Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 62

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 62
62 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 ÁRAMÓTAVIÐTÖL HF_EIMSK_FRJÁL_VERSLUN 20.12.2006 8:03 Page 1 Composite C M Y CM MY CY CMY K MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR FORSTJÓRI ICEPHARMA: Samruni sem tókst einkar vel Mér er minnisstætt að 1. janúar síðastliðinn varð samruni Austurbakka, Icepharma og Ismed undir nafni Icepharma. Við það myndast leiðandi fyrirtæki á íslenskum heilbrigðismark- aði á sviði lyfja, hjúkrunarvara og tækja auk neytendavöru og íþróttavöru. Samruninn hefur tekist einkar vel enda er valinn maður í hverju rúmi. Á næsta ári erum við með væntingar um að sú öfluga heild, sem við höfum nú á að skipa, skili enn betri árangri. Ég tel að greinin í heild hafi á undanförnum tveimur árum sýnt mikla ábyrgð með því að lækka verð til dæmis á frum- lyfjum á Íslandi umfram það sem gerist, til dæmis í Danmörku. Mér finnst við ekki alltaf njóta sannmælis fyrir þann árangur. Þetta kallar á ákveðna rekstrarhagræðingu í geiranum og til- hneigingu í þá átt að einingar verði færri og stærri. Þegar kemur að sjálfri mér þá er mér minnisstætt að upp- lifa son minn verða stúdent og að heimsækja dóttur mína sem nema við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, sérstaklega þar sem mér finnst ekki svo langt síðan ég var í hennar sporum. ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI HVERAGERÐISBÆJAR: Mörkum okkur sess sem raunhæfur og góður valkostur Ef það mætti teljast með síðasta ári þá er bruninn í flugeldasölu Hjálparsveitar skáta á gamlársdag mjög minnisstæður. Áhyggjur af því hvort einhver hefði slasast alvarlega og feginleikinn þegar fréttist að svo væri ekki. Af framkvæmdum ber hæst miklar gatna- gerðarframkvæmdir þar sem ötullega var unnið við að leggja nýjar götur og klára þær sem enn eru ekki malbikaðar. Góður árangur ungmenna bæjarins í námi, tónlist og íþróttum hefur vakið athygli og við erum stolt af unga fólkinu okkar. Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstu árum í Hveragerði. Einkaaðilar hyggja á uppbyggingu íbúðahverfa af stærðargráðu sem áður er óþekkt í sveitarfélagi á landsbyggð- inni. Sú uppbygging mun halda áfram af enn meiri krafti en áður hefur verið. Við höfum sett markið hátt og mörkum okkur sess sem raunhæfur og góður valkostur þeirra sem hyggja á búsetu á Suðvesturhorninu. Með óhjákvæmilegri tvöföldun Suðurlandsvegar verður öryggi vegfarenda um lífæð okkar Sunnlendinga tryggt og íbúar sveitarfélaganna hér fyrir austan fjall verða í enn nánari tengslum við höfuðborgarsvæðið Niðurstaða sveitarstjórnarkosninga, þar sem sjálfstæðismenn unnu hreinan meirihluta og í kjölfarið sú ákvörðun að ég tæki að mér stöðu bæjarstjóra, hlýtur að standa upp úr í mínu lífi á árinu. Sá velvilji og stuðningur, sem ég hef notið frá starfsmönnum bæj- arins, bæjarbúum og öðrum, er ekki síður eftirminnilegur og þakk- arverður. Ferðalag fjölskyldunnar austur á land lifir í minningunni og þá ekki síst heimsókn í Mjóafjörð og að Dalatanga, yndislegir staðir þar sem harðduglegt fólk býr af miklum myndarskap. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.