Frjáls verslun - 01.11.2006, Blaðsíða 84
84 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
100 BESTU VÖRUR ÁRSINS 2006
29. SÆTI: Canon
fjölnotatækið
er með mjög
þægilegum LCD-
litaskjá.
29. CANON PIXMA MP950
Fjölnotatæki (u.þ.b. 40.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). Meðal helstu
kosta MP950 fjölnotatækisins er frábær 3,6 tommu litaskjár og
prentupplausn upp á 3200 x 6400 díla á tommu, sem setur hann á
stall með bestu fjölnotatækjum hvað varðar ljósmyndaprentun.
30. YAHOO MAIL (BETA)
Vefpóstur (ókeypis; advision.webevents.yahoo.com/mailbeta).
Þessi prufuútgáfa frá Yahoo er flottasti vefpóstur sem við höfum
séð. Hönnunin er byggð á Ajax-forritun og hermir á þægilegan en
hreinlegan hátt eftir Outlook Express.
31. TIVo
Stafrænt sjónvarpsupptökutæki (fæst ekki á Íslandi). Tivo-tæknin
hefur slegið í gegn vestanhafs, en enn bólar ekkert á viðlíka þjón-
ustu hér á landi.
32. AVVENU
Fjaraðgangur að skrám (ókeypis; www.avvenu.com). Notið þetta
tól til að setja borðtölvuna upp sem einfaldan skráamiðlara sem
vinir og fjölskylda geta nálgast í gegnum Internetið. Avvenu er frá-
bært til að deila stafrænum myndum með öðrum án þess að þurfa
að senda þær með tölvupósti.
33. BLOGGER
Bloggþjónusta (ókeypis; www.blogger.com). Þetta er ekki þróa-
ðasta bloggtólið sem til er, en það er ókeypis og einfalt í notkun.
Það virkar með Hello-þjónustu Google sem geymir og birtir
myndir ókeypis og hægt er að senda myndir beint úr gemsanum
inn á bloggið.
34. SONY CYBER-SHOT DSC-R1
Stafræn myndavél (99.950 kr.; www.sonycenter.is). Þessi 10.3
megapixla myndavél flokkast ekki sem SLR (Single-Lens Reflex), en
margir notendur segja að hún sé eins nálægt því og þeir þurfa. Og
ólíkt flestum stafrænum SLR-vélum er DSC-RI með LCD-skjá sem
sýnir það sem verið er að taka mynd af.
35. APPLE MAC MINI
Ódýr borðtölva (59.990 til 89.990 kr.; www.apple.is). Þessi ódýra,
tvíkjarna Apple-vél er með Intel-hjarta og Makkasál. Hún keyrir á
Mac OS, en getur einnig keyrt Windows XP með Boot Camp.
36. APPLE iPOD
Stafrænn tónlistar- og vídeóspilari (39.990 til 55.990 kr). Vídeó-
iPodinn er eina tækið með 2,5 tommu skjá sem við gætum hugsað
okkur að nota til að horfa á Desperate Housewives. Sem þýðir þó
ekki að við horfum nokkurn tímann á Desperate Housewives…
37. LENOVO THINKPAD X60S
Ofurlétt fartölva (209.900 kr.; www.nyherji.is). Þó að þessi frábæra
1,5 kílóa fartölva sé ekki með innbyggðu geisladrifi er hún með
besta lyklaborð sem finnst á fartölvum í þessum þyngdarflokki. Nýj-
asti Core Duo örgjörvinn sér að auki til þess að aflið sé nægilegt.
VERSTA FYRIRTÆKI ÁRSINS
Við höfum það á tilfinningunni að Sony treysti ekki fólki. Mörg af
mistökum fyrirtækisins síðustu misserin hafa með höfundarrétt-
arvarnir að gera. Fyrst var klúðrið með tónlistardiskana sem settu
upp vírusbúnað á tölvum til að fela stafræna höfundarréttarvörn og
opnuðu um leið tölvurnar fyrir vírusum. Síðan komu tafir á mark-
aðssetningu Blu-ray spilaranna vegna vandræða með þróun á
höfundarréttarvörnum og vegna þess þurfti Sony að fresta útgáfu
PlayStation 3 leikjatölvunnar. Og allt þetta gerir fyrirtæki sem kom
afritun svo að segja af stað á sínum tíma með Betamax-tækninni.
44. SÆTI: Olympus
Evolt E-330 SLR-
myndavélin er með
spennandi eig-
inleikum.
30. SÆTI:
Beta-
útgáfan af
nýjum vef-
pósti Yahoo
lofar góðu.