Frjáls verslun - 01.11.2006, Page 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6
S K R I F S T O F U - O G V E R S L U N A R H Ú S
Glæsilegt skrifstofu- og þjónustuhúsnæði er að rísa að Borgartúni 26.
Íslenskir aðalverktakar annast framkvæmdir, en Þyrping hf. er verkkaupi.
Húsið verður um 12.000 m² að stærð og skiptist í tvo misháa hluta, fimm
hæðir austan megin og 8 hæðir vestan megin. Framkvæmdir hófust
haustið 2005 og þeim á að ljúka vorið 2007. Á jarðhæðinni er gert ráð
fyrir verslun og þjónustu, en skrifstofu og-þjónustustarfsemi á öðrum
hæðum hússins. Bílastæði undir húsinu og utan þess verða 345.
Smáralind þekkja allir. Ístak byggði þessa miklu verslana-
miðstöð árin 2000-2001. Hún er 61.500 m² og þar af er
bílageymsla um 9000 m². Í Smáralind er fjöldi verslana og
veitingastaða og kvikmyndahús.
IKEA flutti sig um set í haust og er nú í Kauptúni 4 í Garðabæ.
Húsið var byggt árin 2005-2006 og er 20.266 m². Ístak annaðist
verkið. Þetta mun vera stærsta verslunarhúsnæði á landinu þar
sem aðeins er ein verslun.
Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Marels stendur við Austurhraun 9 í
Garðabæ. Það var byggt á árunum 2002-2006. Húsið er 18.628 m² og
þarna er að finna bæði framleiðsluiðnað og skrifstofur Marels.
Eykt ehf. byggði 6,000 m² húsnæði við Lyngháls 4 sem tekið var í
notkun árið 2002. Húsið er í útleigu í dag sem verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði, auk þess sem Eykt er þar með höfuðstöðvar sínar.
Í Borgartúni 21 eru til húsa opinberar skrifstofur og stofnanir, t.d.
ríkissáttasemjari, Fasteignamatið, Íbúðalánasjóður, Lánasýslan og
Kjararannsóknanefnd. Eykt byggði húsnæðið sem er um 8.000 m²
auk bílageymslu. Framkvæmdir hófust í janúar 1999 og endanleg
verklok við frágang bílageymslu voru í árslok 2000.