi eða í Danmörku. Með þátttökunni í TRIM hef ég lært meira um mannlega þáttinn með því að vinna vandasöm verk með fólki af ýmsu þjóðerni. Og sá sem segir að viðskipti séu ekki persónuleg hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala. Efnið sem farið var í var vel fram borið og skildi eftir sig fullt af spurningum og það er að sjálfsögðu mikilvægasti þáttur lærdómsins.“ „Þegar ég fór inn í þetta verkefni vissi ég í raun voðalega lítið um það og hafði því svo sem ekki miklar væntingar,“ segir Bryndís Logadóttir. „En ég var rosalega ánægð með útkomuna. Margir gagn- legir fyrirlestrar og verkefnavinna sem munu gagnast mér í mínu starfi. Einnig fannst mér gaman að hitta fólk frá fleiri löndum sem er í atvinnurekstri og öðrum hlutverkum. Það er mikilvægt fyrir fólk sem vinnur að útflutningi að hafa sambönd í öðrum löndum. Mér fannst myndast mjög sterkur og góður hópur og það er vonandi eitthvað sem við búum að í framtíðinni.“ Borgartún 35 - 105 Reykjavík Sími 511 4000 - Fax 511 4040 utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is FRUMKVÖÐLA- VERKEFNIÐ TRIM Bryndís Logadóttir, Helga Viðarsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir eru þátttakendur í TRIM verkefninu. ÞJÓNUSTA ÚTFLUTNINGSRÁÐS ÍSLANDS: • Fjölbreytt ráðgjöf um markaðssókn erlendis • Viðskiptasendinefndir til nýrra markaðssvæða • Aðgangur að viðskiptafulltrúum VUR á erlendum mörkuðum • Hagnýt námskeið, þjálfun og verkefni • Þátttaka í vörusýningum og kaupstefnum • Upplýsingar vegna viðskipta á erlendum mörkuðum • Viðskiptatengsl við erlend fyrirtæki • Upplýsingar til erlendra fjárfesta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.