Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 224

Frjáls verslun - 01.08.2006, Page 224
FÓLK Þetta ár hefur einkennst af miklum breytingum sem hafa gengið vel og ekki er séð fyrir endann á,“ segir Jóhann Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Travel. „Meðal þess sem við breyttum á árinu er merki félagsins (lógó) og tókum þá ákvörðun að nota eingöngu Iceland Travel, í stað Íslandsferða sem líka var notað áður. Skipulagsbreytingar, ný upplýsingakerfi, nýr og betri vefur og flutningur í nýtt og hentugra húsnæði er einnig á döfinni svo að eitthvað sé talið til. Við sjáum fjölmörg sóknar- færi á markaðnum og spenn- andi tíma framundan í íslenskri ferðaþjónustu.“ Jóhann segir það vera ákveðin forréttindi að fá að starfa við ferðaþjónustu: „Endurgjöfin er mikil frá okkar viðskiptavinum. Ég hef bæði starfað í fjármála- geiranum og í upplýsingartækni- geiranum áður, sem var mjög skemmtilegt, en ferðaþjónustan hefur það umfram að vera meira lifandi bransi. Að fá hrós frá við- skiptavinum var mjög sjaldgæft í upplýsingatæknigeiranum og stundum var sagt að ef ekkert heyrðist í viðskiptavininum væri hann ánægður og er mjög van- metið það starf sem þar er unnið að mínu viti.“ Jóhann lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla Íslands af endurskoðunarsviði árið 1992 og meistaraprófi í alþjóðavið- skiptum og stefnumótun frá CBS (Viðskiptaháskóla Kaup- mannahafnar) ár ið 1997. Eigin kona hans er Hildur Inga Björnsdóttir, grafískur hönn- uður og tískuhönnuður. „Hildur Inga er framkvæmdastjóri hjá Xirena sem er fatahönnunarfyr- irtæki og opnaði nýverið verslun á Skólavörðustígnum með eigin hönnun og ítalskan fatnað frá Dimmizione Danza. Saman eigum við eina stelpu en fyrir á ég tvö börn og eina fóstur- dóttur.“ Áhugamál Jóhanns eru fjöl- mörg og gjarnan vildi hann hafa meiri tíma fyrir þau. „Ferðalög eru bæði áhugamál og einnig tengd vinnunni og gaman að koma á nýja staði og hitta fólk með mismunandi lífsviðhorf. Í fyrra leigðum við fjórar fjöl- skyldur saman stórt hús í litlu þorpi sem heitir Corfino lengst uppi í fjöllum Toskana á Ítalíu. Það var frábært frí og virkilega skemmtilegt að upplifa þessa kyrrð og fegurð sem þarna var. Við höfum gaman af að fara á skíði og stefnum að því að fara í vetur til Ítalíu og er sett stefnan á að fara árlega í slíka ferð. Ég spila reglulega innanhússfótbolta með góðum félögum tvisvar í viku, sem er frábær líkams- rækt, andleg og líkamleg. Ég tók mótor hjólapróf fyrir rúmum tveimur árum og hef síðan verið á leiðinni að kaupa mér mót- orhjól en ekki enn gefið mér tíma til þess að sinna því – það styttist í að það komi. Auk þess höfum við hjónin mjög gaman af öllum listtengdum viðburðum og höfum gegnum tíðina verið dugleg að sækja leikhús, mynd- listasýningar, tónleika og hvers kyns lifandi viðburði. Útivist er einnig ofarlega á listanum og fórum við hjónin í frábæra fjallgönguferð til Pyre- neafjalla (Spánar megin) í brúð- kaupsferð okkar árið 1999 og svo hef ég gengið upp á hæsta tind landsins svo að eitthvað sé nefnt. Við reynum að fara í útilegur yfir sumartímann. Það er góð leið til að skoða landið og njóta þess besta sem okkar fallega land hefur að bjóða, og þá er gítarinn jafnan með í för og stutt í góðan félagskap.“ TEXTI: HILMAR KARLSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON framkvæmdastjóri Iceland Travel JÓHANN KRISTJÁNSSON Jóhann Kristjánsson: „Ég hef verið á leiðinni að kaupa mér mótor- hjól í tvö ár, en ekki enn gefið mér tíma til þess að sinna því – það styttist í að það komi.“ 224 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6 Nafn: Jóhann Kristjánsson. Fæðingarstaður: Reykjavík, 26. 5. 1965. Foreldrar: Kristján Aðalbjörnsson og Guðbjörg Eggertsdóttir. Maki: Hildur Inga Björnsdóttir. Börn: Æsa 5 ár, Nadía 12 ára, Arnór Tumi 14 ára og Viktoría Leiva 18 ára. Menntun: MBA í Int. Business frá CBS í Danmörku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.