Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 144
144 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
STÆRSTU300 T T
Samkeppnin á byggingavörumarkaði er bæði mikil og hörð. Stærstu fyrirtækin á þessu sviði, BYKO og Húsasmiðjan,
eru hvort um sig með fjórðungshlut sem
þýðir að helmingur markaðarins dreifist á
önnur og smærri fyrirtæki, Þessi staðreynd
svarar því best að samkeppnin á markaðnum
er virk og neytendur geta verið öruggir um
eðlilega verðmyndun,“ segir Brynja Hall-
dórsdóttir, framkvæmdastjóri Norvikur.
Hæg en örugg skref
Umsvif Norvikur hafa á síðustu árum aukist
jafnt og þétt. Hér heima starfrækir fyrirtækið
verslanir BYKO, Nóatúns, Krónunnar, 11-
11, Elko, Intersport og
fleiri – en aukinheldur fara
umsvifin erlendis mjög
vaxandi. Þannig var í sept-
ember gengið frá kaupum
fyrirtækisins á stærstu
sögunarmyllu Lettlands,
VIKA Wood, sem fram-
leiðir 270 þúsund rúm-
metra á ári. Með þessum
kaupum verður Norvik
stærsti útflytjandi timburs frá Lettlandi.
„Umsvif okkar erlendis hafa einkennst af
hægum en sæmilega öruggum skrefum, sem
við teljum farsælla þegar til lengri tíma er
litið. Erlend velta Norvikur er 12 til 13 millj-
arðar á ársgrundvelli. Kjarni starfseminnar er
enn sem fyrr í Lettlandi með umfangsmikinn
rekstur í þremur verksmiðjum. Við höfum
sótt til Rússlands sökum skógarauðlinda og
til Bretlands vegna sölu á okkar afurðum.
Því getum við sagt að öll aðfangakeðjan sé
innan vébanda fyrirtækisins, frá hráefni til
sölu og dreifingar á fullunninni vöru,“ segir
Brynja, sem telur líklegt að Norvik muni
auka umsvif sín erlendis í náinni framtíð.
Verði sjónum þá einkum beint til baltnesku
landanna, Rússlands og Bretlands.
Uppbyggingin er langhlaup
Norvik tók við rekstri Kaupáss fyrir þremur
árum. Segir Brynja að
stjórnendum félagsins
hafi þá strax verið ljóst
að mikið og erfitt upp-
byggingarstarf væri fyrir
höndum enda hefði
félagið lengi verið án vel
skilgreinds eignarhalds.
„Við erum enn í þessu
uppbyggingarferli og
teljum að vel hafi tekist
til. Þessi uppbygging er hins vegar lang-
hlaup og samkvæmt því störfum við. Teljum
okkur þó strax vera farin að sjá umtalsverðan
árangur. Á matvörumarkaðnum höfum við
náð að veita okkar helsta keppninaut verðugt
aðhald. Hins vegar verður að segjast að þótt
markaðsráðandi fyrirtækjum á Íslandi séu
vissar skorður settar með lögum og stofn-
unum sem falið er ákveðið eftirlitshlutverk þá
virðast leikreglurnar á vellinum vera talsvert
aðrar. Það verður að breytast,“ segir Brynja.
Hún telur mikinn misskilning þegar
sagt er að hækkandi matvöruverð í dag sé
herkostnaður af verðstríðinu á síðasta ári.
„Verðlagning á matvöru er önnur en hún var
áður en þessi mikla samkeppni hófst. Hins
vegar hafa ytri skilyrði breyst, svo sem veik-
ing krónunnar og mikil verðbólga sem sjálf-
krafa hækkar matvöruverð og á ekkert skylt
við verðmyndun á matvörumarkaði.“
Byggingamarkaðurinn ári á eftir
- Flest teikn sem uppi eru þessa stundina benda
til þess að heldur sé að hægja á efnahagslífinu.
Aðhaldsaðgerðir þær sem ríki, sveitarfélög og
aðrir gripu til á vordögum virðast vera að bera
tilætlaðan árangur. Eða hvað?
„Það er misjafnt hvernig kólnunin í hag-
kerfinu kemur að fyrirtækjum. Bygginga-
markaðurinn er til dæmis alltaf um það bil
einu ári á eftir hinni almennu hagsveiflu
þannig að enn sem komið er hefur lítið
breyst þar. Hins vegar er ljóst að hægja mun
á í íslensku efnahagslífi, í mínum huga er
spurningin aðeins hvenær og hve hratt það
gerist.“
SAMKEPPNIN
ER MIKIL OG HÖRÐ
Norvik á góðri siglingu. Aukin umsvif erlendis og eins á matvörumarkaðnum hér
heima, sem er langhlaup. Hörð samkeppni í byggingavörum.
„Við erum
enn í þessu
uppbyggingarferli
og teljum að vel
hafi tekist til.“
NORVIK • BRYNJA HALLDÓRSDÓTTIR
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
NR. 15 Á AÐALLISTA