Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 71
ÁRAMÓTAVIÐTÖL
Gutenberg • Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 545 4400 • Fax 545 4401 • www.gutenberg.is
Gutenberg
gott betur
Gutenberg er þjónustufyrirtæki í prentiðnaði. Við byggjum á
traustum grunni sem hefur þróast á undanförnum 100 árum.
Við erum sérfræðingar í stórum og smáum prentlausnum fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.
Árið 2006 var farsælt á Línuhönnun með
ágætum vexti og afar fjölbreyttum og áhuga-
verðum verkefnum. Stærsta einstaka verk-
efnið var þátttaka í eftirliti með umfangs-
mestu framkvæmd Íslandssögunnar við
Kárahnjúka. Breytingar urðu í eigendahópi
Línuhönnunar og fjölgaði eigendum úr 5 í
27, allt starfsmenn fyrirtækisins. Árið 2006
var verðlaunaár á Línuhönnun, en fyrirtækið
hlaut á árinu bæði Umhverfisverðlaun
umhverfisráðuneytisins og Íslensku gæða-
verðlaunin. Þegar upp er staðið er þó efst í
huga frábær vinna samheldinna starfsmanna
og traust viðskiptavina til fyrirtækisins.
Ástæða er til bjartsýni næstu misseri og
ár. Þó nokkrar blikur séu á lofti í efnahags-
málum er verkefnastaða góð, starfsmenn
afar hæfir og tækifæri víða.
Útlitið í verkfræði- og tæknigreininni er
að mínu mati gott, þó mögulega dragi tíma-
bundið úr umsvifum á afmörkuðum sviðum.
Greinin hefur afar þýðingarmiklu hlutverki
að gegna í okkar samfélagi. Íslenskir
tæknimenn hafa sýnt mikinn faglegan styrk
í veigamiklum og flóknum verkefnum og eru
traustsins verðir.
Hvað varðar mig sjálfan þá fórum við
hjónin til Indlands í haust á vegum samtak-
anna Brahma Kumaris, sem eru alþjóðleg
friðar- og mannúðarsamtök sem hafa í heiðri
jákvæð gildi og byggja á Raj Yoga, hug-
leiðslu og sterkri heimspeki. Þar gafst okkur
einstakt tækifæri til að njóta samvista við
áhrifamikla andlega leiðtoga og lærimeist-
ara, sitja fyrirlestra, stunda hugleiðslu og
upplifa eigin sálir. Jafnframt kynntumst við
hinu ótrúlega fjölbreytta og litskrúðuga
mannlífi á Indlandi, urðum vitni að mikilli
fátækt en skynjuðum um leið gleði og frið
jafnvel við erfiðar aðstæður.
Guðmundur Þorbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Línuhönnunar.
GUÐMUNDUR ÞORBJÖRNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍNUHÖNNUNAR:
Farsælt ár með ágætum vexti