Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 122

Frjáls verslun - 01.11.2006, Síða 122
122 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 6 E in af jólakvikmyndum vestan hafs er Góði hirðirinn (The Good Shepherd), sem Robert De Niro leikstýrir. Er hún önnur kvikmyndin sem hann leikstýrir, sú fyrsta var The Bronx Tale frá árinu 1993. De Niro leikur í myndinni, en lætur Matt Damon í stærsta hlutverkið. Það er enginn skortur á þekktum og góðum leikurum í önnur hlutverk, en meðal leikara eru Angelina Jolie, William Hurt, John Turt- urro, Alec Baldwin, Billy Crudrup, Michael Gambon og Joe Pesci, sem hefur ekki leikið í kvikmynd síðan hann lék í Lethal Weapon 4 (1998). Pesci er eini leikarinn sem einnig lék í The Bronx Tale. Góði hirðirinn er um starfsemi CIA frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fram á sjö- unda áratuginn og hefur Robert De Niro verið að vinna að þessu verkefni með hléum síðast- liðin níu ár. Aðalpersónan, Edward Wilson, hefur verið alinn upp frá blautu barnsbeini við að heiðra föðurlandið, ekki síður en móður og föður. Þegar hann er nemi við Yale skráir hann sig í félagið Skull & Bones sem ungar út mönnum sem ætla sér stóra hluti í framtíð lands- ins. Það kemur fljótt í ljós að hæfileikar Wilsons liggja í nákvæmn- isvinnu og þar sem hann er góður í að varðveita leyndarmál fær hann starf hjá OSS, sem var fyrirrennari CIA. Þaðan fer Wilson yfir í CIA og verður fljótt einn af aðalmönnunum. Tryggð hans við CIA gerir það að verkum að hann á erfitt með að sjá muninn á röngu og réttu í kalda stríðinu og fer svo að hann treystir engum og að lokum fórnar hann öllu fyrir starfið, meðal annars fjölskyldu sinni. Annir hjá leikstjóranum töfðu Flestir atburðir, sem sagt er frá í Góða hirðinum, hafa gerst, en sjálfur Edward Wilson hefur aldrei verið til. Hann er samt ekki alveg laus við að eiga tilkall til raunveruleikans því að hand- ritshöfundurinn, Eric Roth, byggir persónu hans lauslega á þekktum njósnara, James Angleton, sem var yfirmaður hjá Leyniþjón- ustunni í nokkra áratugi. Gerð myndarinnar hefur tafist vegna anna leikstjórans, sem hefur leikið í mörgum kvikmyndum á þeim tíma sem hann hefur verið með Góða hirðinn í undirbúningi. De Niro segir að eftir atburðina 11. september 2001 hafi hann næstum verið búinn að leggja myndina frá sér, en samtöl við Martin Scorsese hafi gert það að verkum að hann hélt áfram. Segja má að með því að hjálpa De Niro hafi Scorsese ekki hjálpað sjálfum sér, þar sem De Niro var hans fyrsti kostur í hlutverk Frank Costellos í The Departed, en þá var De Niro kominn of langt með Góða hirðinn til að hann gæti tekið því TEXTI: HILMAR KARLSSON KVIKMYNDIR Robert De Niro leikstýrir í annað sinn og segir okkur sögu CIA frá lokum seinni heimsstyrj- aldar fram að hinni misheppnuðu innrás í Svínaflóa, séða með augum manns sem aldrei var til. GÓÐI HIRÐIRINN Robert De Niro við tökur á Góða hirðinum. Angelina Jolie og Matt Damon í hlutverkum hjónanna Clover og Edward Wilson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.