Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 53
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 53
því að miðla til þeirra fræðslu um markaðs-
sókn erlendis, m.a. með margvíslegum nám-
skeiðum, kynningarfundum og ráðstefnum.
Hagvöxtur á heimaslóð – HH er þróun-
arverkefni sem miðar að því að aðstoða
íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu við að nýta
markaðstækifæri erlendis.
Útflutningsaukning og hagvöxtur – ÚH
er sérhannað eins árs þjálfunarverkefni fyrir
núverandi og verðandi útflytjendur með
áherslu á kennslu og þjálfun við erlenda
markaðssókn. Þátttakendur í verkefninu fá
fræðslu og þjálfun í að nota litróf markaðs-
setningarinnar við skipulagningu og fram-
kvæmd á eigin viðskiptahugmyndum.
Fjárfestingarstofan
Fjárfestingarstofan vinnur við að laða til lands-
ins erlenda fjárfesta til að auka fjölbreytni í
atvinnulífinu. Hún veitir erlendum fjár-
festum upplýsingar um fjárfestingarkosti og
kemur á sambandi við íslenska samstarfsaðila,
fylgist með rannsóknum, þróun og nýjum
tækifærum í innlendu og erlendu rekstrarum-
hverfi og veitir stjórnvöldum og atvinnulífi
ráðgjöf. Einnig sér Fjárfestingarstofan um
verkefnið Film in Iceland. Fjárfestingarstofan
er rekin af Útflutningsráði og viðskiptaráðu-
neytinu og hefur aðsetur á skrifstofu Útflutn-
ingsráðs. Vefur Fjárfestingarstofunnar er
www.invest.is.
Dæmi um nýjungar hjá Útflutningsráði er Evrópuverkefnið TRIM
sem farið var af stað með í vor. Önnur þátttökulönd eru Svíþjóð,
Noregur, Slóvenía, Ungverjaland, Grikkland og Litháen. Tilgang-
urinn er að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækja með því að auka
þekkingu, tengsl og starf á sviði útflutnings. Þátttakendur í verk-
efninu á vegum Útflutningsráðs eru þrjár ungar konur, Svana Helen
Björnsdóttir hjá ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækinu Stika, Helga
Viðarsdóttir frá Trico, sem sérhæfir sig í framleiðslu fatnaðar fyrir
stóriðjur, slökkvilið og lögreglu og Bryndís Logadóttir frá prjónafyrir-
tækinu Glófa. Í stuttu spjalli við þær stöllur voru þær allar mjög
ánægðar með þátttökuna í verkefninu og hvernig að því var staðið.
„Það var virkilega gaman að kynnast öðrum frumkvöðlum,
fullum af eldmóði og með skilning á rekstri,“ segir Svana. „Í mínum
huga er það tvennt sem stendur upp úr. Annars vegar hópvinna í
samningagerð þar sem verulega reyndi á skilning á ólíkri menningu
og samskiptatækni í alþjóðlegri samningagerð. Hins vegar hópvinna
við breytingastjórnun fyrirtækja þar sem notaður var hugbúnaður
sem þróaður hefur verið hjá Insead í Frakklandi til að herma eftir
samskiptum við fólk í fyrirtækjum þar sem innleiða þarf miklar
breytingar. Það veganesti sem ég hef fengið í TRIM-verkefninu mun
án efa gagnast mér vel í því starfi sem fram undan er, ekki aðeins við
samningagerð heldur einnig í öllum þáttum samskipta.“
Helga segir að það sem hafi staðið upp úr að hennar mati hafi
verið samvinnan við hina þátttakendurna og það tengslanet sem
skapast við slíka samvinnu. „Við unnum mikið í hópum og það
var mjög áhugavert að upplifa hversu ólík viðhorf og aðferðir eru
notaðar og einnig að sjá sömu vandamálin hjá þeim sem stunda
viðskipti í Egyptalandi eða í Danmörku. Með þátttökunni í
TRIM hef ég lært meira um mannlega þáttinn með því að vinna
vandasöm verk með fólki af ýmsu þjóðerni. Og sá sem segir að
viðskipti séu ekki persónuleg hefur ekki hugmynd um hvað hann
er að tala. Efnið sem farið var í var vel fram borið og skildi eftir
sig fullt af spurningum og það er að sjálfsögðu mikilvægasti þáttur
lærdómsins.“
„Þegar ég fór inn í þetta verkefni vissi ég í raun voðalega lítið
um það og hafði því svo sem ekki miklar væntingar,“ segir Bryndís
Logadóttir. „En ég var rosalega ánægð með útkomuna. Margir gagn-
legir fyrirlestrar og verkefnavinna sem munu gagnast mér í mínu
starfi. Einnig fannst mér gaman að hitta fólk frá fleiri löndum sem er í
atvinnurekstri og öðrum hlutverkum. Það er mikilvægt fyrir fólk sem
vinnur að útflutningi að hafa sambönd í öðrum löndum. Mér fannst
myndast mjög sterkur og góður hópur og það er vonandi eitthvað
sem við búum að í framtíðinni.“
Borgartún 35 - 105 Reykjavík
Sími 511 4000 - Fax 511 4040
utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
FRUMKVÖÐLA-
VERKEFNIÐ
TRIM
Bryndís Logadóttir, Helga Viðarsdóttir og Svana Helen
Björnsdóttir eru þátttakendur í TRIM verkefninu.
ÞJÓNUSTA
ÚTFLUTNINGSRÁÐS ÍSLANDS:
• Fjölbreytt ráðgjöf um markaðssókn erlendis
• Viðskiptasendinefndir til nýrra markaðssvæða
• Aðgangur að viðskiptafulltrúum VUR
á erlendum mörkuðum
• Hagnýt námskeið, þjálfun og verkefni
• Þátttaka í vörusýningum og kaupstefnum
• Upplýsingar vegna viðskipta á erlendum
mörkuðum
• Viðskiptatengsl við erlend fyrirtæki
• Upplýsingar til erlendra fjárfesta