Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2003, Side 8

Ægir - 01.11.2003, Side 8
8 S Ö F N Saltfisksetur Íslands í Grinda- vík hefur slegið í gegn. Það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Setrið var opnað viku af sept- ember í fyrra og síðan hefur aðsóknin verið prýðileg. Áætl- anir gerðu ráð fyrir um 15-16 þúsund gestum á ári og flest bendir til þess að þær áætlanir gangi eftir strax á þessu fyrsta ári. Í sumar voru gestir á bil- inu 6-8 þúsund, bæði Íslend- ingar og erlendir ferðamenn. Fjölgað ferðamönnum í Grindavík Kjartan Kristjánsson, forstöðu- maður Saltfiskseturs Íslands, sem jafnframt er ferða- og markaðs- fulltrúi í Grindavík, segist ekki annað hægt en að vera ánægður með þetta fyrsta ár og þær vænt- ingar sem Grindvíkingar hafi gert til setursins hafi gengið eftir. „Ég held að sé óhætt að segja að ferðamönnum hérna í bænum hafi fjölgað verulega í sumar mið- að við fyrra ár og þeir hafa skilað sér til þjónustuaðila, t.d. á veit- ingastaði og í verslanir. Saltfisk- setrið hefur því mikið að segja fyrir bæjarfélagið, það er nú þegar komið vel í ljós,” segir Kjartan, en auk setursins er undir sama þaki rekin upplýsingamiðstöð bæjarfélagsins fyrir ferðafólk og þá eru „rúllandi” sýningar á efri hæð hússins. Skipt er um sýningu á u.þ.b. tveggja mánaða fresti. Á haustdögum var t.d. boðið upp á sýningu á verkum Daða Guð- björnssonar, myndlistamanns. Fyrir augað Það þótti vissulega stórhuga verkefni þegar Grindvíkingar ákváðu að koma á fót safni um saltfiskverkun á Íslandi. Saltfisk- urinn á sterkar rætur í Grindavík, þar hefur í gegnum tíðina verið öflug saltfiskverkun og svo er enn. Það fór því vel á því að setja slíkt safn niður í Grindavík. Salt- fisksýningin var hönnuð af Birni G. Björnssyni og þykir vel heppnuð. Saga saltfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmið- uðum texta og fáum en lýsandi Saltfiskbær Íslands Frá liðinni tíð. Saltfiskur hengdur upp til þerris. Aðsókn að Saltfisksetrinu hefur verið mjög góð á fyrsta starfsári þess. Í sumar komu á bilinu 6-8 gestir í setrið. Saltfiskurinn á sterkar rætur í Grindavík, þar hefur í gegnum tíðina verið öflug saltfiskverkun og svo er enn. Myndir: Saltfisksetur Íslands.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.