Frjáls verslun - 01.11.2006, Side 114
Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fast-
eignasala og löggiltur fasteignasali hjá Mið-
borg, segir að frá því stóru fasteignafélögin
urðu til sé það nánast orðin meginregla að
fasteignafélög eigi og leigi út skrifstofuhús-
næði til fyrirtækja í besta húsnæðinu sem sé í
boði – ólíkt því sem áður var þegar fyrirtæki
áttu eigið húsnæði.
Framboð á skrifstofu- og verslunarhús-
næði var mikið upp úr 1990 en síðan jafnast
framboðið út aftur. Björn segir að nú séum
við líklega að komast aftur á sama stig og
fyrirsjáanleg sé aukning, sérstaklega á metn-
aðarfyllra og betra húsnæði en í boði hefur
verið um nokkra hríð.
„Jú, ástæðan er sú, að gerð er meiri krafa
um betra húsnæði en áður. Mjög fá einka-
fyrirtæki myndu t.d. sætta sig við húsnæði á
borð við það sem sumar opinberar stofnanir
verða að láta sér nægja en margar opinberar
byggingar hafa einfaldlega ekki staðist tím-
ans tönn. Menn vilja líka vera í betra hús-
næði en áður vegna ímyndarinnar.“
Mikið er lagt upp úr að fyrirtæki séu
í góðu húsnæði á góðum stað, í fallegu
umhverfið og að svolítið rúmt sé um húsin,
allt hefur þetta áhrif á ímyndina. Björn
Þorri bendir á að ÍAV séu að reisa milli 9 og
10 þúsund fermetra byggingu við Glæsibæ,
hafin sé bygging stóra turnsins í Kópavogi og
kynnt hafi verið fyrirhuguð þjónustubyggð á
Gustssvæðinu.
Í nánd við IKEA í Garðabæ er unnið að
uppbyggingu mjög metnaðarfulls hverfis í
Urriðaholti þar sem bæði verða íbúða- og
skrifstofubyggingar. Urriðaholt hefur margt
til brunns að bera, m.a. að það er mjög
miðsvæðis. „Þar er verið að skipuleggja við-
skiptastræti, þar sem gert verður ráð fyrir
góðri rýmd milli húsa.“
S K R I F S T O F U - O G V E R S L U N A R H Ú S
KRAFA UM BETRA
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI EN ÁÐUR
Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags
fasteignasala og löggiltur fasteignasali hjá
Miðborg: „Það er skortur á góðum eignum í
besta flokki.“
Húsið að Smiðjuvegi 76 í Kópavogi er 3500 m². Það
var byggt árið 2005 og hýsir Tengi. Keflavíkurverktakar
reistu húsið.
Samskip hefur komið sér fyrir í feikimiklu húsnæði
við Kjalarvog. Ístak annaðist framkvæmdir. Húsið
er um 24.000 m² og var byggt á árunum 2003-2004.
114 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6