Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 74

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 N Æ R M Y N D A F M A T T H Í A S I I M S L A N D Byrjaði snemma að vinna Matthías bar út og seldi blöð sem krakki eða tittur eins og hann orðar það sjálfur. „Fimmtán ára fór ég að vinna hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og vann þar öll sumur á meðan ég var í námi, eða tíu ár. Eftir vet- urinn í Bandaríkjunum, árið 2000, fékk ég starf sem rekstrarstjóri á þjónustudeild Sím- ans. Ég var hjá Símanum í fjögur ár og það var afskaplega skemmtileg og góð reynsla enda starfaði ég með góðu fólki með mikla reynslu,“ segir Matthías. Árið 2004 ákveða Matthías og Kristín að breyta til og flytja norður á Blönduós þar sem hún fer að kenna en hann fær starf sem sviðsstjóri fræðslu-, félags- og menn- STEFÁN ÞÓR BJÖRNSSON SAGNFRÆÐINGUR: Góð eftirherma Stefán Þór Björnsson, sagn- fræðingur og skjalastjórnandi hjá Rarik, kynntist Matthíasi í Háskóla Íslands. „Við erum báðir félagssinnaðir, þekktum margt fólk í skólanum, tókum virkan þátt í félagslífinu og kynntumst á einhverri sam- komu og höfum verið góðir vinir síðan. Matthíasi er heilmikill fýr í eðli sínu og leggur mikið upp úr mannlegum samskiptum. Hann þekkir marga, á auðvelt með að umgangast ólíkt fólk og er með vítt og mikið tengsl- anet. Matthías er fljótur að reikna út stöðuna og spá fyrir um hvernig fólk bregst við ákveðnum aðstæðum og gerðir þess í framhaldi af því. Hann er snillingur í að tala fólk til og sannfæra það og ég hef séð hann telja fólki hughvarf við ótrúlegustu aðstæður. Matthías hefur ríka ábyrgðartilfinningu og allt sem hann tekur að sér gerir hann vel og fylgir eftir til loka. Þegar hann dettur ofan í eitthvað er hann nákvæmur og leitar upplýsinga víða, les allt sem hann finnur um málið og hringir vítt og breitt til að leita sér fanga. Matthías á það til að vera stríðinn og hefur gaman af að gera vinum sínum grikk. Hann á auðvelt með að breyta um raddtegund og er því góð eftir- herma og beitir þeim hæfileika óspart til að stríða vinum og kunningjum í gegnum símann. Stundum hefur hann þóst vera blaðamaður eða einhver frá yfirvöldum og þannig tekist að koma viðkomandi í erfiða stöðu. Einu sinni var ég að vinna að viðkvæmu máli sem Matthías vissi mikið um þegar hann hringir í mig og kynnir sig sem blaðamann og fer að spyrja mig mjög áleitinna spurninga um málið. Hann virkaði mjög harður og einbeittur og mér stóð satt best að segja engan veginn á sama hvað blaðamað- urinn vissi mikið um málið enda er ég óvanur að svara svona spurningum og vildi hvorki vera ókurteis né tala af mér. Mér leið fremur illa á meðan á samtalinu stóð og var orðinn sveittur þegar því lauk. Bæði vissi hann of mikið og spurði svo beitt.“ RÓBERT STYRMIR HELGASON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR: Snemma metn- aðarfullur Róbert Styrmir Helgason við- skiptafræðingur kynntist Matthíasi í menntaskóla og hafa þeir verið vinir síðan. „Ég varð þess áskynja strax í mennta- skóla að Matthías er metn- aðarfullur og ætlaði sér að ná langt í lífinu. Margir héldu að hann ætlaði út í stjórnmál og að hann færi í framboð. Hann var SA G T U M M A TT H ÍA S IM SL A N D : • Skeljungur • Astreaus • Multiq • Teymi • Zetadisplay • Ticket • Iceland Express • Grjóta • Hekla Travel • Norðurljós • Melkot • Orkan • INNN • 365 (varamaður) • Norðurljós • Pönnupizzur • Plastprent (varamaður) • SPV/SPH • Háskóli Íslands MATTHÍAS SITUR Í STJÓRNUM EFTIRTALINNA FYRIRTÆKJA OG STOFNANA:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.