Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 214
214 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
S
amfélagsbyltingin sem varð fyrir fjórum áratugum gekk
út á að báðir foreldrar ynnu úti. Þetta varð til þess að
konur streymdu út á vinnumarkaðinn og lögðu áherslu á
að mennta sig til að komast í góðar stöður á eigin verð-
leikum; vera sjálfstæðar og huga að eigin framabraut. Í ljósi þessa
hafa endalausar umræður farið fram um jafnvægi einkalífs og vinnu
sem getur verið talsverður höfuðverkur fyrir stjórnendur fyrirtækja í
annríki dagsins sem og foreldra almennt sem vinna krefjandi störf í
fyrirtækjum.
En nú eru teikn á lofti um að þetta sé að
breytast aftur. Það ber meira á því en áður að
ungar og jafnvel ágætlega menntaðar eiginkonur
nýríkra manna sækist eftir því að vera heima.
En ekki sem heimavinnandi húsmæður af gamla
skólanum – því börnin eru á dagheimili og
þær kaupa „aðstoð“ til að þrífa, þvo og strauja
– heldur eru þær það sem ég kalla heimakonur.
Þær eru heima, en sinna ekki verkum gömlu hús-
mæðranna. En hvað eru þær þá að gera?
Auðvitað má velta því fyrir sér hvaða áhrif
þessi nýja breyting hafi á vinnumarkaðinn önnur
en að skapa ný störf í þjónustugreinum – heima-
þjónustu – sem ofast eru láglaunastörf. En það
vekur vissulega athygli að vel menntaðar konur
kjósi að vera heima og vera ekki úti á vinnumarkaðnum og á eigin
framabraut.
Eitt sinn tók ég viðtal við danskan framkvæmdastjóra sem byrjaði
á því að leggja símann á borðið og segja afsakandi að hann ætti von
á símtali sem hann yrði að taka. Skömmu síðar hringdi síminn – eig-
inkonan að hringja til að segja að í dag gæti hún sótt börnin í leikskól-
ann svo að hann þyrfti ekki að hugsa um það. Ég nefndi við hann að
það væri munur að vera á Norðurlöndum þar sem búseta, barnagæsla
og skilningur á fjölskyldulífi gerði báðum foreldrum mögulegt að
vinna úti. Þá stundi hann ögn, jú vissulega rétt – en samt ekki auðvelt.
Bæði hann og eiginkonan væru í krefjandi störfum. En jú, þrátt fyrir
allt þætti þeim báðum það skipta máli að þau gætu notið sín í vinnunni
til að vera um leið ánægð í fjölskyldulífinu.
Miðað við áhersluna undanfarin þrjátíu ár um að konur afli sér
menntunar til að geta séð fyrir sér og átt fullnægjandi líf á eigin for-
sendum, líkt og danski framkvæmdastjórinn áleit mikilvægt, er það
sannarlega nýstárlegt að sjá íslenskar eiginkonur taka að sér heima-
hlutverkið þar sem barnapössun er þó þokkalega auðfengin. En nóta
bene, þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.
Það er þó varla lengur hægt að tala um
heimavinnandi húsmæður þegar börnin eru
pössuð af einhverjum öðrum, heimilisþrifin eru
aðkeypt, maturinn keyptur tilbúinn eða lang-
leiðina í það og veitingar í veislur, hvort sem eru
barnaafmæli eða önnur tilefni, eru aðkeyptar.
Heimilishald af þessu tagi felur ekki lengur í sér
heimilisstörf í orðsins gömlu merkingu – búa til
mat, taka til, strauja o.s.frv. – heldur er orðin
stýring á aðkeyptri þjónustu.
Í þessum efnum er athyglisvert að sjá að
þarna ríkir nánast algjör kyngreining – það
eru aðeins konur sem taka að sér heimilishald
á þessum nýjum forsendum. Fyrir um fimm-
tíu árum var lítið val: konur áttu síður kost á menntun en karlar,
alls konar félagslegar hindranir sem torvelduðu þeim að stefna á
vinnuferil – en nú er öldin önnur. Konur eru iðulega helmingur
námsmanna í framhaldsnámi og þó vinnumarkaðurinn sé í raun
ekki endilega sérlega kvenvinsamlegur sýnir reynslan þó að konur
geta gert sér bestu vonir um góða vinnu.
Ég veit ekki hvort þessi nýja stétt heimakvenna mætir sömu for-
dómum og heimavinnandi húsmæður kvörtuðu stundum undan
hérna áður fyrr. En það er þó ljóst að nýju heimakonurnar eiga
HINAR „NÝJU HÚS MÆÐUR“
L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R
Ég veit ekki hvort þessi
nýja stétt heimakvenna
mætir sömu fordómum
og heimavinnandi
húsmæður kvörtuðu
stundum undan hérna
áður fyrr. En það
er þó ljóst að nýju
heimakonurnar eiga sér
fáa karlkyns keppinauta.
Fyrir fimmtíu árum unnu konur heima; voru húsmæður. Síðan
varð sú breyting að báðir foreldrar ynnu úti. Sigrún Davíðsdóttir
heldur því fram að teikn séu á lofti um að ungar og jafnvel
ágætlega menntaðar eiginkonur, nýríkra manna, sækist eftir því
að vera heima. En ekki sem heimavinnandi húsmæður af gamla
skólanum – því börnin eru á dagheimili og þær kaupa „aðstoð“
til að þrífa, þvo og strauja – heldur eru þær heimakonur.PISTILL: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTIR