Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 214

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 214
214 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 S amfélagsbyltingin sem varð fyrir fjórum áratugum gekk út á að báðir foreldrar ynnu úti. Þetta varð til þess að konur streymdu út á vinnumarkaðinn og lögðu áherslu á að mennta sig til að komast í góðar stöður á eigin verð- leikum; vera sjálfstæðar og huga að eigin framabraut. Í ljósi þessa hafa endalausar umræður farið fram um jafnvægi einkalífs og vinnu sem getur verið talsverður höfuðverkur fyrir stjórnendur fyrirtækja í annríki dagsins sem og foreldra almennt sem vinna krefjandi störf í fyrirtækjum. En nú eru teikn á lofti um að þetta sé að breytast aftur. Það ber meira á því en áður að ungar og jafnvel ágætlega menntaðar eiginkonur nýríkra manna sækist eftir því að vera heima. En ekki sem heimavinnandi húsmæður af gamla skólanum – því börnin eru á dagheimili og þær kaupa „aðstoð“ til að þrífa, þvo og strauja – heldur eru þær það sem ég kalla heimakonur. Þær eru heima, en sinna ekki verkum gömlu hús- mæðranna. En hvað eru þær þá að gera? Auðvitað má velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi nýja breyting hafi á vinnumarkaðinn önnur en að skapa ný störf í þjónustugreinum – heima- þjónustu – sem ofast eru láglaunastörf. En það vekur vissulega athygli að vel menntaðar konur kjósi að vera heima og vera ekki úti á vinnumarkaðnum og á eigin framabraut. Eitt sinn tók ég viðtal við danskan framkvæmdastjóra sem byrjaði á því að leggja símann á borðið og segja afsakandi að hann ætti von á símtali sem hann yrði að taka. Skömmu síðar hringdi síminn – eig- inkonan að hringja til að segja að í dag gæti hún sótt börnin í leikskól- ann svo að hann þyrfti ekki að hugsa um það. Ég nefndi við hann að það væri munur að vera á Norðurlöndum þar sem búseta, barnagæsla og skilningur á fjölskyldulífi gerði báðum foreldrum mögulegt að vinna úti. Þá stundi hann ögn, jú vissulega rétt – en samt ekki auðvelt. Bæði hann og eiginkonan væru í krefjandi störfum. En jú, þrátt fyrir allt þætti þeim báðum það skipta máli að þau gætu notið sín í vinnunni til að vera um leið ánægð í fjölskyldulífinu. Miðað við áhersluna undanfarin þrjátíu ár um að konur afli sér menntunar til að geta séð fyrir sér og átt fullnægjandi líf á eigin for- sendum, líkt og danski framkvæmdastjórinn áleit mikilvægt, er það sannarlega nýstárlegt að sjá íslenskar eiginkonur taka að sér heima- hlutverkið þar sem barnapössun er þó þokkalega auðfengin. En nóta bene, þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Það er þó varla lengur hægt að tala um heimavinnandi húsmæður þegar börnin eru pössuð af einhverjum öðrum, heimilisþrifin eru aðkeypt, maturinn keyptur tilbúinn eða lang- leiðina í það og veitingar í veislur, hvort sem eru barnaafmæli eða önnur tilefni, eru aðkeyptar. Heimilishald af þessu tagi felur ekki lengur í sér heimilisstörf í orðsins gömlu merkingu – búa til mat, taka til, strauja o.s.frv. – heldur er orðin stýring á aðkeyptri þjónustu. Í þessum efnum er athyglisvert að sjá að þarna ríkir nánast algjör kyngreining – það eru aðeins konur sem taka að sér heimilishald á þessum nýjum forsendum. Fyrir um fimm- tíu árum var lítið val: konur áttu síður kost á menntun en karlar, alls konar félagslegar hindranir sem torvelduðu þeim að stefna á vinnuferil – en nú er öldin önnur. Konur eru iðulega helmingur námsmanna í framhaldsnámi og þó vinnumarkaðurinn sé í raun ekki endilega sérlega kvenvinsamlegur sýnir reynslan þó að konur geta gert sér bestu vonir um góða vinnu. Ég veit ekki hvort þessi nýja stétt heimakvenna mætir sömu for- dómum og heimavinnandi húsmæður kvörtuðu stundum undan hérna áður fyrr. En það er þó ljóst að nýju heimakonurnar eiga HINAR „NÝJU HÚS MÆÐUR“ L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Ég veit ekki hvort þessi nýja stétt heimakvenna mætir sömu fordómum og heimavinnandi húsmæður kvörtuðu stundum undan hérna áður fyrr. En það er þó ljóst að nýju heimakonurnar eiga sér fáa karlkyns keppinauta. Fyrir fimmtíu árum unnu konur heima; voru húsmæður. Síðan varð sú breyting að báðir foreldrar ynnu úti. Sigrún Davíðsdóttir heldur því fram að teikn séu á lofti um að ungar og jafnvel ágætlega menntaðar eiginkonur, nýríkra manna, sækist eftir því að vera heima. En ekki sem heimavinnandi húsmæður af gamla skólanum – því börnin eru á dagheimili og þær kaupa „aðstoð“ til að þrífa, þvo og strauja – heldur eru þær heimakonur.PISTILL: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.