Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2003, Síða 21

Ægir - 01.11.2003, Síða 21
21 H Á K A R L S V E R K U N Alkunna er að hákarl er mjög dýr vara, enda tekur verkunin langan tíma, sem fyrr segir. „Það er hellings vinna í kringum þetta og vegna þess hversu langur verk- unartíminn er þarf maður að taka afurðalán á háum vöxtum. Kostn- aðurinn er því umtalsverður,” segir Guðmundur Páll, sem auk þess að verka hákarl vinnur hluta úr ári á vélaverkstæði. „Ég keypti hákarlaverkunina nýverið af pabba og stefni að því að vera í henni í fullu starfi eftir tvö ár,” segir Guðmundur Páll. Útflutningur á íslenskum hákarli? Spurningin er sú hvort hákarlinn lifir áfram með þjóðinni. Guð- mundur Páll er sannfærður um það að pizzakynslóðin svokallaða borði hákarl í framtíðinni og hann telur miklar líkur á því að unnt væri að flytja íslenskan há- karl út. „Ég er viss um að það er hægt að selja Japönum hákarl, enda eru þeir vitlausir í hann. Það kom japönsk kona til okkar í há- karlaverkunina fyrir tveimur árum og var svo heilluð að hún keypti átján kíló af hákarli og tók með sér til Japans.” Mikið um undirboð á harðfiskmarkaði Auk hákarlsins hefur Guðmundur Páll verkað harðfisk úr ýsu og steinbít. Hann segir þann markað hins vegar ekki mjög spennandi nú um stundir, enda mikið um undirboð. Verð á ýsunni hefur lækkað mikið á mörkuðum og á síðustu vikum segir Guðmundur Páll að afurðaverðið hafi verið að lækka til neytenda. „Ég hef ekki verið að verka harðfisk upp á síðkastið. Það er það mikið verð- fall á markaðnum, að maður hefur ekkert út úr þessari vinnslu eins og er,” segir Guðmundur Páll Óskarsson. Að hafa vandvirkni og nákvæmni að leiðarljósi Hildibrandur bóndi í Bjarnarhöfn segir að það orð fari af hákarlin- um sem hann verki að honum megi treysta. Betri auglýsingu fari hann ekki fram á. „Ég veit til þess að mörg félagasamtök setja það sem skilyrði að á þorrablótum þeirra sé hákarl frá Bjarnarhöfn. Þetta er auðvitað mjög ánægju- legt, en jafnframt getur verið erfitt að standa undir þessu,” seg- ir Hildibrandur. En hver er lykillinn að því að verka góðan hákarl? „Það er ná- kvæmni og vandvirkni. Sumir fara út í hákarlaverkun og halda að í henni sé fólginn skjótfenginn gróði. Það er hins vegar hinn mesti misskilningur. Það þarf að hafa mikið fyrir hákarlaverkun- inni, þetta er erfið og oft óþrifa- leg vinna.” Hákarlinn vill Hildibrandur fá ferskan, þ.e. ófrosinn. Best er að hann sé ekki margra daga gamall þegar hann er verkaður, „en ef er kalt í veðri er allt í lagi að hákarl- inn sé allt að hálfs mánaðar gam- all. Það er bara lykilatriði að taka innan úr hákarlinum og láta hann liggja á kviðnum. Ef það er gert, á hann ekki að þurfa að skemm- ast. Ef hins vegar er of hlýtt í veðri, verður hákarlinn fljótt ónýtur og það sama má segja ef sterkt sólskin skín á hann á dekki á bátum og skipum,” segir Hildi- brandur, sem verkar einungis há- karl sem kemur sem meðafli í vörpur báta og skipa. Hvernig er góður hákarl? Hildibrandur segir að í sínum huga sé góður hákarl nokkuð þéttur í holdið. „Ég vil hafa hann nokkuð sterkan, en þó þannig að allir geti borðað hann.” Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil eftirspurn- in verður fyrir þorrann, en nú þegar hafi stærri aðilar í veitinga- geiranum og verslanir pantað há- karl. „Ég held að unga kynslóðin vilji hákarl, ekkert síður en við sem eldri erum. Ég hef fengið skólahópa hingað í heimsókn og börnin eru dugleg að bragða á há- karlinum.” Hildibrandur heldur uppi virku gæðaeftirliti og sendir ekki frá sér hákarl nema að hann sé ánægður með hann. „Sá hákarl sem mér finnst ekki góður, fer ekki á markað. Ef ég er í vafa um hvort beiturnar eru nægilega góð- ar, þá sker ég flís af þeim og prófa. Maður verður að vera viss um að sú vara sem ég er að selja sé fyrsta flokks,” segir Hildi- brandur hákarlaverkandi í Bjarn- arhöfn. Hildibrandur hefur verið að byggja upp safn í Bjarnarhöfn. Hér stendur hann við fornfrægan hárkarlabát.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.