Ægir - 01.09.2001, Page 11
11
H A F N A F R A M K V Æ M D I R
þýðir að mikið efni þurfti til þess
að byggja undir bryggjuna. Um
120 þúsund rúmmetrum var dælt
upp nálægt höfninni til þess að
nota í hafnarstæðið og sömuleiðis
þarf um 50 þúsund rúmmetra af
sprengdu kjarnaefni til að gera
grjótvörn. Að undanförnu hefur
verið unnið að því að reka niður
stálþilið við bryggjuna og þar
með má segja að verkið verði
langt komið. Hins vegar á þá eft-
ir að steypa þekju. Þá þarf að
stækka aðstöðu fyrir smábáta og
ganga frá ýmsum öryggisatriðum,
m.a. stigum og lýsingu. Þessar
hafnarframkvæmdir í Grundar-
firði gjörbreyta aðstöðu sjófar-
enda og þar með byggðarlagsins
til hins betra. Mikil þörf var á
lengri viðlegu fyrir skip og meira
athafnarými og þessar fram-
kvæmdir mæta þeirri þörf.
Húsavík
Hafnarframkvæmdir á Húsavík
eru þær stærstu og viðamestu á
landinu á þessu og næsta ári og er
gert ráð fyrir að þær kosti um
hálfan milljarð króna. Um er að
ræða gerð 300 metra brimvarna-
garðs við Böku en í hann er áætl-
að að fari um 275 þúsund
rúmmetrar af grjóti. Ástæða fyrir
þessari viðamiklu framkvæmd er
einfaldlega sú mikla ókyrrð sem
er inni í höfninni, bæði við norð-
ur- og suðurgarð. Það er einungis
í smábátahöfninni á Húsavík sem
kyrrð uppfyllir þá staðla sem Sigl-
ingastofnun vinnur samkvæmt.
Frá náttúrunnar hendi er Húsa-
víkurhöfn erfið. Hún er mjög
opin fyrir haföldunni og á botnin-
um er móhella sem gerir það að
verkum að mikill kostnaður er við
dýpkun hafnarinnar.
Vegna mikillar öldu er ljóst að
það þarf að byggja brimvarna-
garðinn upp með stórgrýti og
slíkt efni liggur ekki á lausu á
Húsavík, heldur þarf að nálgast
það á Máná á Tjörnesi. Nú þegar
er búið að flytja töluvert magn af
grjóti landleiðina, en ljóst er að
næsta sumar verða viðamiklir
grjótflutningar frá Máná til Húsa-
víkur.
Ístak var falið að vinna þetta
verk að undangengnu útboði og
hafa þeir Ístaksmenn verið að
vinna að undanförnu í grjót-
námunni á Máná. Mestur kraftur í
framkvæmdunum verður hins
vegar næsta sumar, enda er gert
ráð fyrir að verkinu ljúki haustið
2002.
Neskaupstaður
Athafnalíf í kringum höfnina í
Neskaupstað hefur vaxið ár frá ári
í samræmi við aukin umsvif Síld-
arvinnslunnar hf. í veiðum og
vinnslu á uppsjávarfiski. Þar var
mestu magni landað á sl. ári yfir
landið eða um 165 þúsund tonn-
um. Höfnin í Neskaupstað er afar
þröng og því er mikil þörf á að
rýmka til. Til þess að það verði
unnt þarf þrennskonar aðgerðir. Í
fyrsta lagi er ætlunin að lengja
svokallaða Togarabryggju og reka
niður 70 metra langt stálþil. Í
öðru lagi þarf að færa hafnargarð
út og ráðast í dýpkunarfram-
kvæmdir og í þriðja lagi þarf að
byggja skjólgarð norðan hafnar-
innar. Heildarkostnaður við þess-
ar framkvæmdir er áætlaður á
þriðja hundrað milljónir króna. Í
ár hefur verið unnið við dýpkun
en kraftur verður settur í fram-
kvæmdir á næsta ári. Þá er stefnt
að því að ljúka dýpkun innan
hafnar og ljúka framkvæmdum
við Togarabryggjuna. Skjólgarð-
urinn utan hafnar verður hins
vegar byggður í áföngum m.a.
vegna ákveðinna sigvandamála á
þessu svæði.
Vestmannaeyjar
Stóra verkefnið í Vestmannaeyja-
höfn er endurnýjun á stálþilum,
en stálþil endast þar skemur en
annars staðar á landinu vegna þess
að tæring er þar meiri en annars
staðar. Skýringin á þessu er ekki
að fullu ljós, ef til vill er það
vegna gosefna. En þessi aukna
tæring gerir það að verkum að
stálþilin á hafnarsvæðinu þarf að
endurnýja tíðar en gengur og ger-
ist um aðrar hafnar landsins.
Á þessu ári hefur verið unnið að
því að reka niður nýtt stálþil utan
á gamla stálþilið við Naustham-
arsbryggju og nú er verið að und-
irbúa að endurnýja stálþil við suð-
urkant Friðarhafnarinnar á næsta
ári og síðar er gert ráð fyrir að
halda áfram við að reka niður ný
stálþil við norður-, austur og vest-
urkant Friðarhafnarinnar. Í Vest-
mannaeyjahöfn eru stálþil samtals
tæpir 2 kílómetrar að lengd og af
því má sjá að höfnin krefst mikils
og stöðugs viðhalds.
Grindavík
Á undanförnum árum hefur verið
lögð mikil áhersla á dýpkun hafn-
arinnar og innsiglingarennunnar,
en nú er komið að því að byggja
tvo skjólgarða bæði vestan og
austan innsiglingarinnar. Gert er
ráð fyrir að í garðinn vestan inn-
siglingarinnar, sem byrjað var á
nú í haust, fari um 80 þúsund
rúmmetrar af efni en um 100 þús-
und rúmmetrar í austari garðinn,
en í gerð hans verður ráðist á
næsta ári. Við það er miðað að
þessum framkvæmdum verði lok-
ið haustið 2002. Kostnaður við
dýpkun hafnarinnar og innsigl-
ingarinnar á árunum 1996 til
1999 og bygging brimvarnagarða
á árunum 2001 og 2002 er um
einn milljarður króna. Eftir þessar
framkvæmdir verður hægt að taka
inn stærri og djúpristari skip og
innsiglingin verður mun öruggari
og viðlega skipa innan hafnar
einnig.
Séð yfir Vestmannaeyjahöfn. Þar er markvisst verið að
vinna að endurbótum hafnarmannvirkja.
Það verður mikið um
að vera á hafnarsvæð-
inu á Húsavík á næsta
ári, en þá verður
ráðist í að gera sjálf-
an brimvarnagarðinn.
Birti með leyfi
Siglingastofnunar.
Mynd: Óskar Þór Halldórsson.