Ægir

Volume

Ægir - 01.09.2001, Page 37

Ægir - 01.09.2001, Page 37
Japanir borða fisk af því að hann er bragð- góður og næringarrík- ur. Grillaður fiskur er orðinn uppáhalds- matur Japana, enn vinsælli en sushi. Fiskaren segir frá markaðs- könnun sem gerð var á Netinu um fiskneyslu Japana. Niðurstað- an varð sú að fiskneysla á mann er þrisvar sinnum meiri í Japan en Noregi eða alls um 70 kíló. Bragðgóður og næringarríkur Aðalástæða vinsælda fisksins í Japan er hversu bragðgóður hann þykir og næringarríkur en margir af þátttakendum í könnuninni telja hann of dýran. Fram kom að stór hluti Japana treystir sér ekki til að hreinsa fisk. Meira en 16 þúsund Japana tóku þátt í könnuninni og um 60% þeirra segjast kaupa fisk í stórmörkuðum. Helmingur þeirra sem svöruðu segjast borða fisk einu sinni til tvisvar í viku en 41% sagðist borða fisk þrisvar til fjórum sinn- um í viku þannig að samkvæmt könnuninni er fiskur einu sinni til fjórum sinnum á borðum yfir 90% þeirra sem tóku þátt í könn- uninni. Það vekur athygli að fisk- ur er mjög vinsæll matur meðal ungs fólks. Fiskur mikilvægastur Meira en helmingur svarenda sagðist borða fisk sem aðalrétt heima en sem aukarétt á veitinga- húsum. Japanskir neytendur vilja helst versla á fiskmörkuðum, sem einnig selja smærri búðum og veitingahúsum fisk. Þar fannst þátttakendum í könnuninni vanta meiri þekkingu og upplýsingar um fisk. Margir töldu fiskmark- aðina vera „staði þar sem óþjóða- lýður safnast saman.“ Í japönskum könnunum eru margs konar spurningar og hér kemur algengt svar við einni þeirra: - Konur sem hreinsa fisk eru flottar en þær sem ekki þora að hreinsa fisk taka sig illa út.“ Aðeins 0,7% sögðust kaupa fisk í sérstökum fiskbúðum sam- kvæmt könnun sem sagt er frá í Japan-Nytt, sem útflutnings- nefnd fiskafurða í Noregi gefur út. Japanir fara oft út að borða og helmingur þeirra segist velja fisk sem aðalrétt. Um 90% þeirra sem borða á veitingahúsum segjast fá sér fisk annaðhvort sem aðal- eða aukarétt. 37 E R L E N T JJ L is to 2 00 0 Fiskur vinsælli en sushi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.