Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 194
194 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
– Hvar leggið þið áherslu á að vaxa?
„Við álítum að vaxtarmöguleikarnir séu í andalifur og anda-
afurðum, blini og smuráleggi og svo í rækjunum. Við erum
þegar svo stórir í reyktum laxi að við reiknum ekki með
miklum vexti þar svo að áherslan er á hinar stoðirnar þrjár.“
– Hverjir eru helstu keppinautarnir?
Eruð þið að keppa við Bakkavör?
„Við eigum enga evrópska keppinauta,
ekkert fyrirtæki á okkar sviði sem
starfar á Evrópumarkaði eins og við
gerum. Keppinautarnir eru einfaldlega
stærstu fyrirtækin á þessu sviði í ein-
stökum löndum.
Nei, við erum ekki í samkeppni
við Bakkavör. Bakkavör starfar fyrst
og fremst í Bretlandi, er ekki evrópskt
fyrirtæki eins og við og beitir sér á öðrum vettvangi, það
framleiðir fyrst og fremst hvunndagsmat. Ég er hins vegar
fullur aðdáunar á gífurlegri velgengni þeirra, Bakkavör
hefur vaxið hratt og uppbygging þeirra er markviss.“
– Þú stýrir íslensku fyrirtæki og hefur væntanlega kynnst
íslenskum stjórnendum. Hvernig koma þeir þér fyrir sjónir?
„Mér finnst þeir ekkert sérlega ólíkir Frökkum og ég met
mikils alla þá íslensku stjórnendur sem ég hef kynnst. Þeir
koma mér fyrir sjónir sem hagsýnir, einbeittir, segja það
sem þeim býr í brjósti, standa við fyrirætlanir sínar, gera
það sem þeir segjast ætla að gera og eru metnaðarfullir fyrir
hönd fyrirtækja sinna.
Það vekur alltaf athygli hér meðal þeirra sem til þekkja
þegar í ljós kemur að Labeyrie er í eigu Íslendinga. Fæstir vita
mikið um Ísland en hér fer ekkert nema gott orð af Íslend-
ingum og þeir sem fylgjast með vita hvað íslensk fyrirtæki
hafa staðið sig vel og eru víða. Bakkavör er orðið stærst á
sínu sviði í Bretlandi og við á okkar sviði á Evrópumarkaði.
Metnaður Íslendinga og hagsýni er ein skýringin.
Það sem ég met mest í fari Íslendinga er að þeir hafa
hlutina einfalda, eru ekkert að hafa þá flóknari en nauðsyn
er, það er auðvelt að skilja hvað þeir eru að fara og þá um
leið mjög auðvelt að eiga samskipti við þá.“
– Hver er helsti munurinn á frönskum og íslenskum
stjórnendum?
„Frakkar ræða málin, Íslendingar framkvæma! Þessi íslenski
háttur, að láta athafnir tala fremur en orð, hentar mér mjög
vel.“
– Þar sem einu íslensku tengsl Alfesca eru eigendur og
höfuðstöðvar skiptir vísast ekki miklu máli hvort Ísland er
í eða utan Evrópusambandsins?
„Nei, það skiptir Alfesca engu máli. Framleiðsla okkar og
markaðir er óháð Íslandi. Hins vegar eru tengslin við Ísland
sterk því flestir hluthafarnir eru íslenskir, höfuðstöðvarnar
eru þar og flestir stjórnarmanna íslenskir. Andinn í fyr-
irtækinu er líka mjög íslenskur. Þessa vikuna er ég tvo daga
á Íslandi, þrjá í næstu viku. Stjórn
hvers fyrirtækis okkar er mjög sterk,
ég eyði miklum tíma með þeim og
er tengiliður milli þeirra og íslensku
eigendanna sem ég eyði líka miklum
tíma með.“
– Þar sem starfsemi Alfesca er að öllu
leyti óháð Íslandi og stjórnunarteymið
að mestu franskt, væri þá ekki rökrétt-
ara að höfuðstöðvarnar væru í París?
„Nei, höfuðstöðvarnar hafa enga
úrslitaþýðingu og hvert fyrirtæki er rækilega tengt þeim
stöðum og mörkuðum sem þar starfar. Höfuðstöðvarnar
halda aðeins utan um heildarreksturinn. Sannarlega væri
ekki best að hafa höfuðstöðvar í París því að það er einmitt
mikilvægt að halda fast í íslenskar rætur Alfesca. Það er
hluti af mínu starfi að fara á milli fyrirtækjanna og svo til
höfuðstöðvanna – og ég er mjög ánægður með það!“
– Á Norðurlöndum og kannski einkum í Danmörku hefur
íslenskum fyrirtækjum verið tekið af nokkurri tortryggni.
Hvernig er afstaðan til íslenskra fyrirtækja og fjárfesta hér?
„Ímynd Íslands er frábærlega góð í Frakklandi, hvergi
blettur þar á. Ég man í raun ekki eftir neinu öðru landi sem
hefur á sér sambærilega ímynd hér. Fæstir neytenda vita þó
að Labeyrie og önnur vörumerki Alfesca hér eru íslensk en
tengslin við Ísland eru ekkert nema jákvæð.“
– Árangur þinn hjá Labeyrie hefur þótt mjög góður. Hvar
hefur einbeiting þín í uppbyggingu Labeyrie hingað til
helst legið?
„Ég hef einbeitt mér að markaðsmálum og er almennt
mjög upptekinn af neytendahliðinni, tel mikilvægt að vera
nálægt viðskiptavinum og neytendum. Ég hef einnig haft
athyglina mjög á tölunum – takmark hvers fyrirtækis er að
skapa hluthöfum arð.
Sjálfur hef ég átt hlut í fyrirtækinu alveg frá 1999 þegar
það fór á markað. Af því ég hef almennt mikla trú á kostum
þess að stjórnendur séu hluthafar hef ég beitt mér fyrir að
svo sé. Það sýnir traust stjórnenda og trú á fyrirtækinu að
þeir fjárfesti í því og ég hef hvatt samstjórnendur mína til
þess. Alls eiga sextíu lykilstjórnendur Alfesca hlut í fyrir-
tækinu. ég tel það bæði góða hvatningu fyrir stjórnendur
og efla skilning þeirra á afleiðingum ákvarðana þeirra fyrir
fyrirtækið og stöðu þess.“
X A V I E R G O V A R E , F O R S T J Ó R I A L F E S C A
300 stærstu
eru stærstir vegna þess
að þeir kunna að notfæra sér
tækifærin sem bjóðast
Flugkort Flugfélags Íslands
fyrir þá sem eru – og hina sem vilja vera!
flugkort@flugfelag.is | www.flugfelag.is | 570 3030
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-F
LU
3
43
69
09
/2
00
6
„Við álítum að
vaxtarmöguleikarnir
séu í andalifur og
andaafurðum, blini,
smuráleggi og svo í
rækjunum.“