Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 86

Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 100 BESTU VÖRUR ÁRSINS 2006 38. SIDESTEP.COM Ferðavefur (ókeypis). Það getur tekið á taugarnar að leita að bestu tilboðunum þegar leggja á upp í ferðalög. En SideStep.com safnar upplýsingum um fargjöld frá fjölmörgum flugfélögum, maður einfaldlega merkir í kassa til að sía leitarniðurstöðurnar. Að auki má nýta vefinn til að panta bílaleigubíla og hótel. 39. WINDOWS LIVE LOCAL Kortaþjónusta (ókeypis; maps.live.com). Með því að bjóða upp á flott kort með ítarlegum myndum af sumum stöðum virkar þessi þjónusta Microsoft eins og samkrull af Google Earth og Yahoo Maps (sem er gott). 40. CREATIVE SOUND BLASTER X-FI Hljóðkort (frá 15.000 – 40.000 kr.; fæst í ýmsum tölvubúðum). Creative verðskuldar hrós fyrir að bjóða hágæða hljóðvinnslu á borð við margrása DVD-hljóðspilun í PC-tölvum. X-Fi er með 7.1 rása útgangi og sérhæft vinnsluminni til að geyma hljóðskrár, sem bætir tölvuleikjavinnsluna þegar mikið er að gerast í einu. 41. ALIENWARE AURORA 7500 Öflug borðtölva (frá 180.000 krónum og upp úr; fæst ekki á Íslandi). Það er hægt að sérsníða þessa tölvu með ýmsum íhlutum og öflugasta samsetningin fær alla leikjaáhugamenn til að missa stjórn á munnvatninu. Við lýsum eftir umboðsaðila á Íslandi… 42. NEC MULTISYNC LCD 2180WG-LED Flatskjár (u.þ.b. 700.000 kr.; fæst ekki á Íslandi). Hér er kominn fyrsti tölvuskjárinn sem notar LED-baklýsingu til að auka skýrleika myndarinnar og andstæður (contrast). Afraksturinn er ótrúlegur og það er ljóst að LED-tæknin er komin til að vera í tölvuskjáunum. Verðið er þó ekki fyrir meðaljóninn enn sem komið er. 43. APPLE ITUNES Hugbúnaður fyrir tónlistarspilun (ókeypis; www.apple.com/ itunes). Einstaklega vel heppnaður hugbúnaður í alla staði, jafnvel þótt maður eigi ekki iPod. Bæði til í Makka og PC-útgáfum. 44. OLYMPUS EVOLT E-330 Stafræn SLR myndavél (94.900 kr., www.ormsson.is). E-330 myndavélin er með skjá sem sýnir lifandi mynd af viðfangsefninu – fyrsta SLR-myndavélin með slíkum eiginleika. Að auki er hún með gott tól til að fjarlægja ryk (sem er algengt vandamál SLR-véla). 45. ULTIMATE EARS SUPER.FI 5 PRO Heyrnartól (u.þ.b. 25.000 krónur, fæst ekki á Íslandi). Hér fást svipuð hljómgæði og með hinum háþróuðu Shure E5C, en verðið er mun lægra. Hönnunin er einnig góð hvað varðar hljóðeinangrun. 46. CREATIVE ZEN VISION:M Stafrænn tónlistar- og vídeóspilari (35.900 kr., www.start. is). Frábær myndgæði, góð notendaskil og langur líftími rafhlaða gera þetta að verðugum keppinauti iPodsins fyrir þá sem vilja vera öðruvísi en allir hinir. 47. GOOGLE DESKTOP Skjáborðsleitartól (ókeypis, desktop.google.com). Hvar settirðu aftur þessa skrá? Leitin tæki sennilega 10 mínútur með innbyggðu leitartóli Windows – en 10 sekúndur með Google Desktop. 48. OPERA 9 Netvafri (ókeypis; www.opera.com). Opera-vafrinn á skilda mun meiri athygli en hann jafnan fær. Opera 9 er troðfullur af alls konar frábærum eiginleikum á borð við auglýsinga- og grafíkbana. 49. MITSUBISHI XD460U Skjávarpi (u.þ.b. 210.000 krónur; fæst ekki á Íslandi). XD460U fékk háa einkunn fyrir myndgæði í prófunum PC World og hentar vel bæði fyrir fundarherbergið og setustofuna. 50. STUMBLEUPON Vafraviðbót (ókeypis; www.stumbleupon.com). Notandinn skil- greinir áhugasvið sín og síðan getur hann smellt á hnapp í Firefox sem sendir hann handahófskennt á vefsíðu sem fellur að þessum áhugasviðum. 19. SÆTI: Guitarhero kallar fram gamla luftgít- arinn á örskots- stundu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.