Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 153

Frjáls verslun - 01.08.2006, Blaðsíða 153
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 153 AÐALLISTINN M arkviss uppbygging síðustu missera hefur komið Promens hf. í flokk stærstu fyrirtækja heims á sviði hverfisteyptra eininga. Í dag eru á vegum Promens, sem er í eigu Atorku Group, starf- ræktar 21 verksmiðja í tíu löndum Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Starfsemin efldist að mun snemma á árinu með kaupum á bandaríska hverfisteypufyrirtækinu Elkhart Plastics Inc., sem er mjög umsvifamikið vestra. „Áætlanir ársins ganga ágætlega eftir og reksturinn á flestum stöðum er í samræmi við væntingar. Helsta frávikið er reksturinn í Frakklandi. Þar er unnið að endurskipulagn- ingu sem á að tryggja viðunandi afkomu,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri. Undirstaðan er traust Ársvelta Promens er um sextán milljarðar kr. og eru rekstrartekjurnar að mestu leyti í erlendum myntum. Því hefur íslenska krónan og lágt gengi hennar fram eftir ári lítil áhrif á rekstur og afkomu félagsins. „Verksmiðjan okkar á Dalvík, sem rekin er undir merkjum Sæplasts, er grunnurinn að Promens, en hlutur hennar í heildarveltu félagsins er í dag einungis um 5%. Hins vegar er verksmiðjan á Dalvík ein af bestu einingunum í okkar samstæðu sem okkur þykir auðvitað mjög ánægjulegt. Sýnir best að undirstaðan, sem Promens byggir á, er býsna traust,“ segir Ragnhildur. Kaup Promens á Elkhart Plastics Inc. (EPI) efldu Promens aðallega á þrjá vegu, að mati Ragnhildar Geirsdóttur. „Í fyrsta lagi er fyrirtækið með sterka markaðsstöðu í miðríkjum Bandaríkja og eflir það mark- aðsstöðu okkar þar um slóðir. Í öðru lagi er EPI mjög vel rekið félag og í þriðja lagi var stjórnendahópurinn öflugur og nú stýrir það fólk rekstri Promens í Bandaríkjunum. Kaupin á félaginu hafa því skilað okkur mun öflugra félagi.“ Mikil tækifæri í Austur-Evrópu Liðin eru tæp tvö ár síðan Promens var stofnað á grunni Sæplasts. Síðan þá hefur verið unnið jafnt og þétt að því að efla starfsemina. Stærsta skrefið var stigið á síð- asta ári með kaupum á plastframleiðslufyrirtæk- inu Bonar Plastics, en undir merkjum þess voru starfræktar tólf verk- smiðjur í átta löndum. Í kjölfarið komu kaupin á EPI og því hefur starf Ragnhildar síðustu miss- erin talsvert beinst að því að samþætta rekstur Promens og stilla ýmsum hlutum upp á nýtt. „Við höfum endurskipulagt stjórnskipu- lag félagsins á þann hátt að við erum með þrjá svæðisstjóra, í Evrópu, Norðurlönd- unum og Norður-Ameríku, en þeir bera ábyrgð á rekstri og samþættingu verksmiðja á hverju svæði. Vestan hafs sjáum við tækifæri og síðustu mánuði höfum við einbeitt okkur að sameiningu félaganna þar. Við sjáum sömuleiðis mikil tækifæri í Austur-Evrópu og senn hefjast framkvæmdir við nýja verk- smiðju í Póllandi sem tekur til starfa á vori komanda.“ Viðfangsefnin ekki ólík Ragnhildur tók við starfi forstjóra Promens í byrjun þessa árs, en áður var hún for- stjóri FL-Group og þar áður einn fram- kvæmdastjóra Icelandair, en innan sam- steypunnar starfaði hún í nær sex ár. „Þó að plastiðnaður og flugstarfsemi séu gjörólíkar atvinnugreinar eru viðfangsefni stjórnand- ans ekki ólík. Í flug- inu er eldsneytisverð og lækkun kostnaðar stóri höfuðverkurinn, en í plastiðnaði þarf að tryggja hagstætt verð á hráefni og skilvirkan rekstur verksmiðjanna. Annars má segja að allur rekstur sé í eðli sínu svipaður; þetta er endalaus glíma við að yfirvinna hindranir, takast við á keppinaut- ana, ná niður kostnaði og haga seglum í samræmi við ytri aðstæður hvers tíma. Sá sem stýrir stóru fyrirtæki þarf alltaf að vera á vaktinni, baráttan við að halda sjó í rekstr- inum og helst vinna sigra er endalaus.“ Promens með 21 plastverksmiðjur í tíu löndum. Rekstur endurskipulagður eftir yfirtökuna á EPI. Tryggja þarf skilvirka framleiðslu. VERÖLD Í PLASTI „Þetta er endalaus glíma við að yfirvinna hindranir, takast á við keppinautana og ná niður kostnaði.“ PROMENS • RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR NR. 81 Á AÐALLISTA TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON • MYND: GEIR ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.