Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 149

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 149
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 149 AÐALLISTINN T alsvert er síðan fólk fór að færa sig úr sterkum drykkjum yfir í bjór og léttvín. Fólk gerir orðið skýran greinarmun á góðum víntegundum og slæmum. Almenn þekking fólks á víni hefur aukist og framboðið sömuleiðis. Í dag er hægt að velja til dæmis Leffe munkabjór og hvítan Hoegaarden, svo nokkuð sér nefnt,“ segir Ingibjörg Arnars- dóttir, framkvæmdastjóri Karls K.Karlssonar, einnar umsvifamestu heildverslunar landsins. Vín frá „nýja heiminum“ Fyrirtækið, sem var stofnað af Karli K. Karls- syni, er sextíu ára um þessar mundir og er því orðið býsna rótgróið. Í byrjun var það með umboð fyrir áfengi, snyrtivörur og húsbúnað en í dag beinast áherslur að dagvöru og drykkjum - áfengum sem óáfengum. Þekktustu vörumerkin eru Stella Artois, Becks, San Miguel, Torres, Campari, Captain Morgan, Absolut, Famous Grouse, Remy Martin, Domain Laroche, Bava og Fetzer - svo eitthvað sé nefnt. Í sölu ÁTVR er hlutdeild bjórs um 61%, léttvíns 21% og sterks áfengis 18%. „Þau vínhéruð sem eru sterkust um þessar mundir eru „nýi heimurinn“ sem ég kalla svo, það er Ástralía og Chile. Svo stendur Spánn auðvitað alltaf fyrir sínu, þaðan sem koma vín eins og Torres og Faustino. Annars er mjög sérstakt að á lista ÁTVR yfir tíu mest seldu vínin kemur ekkert frá Frakklandi. Þetta gengur annars í hringi og ekki ólíklegt að sala á frönsku vínunum taki við sér á næstu miss- erum. Nefni þar til dæmis margverðlaunuð vín frá Domain Laroche sem eru í miklu upp- áhaldi hjá mér og hafa sótt verulega á í sölu. Annað vín, sem er gott og munkarómað, er Gaja sem vínáhugamenn þekkja vel,“ segir Ingibjörg Arnarsdóttir. Sjö af fimmtíu í fæðingarorlofi Ingibjörg Arnarsdóttir er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Að því námi loknu starfaði hún við skrifstofu- rekstur og fjármál hérna um skeið uns hún flutti með eiginmanni sínum til London, þar sem hún starf- aði á þriðja ár sem ráðgjafi í fjármálakerfum. Þá lauk hún MSc Finance prófi frá Cass Business School í London, en kom heim 2001 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra Karls K. Karlssonar. Undanfarið hefur Ingibjörg verið frá störfum vegna fæðingarorlofs. Það rifjar upp að fram- kvæmdastjóra KEA á Akureyri var á síðasta ári sagt upp störfum þegar hann hugðist fara í feðraorlof. En er þetta gerlegt; geta stjórn- endur farið í langt fæðingarorlof? „Vissulega tekur á fyrir fyrirtæki að missa leiðtogann í nokkra mánuði. Þetta krefst mikillar skipulagningar en ég er svo heppin að njóta stuðnings nánasta samstarfsfólks míns sem styður mig dyggilega og leggur töluvert á sig svo þetta gangi upp. Í dag eru reyndar sjö af fimmtíu starfsmönnum okkar í fæðingarorlofi sem er mjög ánægjulegt, finnst mér. Það er langt síðan fyrirtækið markaði þá stefnu að fylgja þeirri þróun sem hefur átt sér stað í fæðingarorlofsmálum, því ég lít svo á að atvinnulífið hafi ekki efni á því að missa hæft starfsfólk vegna þess að það kýs að eignast og ala upp börn.“ Stöðugleiki mikilvægur Stöðugleiki í efnahagsmálum síðustu ár hefur verið íslensku atvinnulífi mikilvægur, að mati Ingibjargar. „Það segir sig sjálft að þá geta stjórnendur gert áætlanir lengra fram í tím- ann og beint sjónum sínum að daglegum rekstri og framtíðarsýn. Í óstöðugleika eins og nú ríkir, með tilheyrandi gengissveiflum, snýst reksturinn meira um að bregðast við aðstæðum heldur en að skapa þær. Þó að ég sé bjartsýnismanneskja og líti þannig á að öllum breytingum fylgi tækifæri, þá er fátt gott um þetta að segja. Þó svo að fyrirtækin noti öll tiltæk ráð til að verja sig gagnvart efnahags- sveiflum þá endar alltaf með því að hagur fyrirtækjanna og viðskiptavina þeirra bíður einhvern skaða af.“ Sala á léttum vínum og bjór eykst á kostnað sterkra drykkja. Vínmenningin þroskast. Óstöðugleikinn gerir rekstur erfiðan, segir framkvæmdastjóri Karls K. Karlssonar. MUNKABJÓR OG MARGRÓMUÐ VÍN „Almenn þekking fólks á víni hefur aukist.“ NR. 124 Á AÐALLISTA KARL K. KARLSSON • INGIBJÖRG ARNARSDÓTTIR TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.