Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 219
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 219
Frjáls verslun fyrir 31 ári:
„Það er gaman að sjá það
sem maður sér yfirleitt
bara í sjónvarpinu,“ segir
Guðmundur Sigurðsson.
Guðmundur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Hátækni, hefur mik-
inn áhuga á fótbolta. Hann æfir
fótbolta einu sinni í viku yfir vetr-
armánuðina og auk þess heldur
hann upp á enska liðið Aston Villa.
„Aston Villa varð enskur meist-
ari í fótbolta árið 1982 þegar áhugi
minn á fótbolta var að kvikna,“
segir Guðmundur og telur að það
sé ástæðan fyrir áhuga sínum á
liðinu. Hann hefur farið á þrjá leiki
með Aston Villa. „Það er allt önnur
upplifun að fara á leik þar sem eru
kannski 40 þúsund áhorfendur en
að fara á fótboltaleik hérna heima.
Það er gaman að sjá það sem
maður sér yfirleitt bara í sjónvarp-
inu.“ Hann segist auk þess fylgjast
með ýmsu sem viðkemur liðinu,
m.a. á Netinu, svo sem á kaupum
og sölum á leikmönnum.
Þá heldur Guðmundur með meist-
araflokki Vals hér heima og þeim
flokki ÍR sem níu ára sonur hans
æfir með.
Þegar Guðmundur er spurður
hvað sé mest spennandi við fótbolt-
ann segir hann: „Að fylgjast með
sínu liði og það er gaman að sjá
flott tilþrif.“ Hvað varðar fótboltaæf-
ingarnar einu sinni í viku á veturna
nefnir hann hreyfinguna og sam-
veruna með félögunum.
Fótboltaáhuginn:
HELDUR MEÐ ASTON VILLA
– Það er ekki til neins að klaga þetta fyrir umsjónarmanninum.
Þetta er nefnilega umsjónarmaðurinn sjálfur.
„Þetta fær
mann til
að hugsa á
rökrænan hátt
og þetta nýtist
í vinnunni en
skák byggist á
rökhyggju og
rökhugsun.“
Skákáhuginn:
Á MEÐAL HRÓKA
OG RIDDARA
Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða,
fékk áhuga á skák þegar hann var níu ára. Hann
bendir á að Jón L. Árnason hafi orðið heimsmeist-
ari ungmenna í skák á þessum tíma og Vlastimil
Hort hafi sett heimsmet á Íslandi með því að tefla
fjöltefli við 550 manns og því hafi skákáhugi verið
áberandi í skólum á þessum tíma.
Þráinn tefldi mikið á unglingsárunum og þess
má geta að hann var í landsliðsflokki árið 1988.
Hann hafði hins vegar ekki mikinn tíma til að verja
við skákborðið eftir að hann hóf nám í viðskipta-
fræði við Háskóla Íslands.
Í dag er hann í tveimur skákklúbbum. Annars
vegar er það skákklúbbur Icelandair, en liðsmenn
hans keppa í Evrópu- og heimsmeistaramótum flug-
félaga í skák. Hins vegar er hann í klúbbi þar sem
liðsmenn hittast í heimahúsum einu sinni í mánuði
á veturna.
„Það er krefjandi að tefla. Þetta fær mann til að
hugsa á rökrænan hátt og þetta nýtist í vinnunni
en skák byggist á rökhyggju og rökhugsun. Það er
spennandi að reyna að vinna, gera betur en síðast
og sjá leiki fram í tímann. Ég tefli oft á netinu en
þar eru alltaf mörg hundruð manns skráð inn og
tilbúin til að tefla hvenær sem er.“ Þess má geta
að Þráinn varð Íslandsmeistari í netskák árið 1996.
„Það er synd að skák sé ekki kennd í grunn-
skólum og að þetta sé ekki í námsskránni. Börn
hafa gott af því að ala með sér rökhugsun, skoða
leiki fram í tímann og fara eftir ákveðnum reglum.“