Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 61
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 61
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
ÁRNI PÉTUR JÓNSSON
FORSTJÓRI VODAFONE
KATRÍN JÓHANNESDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI EINSTAKLINGSMARKAÐAR SÍMANS
Ætlar sér stóra hluti
Hápunkturinn á árinu var 100 ára afmæli
Símans, sem var fagnað með metnaðar-
fullri ráðstefnu þar sem við fengum frá-
bæra fyrirlesara, Rudy Guiliani, sem kynnti
fyrir okkur kenningar sínar um leiðtoga, og
Andrew Zolli sem skoðaði framtíðarþróun
með okkur. Daginn enduðum við síðan
með glæsilegri afmælisveislu þar sem
boðið var upp á alþjóðleg skemmtiatriði
sem komu skemmtilega á óvart. Ég tel að
staðan á næsta ári verði mjög spennandi.
Síminn ætlar sér stóra hluti að venju;
viðhalda sterkri stöðu á heimamarkaði
og sækja á nýja markaði. Það er aldrei
lognmolla í kringum Símann; alltaf eitt-
hvað spennandi að gerast í skemmtilegu
umhverfi. Þessi markaður er mjög lifandi
og kröftugir aðilar að keppa á honum. Ma-
rkaðs- og tæknileg þróun er mikil og ekki
hægist á hraðanum ég met því næsta ár
sem ár tækifæranna.
Á árinu tók ég við nýju starfi hjá
Símanum sem framkvæmdastjóri
einnar afkomueiningarinnar, þ.e.
Einstaklingsmarkaðar, og það hefur verið
skemmtileg áskorun. Einnig tókst ég á
við mikla áskorun í Adrenalínsgarðinum
með stjórnendum sviðsins, þar sem ég
hékk í hæstu hæðum í „bandþræði“ og
lét mig vaða í lausu lofti - mikið adrenalín
flæddi þá! Einnig stóð upp úr að horfa
á krílin mín tvö vaxa og dafna og verða
að skemmtilegum og þroskuðum mann-
eskjum.
Hjá okkur í Vodafone stóð upp úr að
stærsta farsímafyrirtæki heims, Vodafone
Group, skyldi velja okkur, fyrst allra
samstarfsaðila í heiminum, til að nota
vörumerki þeirra án þess að um beint
eignarhald væri á milli félaganna. Þetta
er mikil viðurkenning og mun fela í sér
ávinning fyrir viðskiptavini okkar; stuðla
að auknu vöruframboði, enn hagstæðara
verði og betra sambandi erlendis.
Næsta ár er spennandi. Fjarskipta-
markaðurinn er mjög lifandi og ég á því
von á því að árið verði fjörugt. Við höfum
verið að búa okkur undir frekari sókn,
meðal annars með auknu samstarfi við
Vodafone. Íslenskur fjarskiptamark-
aður er mjög spennandi. Ég spái því að
samkeppnin eigi eftir að aukast og að
tæknibreytingar eins og þriðja kynslóð
fjarskiptakerfa eigi eftir að setja enn
meiri hreyfingu á markaðinn en áður.
Við munum að sjálfsögðu taka þátt í
uppbyggingunni á þriðju kynslóð fjar-
skiptakerfa.
Það sem er minnisstæðast hjá
sjálfum mér á árinu er eflaust stofnun og
skráning fjarskipta- og upplýsingatækni-
félagsins Teymis hf. sem er móðurfélag
Vodafone. Teymi er afar öflugt félag sem
ætlar sér stóra hluti á íslenskum fjar-
skipta- og upplýsingatæknimarkaði á
næsta ári.
Á von á því að árið verði fjörugt
Árni Pétur Jónsson. „Það sem er minnisstæð-
ast hjá sjálfum mér á árinu er eflaust stofnun og
skráning fjarskipta- og upplýsingatæknifélagsins
Teymis hf. sem er móðurfélag Vodafone.“
Katrín Jóhannesdóttir. „Þessi markaður er mjög
lifandi og kröftugir aðilar að keppa á honum.“