Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 11
FRÉTTIR
Tryggingamiðstöðin, sem um
þessar mundir fagnar 50 ára
afmæli sínu, hélt upp á þau
tímamót með skautasvelli
á Ingólfstorgi á aðventunni.
Svellið var lagt í samvinnu
við Reykjavíkurborg og með
stuðningi Orkuveitunnar. Óskar
Magnússon, forstjóri TM, og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg-
arstjóri opnuðu svellið form-
lega. Á aðventunni var boðið
upp á kennslu í íshokkí og
krullu, listsýningar á skautum,
dansleik og margvíslegar fleiri
uppákomur.
„Allar viðameiri uppákomur
í markaðsstarfi Tryggingamið-
stöðvarinnar reynum við að
tengja miðbænum, þar sem
höfuðstöðvar fyrirtækisins
hafa verið allt frá upphafi. Hér
höfum við meðal annars verið
með viðamikla atburði á menn-
ingarnótt, en í ár beindum við
kröftum okkar að skautavellinu
þar sem leikir á ísnum nutu
mikilla vinsælda,“ segir Pétur
Pétursson, talsmaður TM.
Ís á Ingólfstorgi
Óskar á hálum ís. Forstjórinn sýndi tilþrif á skautasvellinu þar sem
hann lék krullu. FV-myndir: Geir Ólafsson
Það er kúnst að
keppa á
skautum, en æf
ingin skapar
meistarann.
Íshokkímenn í g
óðri sveiflu, í lei
k sem nýtur æ
meiri vinsælda
hér á
landi.
Svellið opnað formlega.
Borgarstjórinn naut liðsinnis
forstjóra TM og fórst þeim
verkið vel úr hendi.
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 11