Frjáls verslun - 01.08.2006, Qupperneq 224
FÓLK
Þetta ár hefur einkennst af miklum breytingum sem hafa gengið vel
og ekki er séð fyrir endann á,“
segir Jóhann Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Travel.
„Meðal þess sem við breyttum
á árinu er merki félagsins (lógó)
og tókum þá ákvörðun að nota
eingöngu Iceland Travel, í stað
Íslandsferða sem líka var notað
áður. Skipulagsbreytingar, ný
upplýsingakerfi, nýr og betri
vefur og flutningur í nýtt og
hentugra húsnæði er einnig á
döfinni svo að eitthvað sé talið
til. Við sjáum fjölmörg sóknar-
færi á markaðnum og spenn-
andi tíma framundan í íslenskri
ferðaþjónustu.“
Jóhann segir það vera ákveðin
forréttindi að fá að starfa við
ferðaþjónustu: „Endurgjöfin er
mikil frá okkar viðskiptavinum.
Ég hef bæði starfað í fjármála-
geiranum og í upplýsingartækni-
geiranum áður, sem var mjög
skemmtilegt, en ferðaþjónustan
hefur það umfram að vera meira
lifandi bransi. Að fá hrós frá við-
skiptavinum var mjög sjaldgæft
í upplýsingatæknigeiranum og
stundum var sagt að ef ekkert
heyrðist í viðskiptavininum væri
hann ánægður og er mjög van-
metið það starf sem þar er unnið
að mínu viti.“
Jóhann lauk viðskiptafræði-
prófi frá Háskóla Íslands af
endurskoðunarsviði árið 1992
og meistaraprófi í alþjóðavið-
skiptum og stefnumótun frá
CBS (Viðskiptaháskóla Kaup-
mannahafnar) ár ið 1997.
Eigin kona hans er Hildur Inga
Björnsdóttir, grafískur hönn-
uður og tískuhönnuður. „Hildur
Inga er framkvæmdastjóri hjá
Xirena sem er fatahönnunarfyr-
irtæki og opnaði nýverið verslun
á Skólavörðustígnum með eigin
hönnun og ítalskan fatnað frá
Dimmizione Danza. Saman
eigum við eina stelpu en fyrir
á ég tvö börn og eina fóstur-
dóttur.“
Áhugamál Jóhanns eru fjöl-
mörg og gjarnan vildi hann hafa
meiri tíma fyrir þau. „Ferðalög
eru bæði áhugamál og einnig
tengd vinnunni og gaman að
koma á nýja staði og hitta fólk
með mismunandi lífsviðhorf.
Í fyrra leigðum við fjórar fjöl-
skyldur saman stórt hús í litlu
þorpi sem heitir Corfino lengst
uppi í fjöllum Toskana á Ítalíu.
Það var frábært frí og virkilega
skemmtilegt að upplifa þessa
kyrrð og fegurð sem þarna var.
Við höfum gaman af að fara á
skíði og stefnum að því að fara í
vetur til Ítalíu og er sett stefnan
á að fara árlega í slíka ferð. Ég
spila reglulega innanhússfótbolta
með góðum félögum tvisvar
í viku, sem er frábær líkams-
rækt, andleg og líkamleg. Ég
tók mótor hjólapróf fyrir rúmum
tveimur árum og hef síðan verið
á leiðinni að kaupa mér mót-
orhjól en ekki enn gefið mér
tíma til þess að sinna því – það
styttist í að það komi. Auk þess
höfum við hjónin mjög gaman
af öllum listtengdum viðburðum
og höfum gegnum tíðina verið
dugleg að sækja leikhús, mynd-
listasýningar, tónleika og hvers
kyns lifandi viðburði.
Útivist er einnig ofarlega á
listanum og fórum við hjónin í
frábæra fjallgönguferð til Pyre-
neafjalla (Spánar megin) í brúð-
kaupsferð okkar árið 1999 og svo
hef ég gengið upp á hæsta tind
landsins svo að eitthvað sé nefnt.
Við reynum að fara í útilegur
yfir sumartímann. Það er góð
leið til að skoða landið og njóta
þess besta sem okkar fallega land
hefur að bjóða, og þá er gítarinn
jafnan með í för og stutt í góðan
félagskap.“
TEXTI:
HILMAR KARLSSON
MYNDIR:
GEIR ÓLAFSSON
framkvæmdastjóri Iceland Travel
JÓHANN KRISTJÁNSSON
Jóhann Kristjánsson:
„Ég hef verið á leiðinni
að kaupa mér mótor-
hjól í tvö ár, en ekki
enn gefið mér tíma til
þess að sinna því – það
styttist í að það komi.“
224 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 6
Nafn: Jóhann Kristjánsson.
Fæðingarstaður: Reykjavík,
26. 5. 1965.
Foreldrar: Kristján
Aðalbjörnsson og Guðbjörg
Eggertsdóttir.
Maki: Hildur Inga Björnsdóttir.
Börn: Æsa 5 ár, Nadía 12 ára,
Arnór Tumi 14 ára og Viktoría
Leiva 18 ára.
Menntun: MBA í Int. Business
frá CBS í Danmörku.