Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 34

Ægir - 01.09.2001, Blaðsíða 34
34 N E T A G E R Ð Mikill vöxtur hefur orðið í starf- semi Netagerðarinnar undanfarin misseri og eru eigendurnir stað- ráðnir í að styrkja stöðuna enn frekar. Netagerð Friðriks Vilhjálms- sonar hf. var stofnuð árið 1958 af Friðriki Vilhjálmssyni netagerðar- meistara og er því fyrir löngu orð- ið rótgróið fyrirtæki í veiðarfæra- framleiðslu og -þjónustu. Núver- andi húsnæði fyrirtækisins var byggt árið 1965 og lýsti það mik- illi framsýni því húsið var mjög stórt á þeim tíma og er enn í dag. Árið 1995 keyptu Jón Einar Marteinsson netagerðarmeistari og Síldarvinnslan hf í Neskaup- stað fyrirtækið, en Jón Einar var þá nýkominn heim frá Noregi þar sem hann hafði lært sjávarútvegs- fræði við Sjávarútvegsháskólann í Tromsö og starfað við veiðarfæra- rannsóknir og netagerð. Eitt fyrsta verk nýrra eigenda var að óska eftir byggingu viðlegukants við hús Netagerðarinnar, sem tek- inn var í notkun árið 1997 og til að nýta þá aðstöðu enn betur var reist viðbygging við húsið sem stækkaði vinnslurýmið til muna og bætti þjónustuna. „Þetta gerbreytti aðstöðu okkar til að taka á móti veiðarfærum til viðgerða. Skipin leggjast að hér undir húsveggnum og við spólum nótinni eða trollinu beint inn í hús á öllum tímum sólarhrings. Samhliða þessu fjárfestum við í þremur nýjum blökkum í vinnslusalinn og síðastliðið sumar bættum við þremur nýjum við og höfum þar með endurnýjað allar blakkir í húsinu. Það er sérstak- lega ánægjulegt að nýjustu blakk- irnar voru smíðaðar hér í Nes- Einu af stærstu netagerðarfyrirtækjum landsins er stýrt frá Neskaupstað: Verðum að geta þjónað öllum tegundum veiðarfæra - segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. Hjá Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar er lagður mikill metnaður í að veita alla þá þjónustu sem við kemur veiðarfærum. Fyrirtækið er starfrækt á tveimur stöðum á landinu, höfuð- stöðvarnar eru í Neskaupstað og á Akureyri er rekið netaverkstæði eftir sameiningu við Nóta- stöðina Odda. Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar hf. Jón Einar er hér í nótageymslunni í Neskaupstað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.