Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 153
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 153
AÐALLISTINN
M arkviss uppbygging síðustu missera hefur komið Promens hf. í flokk stærstu fyrirtækja heims á sviði
hverfisteyptra eininga. Í dag eru á vegum
Promens, sem er í eigu Atorku Group, starf-
ræktar 21 verksmiðja í tíu löndum Evrópu,
Asíu og Norður-Ameríku. Starfsemin efldist
að mun snemma á árinu með kaupum á
bandaríska hverfisteypufyrirtækinu Elkhart
Plastics Inc., sem er mjög umsvifamikið
vestra. „Áætlanir ársins ganga ágætlega eftir
og reksturinn á flestum stöðum er í samræmi
við væntingar. Helsta frávikið er reksturinn í
Frakklandi. Þar er unnið að endurskipulagn-
ingu sem á að tryggja viðunandi afkomu,“
segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri.
Undirstaðan er traust
Ársvelta Promens er um sextán milljarðar
kr. og eru rekstrartekjurnar að mestu leyti
í erlendum myntum. Því hefur íslenska
krónan og lágt gengi hennar fram eftir ári
lítil áhrif á rekstur og afkomu félagsins.
„Verksmiðjan okkar á Dalvík, sem rekin er
undir merkjum Sæplasts, er grunnurinn að
Promens, en hlutur hennar í heildarveltu
félagsins er í dag einungis um 5%. Hins
vegar er verksmiðjan á Dalvík ein af bestu
einingunum í okkar samstæðu sem okkur
þykir auðvitað mjög ánægjulegt. Sýnir best
að undirstaðan, sem Promens byggir á, er
býsna traust,“ segir Ragnhildur.
Kaup Promens á Elkhart Plastics Inc.
(EPI) efldu Promens aðallega á þrjá vegu,
að mati Ragnhildar Geirsdóttur. „Í fyrsta
lagi er fyrirtækið með sterka markaðsstöðu
í miðríkjum Bandaríkja og eflir það mark-
aðsstöðu okkar þar um slóðir. Í öðru lagi
er EPI mjög vel rekið félag og í þriðja lagi
var stjórnendahópurinn öflugur og nú stýrir
það fólk rekstri Promens í Bandaríkjunum.
Kaupin á félaginu hafa því skilað okkur mun
öflugra félagi.“
Mikil tækifæri í Austur-Evrópu
Liðin eru tæp tvö ár síðan Promens var
stofnað á grunni Sæplasts. Síðan þá hefur
verið unnið jafnt og þétt að því að efla
starfsemina. Stærsta skrefið var stigið á síð-
asta ári með kaupum á
plastframleiðslufyrirtæk-
inu Bonar Plastics, en
undir merkjum þess voru
starfræktar tólf verk-
smiðjur í átta löndum.
Í kjölfarið komu kaupin
á EPI og því hefur starf
Ragnhildar síðustu miss-
erin talsvert beinst að
því að samþætta rekstur
Promens og stilla ýmsum
hlutum upp á nýtt.
„Við höfum endurskipulagt stjórnskipu-
lag félagsins á þann hátt að við erum með
þrjá svæðisstjóra, í Evrópu, Norðurlönd-
unum og Norður-Ameríku, en þeir bera
ábyrgð á rekstri og samþættingu verksmiðja á
hverju svæði. Vestan hafs sjáum við tækifæri
og síðustu mánuði höfum við einbeitt okkur
að sameiningu félaganna þar. Við sjáum
sömuleiðis mikil tækifæri í Austur-Evrópu
og senn hefjast framkvæmdir við nýja verk-
smiðju í Póllandi sem tekur til starfa á vori
komanda.“
Viðfangsefnin ekki ólík
Ragnhildur tók við starfi forstjóra Promens
í byrjun þessa árs, en áður var hún for-
stjóri FL-Group og þar áður einn fram-
kvæmdastjóra Icelandair, en innan sam-
steypunnar starfaði hún í nær sex ár. „Þó að
plastiðnaður og flugstarfsemi séu gjörólíkar
atvinnugreinar eru viðfangsefni stjórnand-
ans ekki ólík. Í flug-
inu er eldsneytisverð
og lækkun kostnaðar
stóri höfuðverkurinn,
en í plastiðnaði þarf að
tryggja hagstætt verð
á hráefni og skilvirkan
rekstur verksmiðjanna.
Annars má segja að
allur rekstur sé í eðli
sínu svipaður; þetta er
endalaus glíma við að
yfirvinna hindranir, takast við á keppinaut-
ana, ná niður kostnaði og haga seglum í
samræmi við ytri aðstæður hvers tíma. Sá
sem stýrir stóru fyrirtæki þarf alltaf að vera
á vaktinni, baráttan við að halda sjó í rekstr-
inum og helst vinna sigra er endalaus.“
Promens með 21 plastverksmiðjur í tíu löndum. Rekstur endurskipulagður
eftir yfirtökuna á EPI. Tryggja þarf skilvirka framleiðslu.
VERÖLD Í PLASTI
„Þetta er endalaus
glíma við að
yfirvinna hindranir,
takast á við
keppinautana og
ná niður kostnaði.“
PROMENS • RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR
NR. 81 Á AÐALLISTA
TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON