Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is
Láttu okkur eyða gögnunum
Það er öruggt, umhverfisvænt og þægilegt.
Við komum og sækjum.
Farðu á www.efnamottakan.is eða hringdu
í síma 520 2220 og kynntu þér málið.
Einkamál
Spillum ekki framtíðinni
Dæmi:
Trúna›arskjöl
Filmur
Tölvugögn
M
IX
A
•
fí
t
•
5
1
0
0
2
HANNES SMÁRASON
FORSTJÓRI FL GROUP
Engin lognmolla í gangi
ÓLAFUR D. TORFASON
HÓTELSTJÓRI REYKJAVIK HOTELS
Viðskipti og eftirspurn
í ferðaþjónustu mun aukast
Árið 2006 hefur verið gott ár. Ég er bjart-
sýnn maður og á að sjálfsögðu von á að
viðskipti og eftirspurn í ferðaþjónustu muni
aukast í framtíðinni. Því höfum við staðið í
miklum framkvæmdum á þessu ári við að
byggja rúmlega 200 herbergja turnbygg-
ingu við Grand Hótel Reykjavík sem kemur
til með að bæta aðstöðu okkar til muna.
Allt útlit er fyrir að næsta ár verði gott í
ferðaþjónustunni.
Stórt ráðstefnuár er framundan og til-
laga ríkisstjórnar um lækkun virðisauka-
skatts á gistingu og veitingum í 7% í mars
n.k. mun væntanlega hafa mikil áhrif á
ferðaþjónustuna í heild. Vonandi munum við
í framhaldi af því sjá betra viðhorf erlendra
ferðamanna hvað varðar það að Ísland sé
dýrt heim að sækja. Eins hefur verð á flugi
til og frá landinu verið að lækka og framboð
að aukast töluvert sem auðvitað er lyk-
ilatriði fyrir okkur sem erum að bæta við
framboð á gistingu.
Hjá mér persónulega hefur vöxtur eða
fjölgun fjölskyldunnar verið meira spenn-
andi en nokkur bankabók. Erum fimmtán á
þessu ári og verðum sextán á því næsta.
Yfirstandandi ár var tíðindaríkt hjá FL
Group. Eigið fé félagsins tvöfaldaðist
og við tókum þátt í fjöldamörgum
spennandi verkefnum. Sennilegast er
salan á Icelandair Group og kaup á
30% hlut í Glitni það sem stendur upp
úr hér heima, en svo má líka nefna
sölu á bréfum FL í Easyjet og kaup á
49% í Refresco í apríl. Refresco er ekki
þekkt nafn á Íslandi en þetta er næst-
stærsti drykkjavöruframleiðandi Evrópu
og því umtalsvert fyrirtæki. Þátttaka í
Unity hópnum í Bretlandi, sem keypti
meðal annars hluti í Marks&Spencer
og fleiri fyrirtækjum, var líka skemmti-
legt ævintýri sem ekki sér fyrir endann
á. Almennt var þetta gott ár fyrir okkur
og engin lognmolla í gangi.
Við erum bjartsýn. FL Group er með
mörg járn í eldinum og væntanlega
verður 2007 engu tíðindaminna en
þetta ár. Við höfum enga ástæðu til að
ætla annað, þær viðtökur sem FL hefur
fengið á alþjóða fjármálamörkuðum
styðja þetta viðhorf.
Framtíðarhorfur í fjármálaþjónustu
og fjárfestingastarfsemi eru góðar.
Ísland hefur góða möguleika til að
skapa sér sérstöðu á þessu sviði,
fjölmörg öflug félög hafa byggst upp
og tækifærin eru nánast endalaus.
Hvað mig sjálfan snertir er einkum
tvennt minnisstætt: Sigling sem ég
fór í um Miðjarðarhafið með börnunum
mínum og fjölskyldu og misheppnuð
tilraun til að komast á úrslitaleikinn
í Heimsmeistarakeppninni í fótbolta.
Í því ferðalagi fór allt úrskeiðis sem
úrskeiðis gat farið.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group.
Ólafur D. Torfason, hótelstjóri Reykjavík hotels.