Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 10
FRÉTTIR
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
Hlutabréfamarkaðurinn tók
því fljúgandi vel þegar bréf í
Icelandair Group Holding voru
skráð á aðallista Kauphallar
Íslands 15. desember. Á fyrsta
degi námu heildarviðskipti með
bréf félagsins 1,2 milljörðum
króna. Markaðsvirði félagsins
við lok viðskipta þann dag var
27,6 milljarðar króna.
Langflug ehf. er stærsti ein-
staki hluthafinn í Icelandair, með
32% hlut, en stærstu eigendur
Langflugs eru Eignarhaldsfélagið
Samvinnutryggingar og
einkahlutafélag í eigu Finns
Ingólfssonar fv. ráðherra og
forstjóra VÍS, sem er með fjórð-
ungshlut. Finnur er jafnframt
stjórnarformaður Icelandair
Group. Næststærsti hluthafinn
Icelandair
á markaðinn
Mættir á markaðinn. Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group Holding, Páll Harðarson, for-
stöðumaður Kauphallar Íslands, Helgi S. Guðmundsson frá Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum og
Glitnismaðurinn Jón Diðrik Jónsson.
Íbyggnir á svip. Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson, Bjarni
Ármannsson, Jón Diðrik Jónsson, Hermann Guðmundsson og
Guðjón Arngrímsson.
er Naust ehf., með 14,81% hlut, en
eigendur þess félags tengjast m.a.
Olíufélaginu og Bílanausti.
Stjórnendur og starfsmenn
Icelandair Group Holding hf. og dótt-
urfélaga eiga nú yfir 6% eignarhlut
í félaginu. „Það er félaginu mikill
styrkur að finna þann
áhuga og traust sem
birtist í sölunni á fyrirtæk-
inu og skráningu þess
á markað. Ég er fullur
tilhlökkunar að takast á
við að efla fyrirtækið og
styrkja með nýjum eig-
endum, ekki síst vegna
þess að meðal nýju eig-
endanna eru fjölmargir
samstarfsmenn sem
keyptu hlutabréf í fyrir-
tækinu,“ segir forstjórinn,
Jón Karl Ólafsson.
Bera saman bækur. Jón Karl Ólafsson,
forstjóri Icelandair Group, og Páll Harðarson.
UMSJÓN: SIGURÐUR
BOGI SÆVARSSON