Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 184
Til móts við framtíðina
Hátæknivætt álver Alcoa Fjarðaáls verður spennandi
og öruggur starfsvettvangur fyrir iðnaðarmenn og
iðnnema. Hjá Alcoa Fjarðaáli verða um 120 iðnaðar-
menn, tæknifræðingar og verkfræðingar og til
viðbótar fjölmargir tæknimenntaðir starfsmenn á
vegum verktaka.
Nýsmíðar og viðhaldsverkefni verða unnin í teymum
samkvæmt stöðluðum verkferlum og ýtrustu öryggis-
kröfum. Verkefnin verða fjölbreytt og mikið lagt upp
úr símenntun og starfsþróun.
Altækt, fyrirbyggjandi viðhald á að tryggja áreiðan-
leika framleiðslunnar og hámarka verðmætasköpun.
Faglegur metnaður og stöðug iðnþróun verða
leiðarljós okkar inn í framtíðina.
Iðnaðarmenn og iðnnemar
Hægt er að sækja um störfin á capacent.is (áður
IMG-Mannafl). Nánari upplýsingar fást á
www.alcoa.is og hjá Sigurlaugu Þorsteinsdóttur
(sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is) og
Helgu S. Guðmundsdóttur (helga.snaedal-
@capacent.is) hjá Capacent í síma 540 1000.
Okkur vantar fleiri vaskar konur og karla í hópinn.
Launakjörin eru góð, vinnan stöðug og verkefnin
fjölbreytt. Allir fá tækifæri til að læra og vaxa í starfi.
Iðnaðarmenn vinna ýmist á vöktum eða í dagvinnu.
Upplýsingar um launakjör og vinnufyrirkomulag er að
finna á alcoa.is, undir liðnum starfsmannamál.
Við getum einnig boðið nokkrum nemum í rafvirkjun og
vélvirkjun að ljúka réttindanámi með vinnu í álverinu.
Námið verður sniðið að þörfum hvers og eins en miðað er
við að umsækjendur hafi lokið hluta af námi og unnið í
faginu.
Kerskálakrani
Á vinnusvæðinu verður
meðal annars afkasta-
mesta rafveita á landinu,
336 tölvustýrð rafgrein-
ingarker, háþróaður
lofthreinsibúnaður,
fullkomin álvírasteypa,
atvinnuslökkvilið og 250
farartæki af öllum
stærðum og gerðum.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
A
LC
3
43
85
09
/2
00
6
www.alcoa.is
STÆRSTU300
Hvað hefur komið þér mest á
óvart í viðskiptalífinu á árinu?
Ég bjóst við að krónan gæfi
meira eftir á árinu en raun ber
vitni.
Hvað hefur einkennt rekstur
fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum mark-
miðum um afkomu?
Kavíarverksmiðja okkar var flutt
til Danmerkur og verður hluti
af starfsemi okkar, sem þar er
fyrir. Hér heima hefjum við salt-
fiskvinnslu að nýju. Afkomuspár
sýnast rætast.
Telur þú að horfur í atvinnu-
lífinu séu góðar um þessar
mundir – eða eru blikur á
lofti?
Sem stendur er mikil þensla í
atvinnulífinu og ekki gott að
segja til um hvort hún minnkar
á árinu.
Hvernig telur þú að gengi
krónunnar þróist á árinu
2007? Á hún eftir að veikjast?
Að fenginni reynslu treysti ég
mér ekki til að spá um gengi
krónunnar á næsta ári. Útflutn-
ingsgreinarnar þurfa á verulegri
veikingu að halda.
Hvaða líkur telur þú á því að
verðtrygging verði lögð af á
næstu þremur árum?
Ég tel óhugsandi að verðtrygg-
ing verði lögð af meðan verð-
bólga hér er hærri en í okkar
helstu samkeppnislöndum.
Telur þú að Seðlabankinn fari
offari í því að hækka stýrivexti
í baráttu sinni gegn verðbólg-
unni?
Ég þekki ekki nokkurn mann
nema hagfræðinga Seðlabank-
ans sem trúa því að hækkun
stýrivaxta hafi áhrif til lækkunar
á verðbólgunni.
RAKEL OLSEN
starfandi stjórnarformaður Agustsonar ehf.
Rakel Olsen, starfandi stjórnar-
formaður Agustsonar ehf.
Hvað hefur komið þér mest
á óvart í viðskiptalífinu á
árinu?
Það kom mér á óvart að fall
krónunnar hefði ekki meiri
áhrif á hlutabréfamarkaðinn en
raun ber vitni.
Hvað hefur einkennt rekstur
fyrirtækis þíns á þessu ári og
mun það ná settum mark-
miðum um afkomu?
Afkomubati og jafnvægi í
rekstri hefur einkennt rekstur
Norðlenska. Rekstur er mjög í
samræmi við áætlanir.
Telur þú að horfur í atvinnu-
lífinu séu góðar um þessar
mundir – eða eru blikur á
lofti?
Að mínu mati eru blikur á lofti
í atvinnulífinu. Það gæti hægt
um of á hjólum atvinnulífsins.
Hvernig telur þú að gengi
krónunnar þróist á árinu
2007? Á hún eftir að veikjast?
Ég tel að krónan sé að ná jafn-
vægi aftur og að hún muni
verða nokkuð stöðug.
Hvaða líkur telur þú á að
verðtrygging verði lögð af á
næstu þremur árum?
Ég tel ólíklegt að verðtrygging
verði aflögð í bráð og vænt-
anlega ekki á næstu þremur
árum.
Telur þú að Seðlabankinn
fari offari í því að hækka
stýrivexti í baráttu sinni gegn
verðbólgunni?
Mitt mat er að Seðlabank-
inn hafi brugðist of seint við
aðstæðum, og þegar hann fór af
stað með aðgerðir þá voru þær
of harkalegar, fór jafnvel offari,
því nú þegar er farið að hægja á
hjólum atvinnulífsins.
„Að mínu mati
eru blikur á lofti
í atvinnulífinu.
Það gæti hægt
um of á hjólum
atvinnulífsins.“
SIGMUNDUR EINAR ÓFEIGSSON
framkvæmdastjóri Norðlenska matborðsins
Sigmundur Einar
Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri
Norðlenska mat-
borðsins.
„Ég tel
óhugsandi að
verðtrygging
verði lögð
af meðan
verðbólga hér
er hærri en í
okkar helstu
samkeppnis-
löndum.“
184 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6