Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 219

Frjáls verslun - 01.08.2006, Side 219
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 219 Frjáls verslun fyrir 31 ári: „Það er gaman að sjá það sem maður sér yfirleitt bara í sjónvarpinu,“ segir Guðmundur Sigurðsson. Guðmundur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hátækni, hefur mik- inn áhuga á fótbolta. Hann æfir fótbolta einu sinni í viku yfir vetr- armánuðina og auk þess heldur hann upp á enska liðið Aston Villa. „Aston Villa varð enskur meist- ari í fótbolta árið 1982 þegar áhugi minn á fótbolta var að kvikna,“ segir Guðmundur og telur að það sé ástæðan fyrir áhuga sínum á liðinu. Hann hefur farið á þrjá leiki með Aston Villa. „Það er allt önnur upplifun að fara á leik þar sem eru kannski 40 þúsund áhorfendur en að fara á fótboltaleik hérna heima. Það er gaman að sjá það sem maður sér yfirleitt bara í sjónvarp- inu.“ Hann segist auk þess fylgjast með ýmsu sem viðkemur liðinu, m.a. á Netinu, svo sem á kaupum og sölum á leikmönnum. Þá heldur Guðmundur með meist- araflokki Vals hér heima og þeim flokki ÍR sem níu ára sonur hans æfir með. Þegar Guðmundur er spurður hvað sé mest spennandi við fótbolt- ann segir hann: „Að fylgjast með sínu liði og það er gaman að sjá flott tilþrif.“ Hvað varðar fótboltaæf- ingarnar einu sinni í viku á veturna nefnir hann hreyfinguna og sam- veruna með félögunum. Fótboltaáhuginn: HELDUR MEÐ ASTON VILLA – Það er ekki til neins að klaga þetta fyrir umsjónarmanninum. Þetta er nefnilega umsjónarmaðurinn sjálfur. „Þetta fær mann til að hugsa á rökrænan hátt og þetta nýtist í vinnunni en skák byggist á rökhyggju og rökhugsun.“ Skákáhuginn: Á MEÐAL HRÓKA OG RIDDARA Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða, fékk áhuga á skák þegar hann var níu ára. Hann bendir á að Jón L. Árnason hafi orðið heimsmeist- ari ungmenna í skák á þessum tíma og Vlastimil Hort hafi sett heimsmet á Íslandi með því að tefla fjöltefli við 550 manns og því hafi skákáhugi verið áberandi í skólum á þessum tíma. Þráinn tefldi mikið á unglingsárunum og þess má geta að hann var í landsliðsflokki árið 1988. Hann hafði hins vegar ekki mikinn tíma til að verja við skákborðið eftir að hann hóf nám í viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. Í dag er hann í tveimur skákklúbbum. Annars vegar er það skákklúbbur Icelandair, en liðsmenn hans keppa í Evrópu- og heimsmeistaramótum flug- félaga í skák. Hins vegar er hann í klúbbi þar sem liðsmenn hittast í heimahúsum einu sinni í mánuði á veturna. „Það er krefjandi að tefla. Þetta fær mann til að hugsa á rökrænan hátt og þetta nýtist í vinnunni en skák byggist á rökhyggju og rökhugsun. Það er spennandi að reyna að vinna, gera betur en síðast og sjá leiki fram í tímann. Ég tefli oft á netinu en þar eru alltaf mörg hundruð manns skráð inn og tilbúin til að tefla hvenær sem er.“ Þess má geta að Þráinn varð Íslandsmeistari í netskák árið 1996. „Það er synd að skák sé ekki kennd í grunn- skólum og að þetta sé ekki í námsskránni. Börn hafa gott af því að ala með sér rökhugsun, skoða leiki fram í tímann og fara eftir ákveðnum reglum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.