Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 27

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 27
27 B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I „Okkar möguleikar liggja ekki síst í markaðsþekkingu og tæknivæddum vinnsluhúsum, við höfum séð mikla fram- þróun í t.d. rækjuvinnslu hér hin síðari ár. Ef til hennar hefði ekki komið, er óhætt að fullyrða að rækjuiðnaðurinn hér heyrði sögunni til – verð á soðinni og pillaðri kaldsjáv- arrækju hefur fallið um fjórðung á nokkum árum,” segir Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma-Sæ- bergs hf. „Samkeppnisaðilar íslensks sjávarútvegs eru ekki eingöngu önnur sambærileg sjávarútvegsfyrirtæki hér á norðurslóðum. Fiskveiðar og -vinnsla eru jú matvælaframleiðsla og villtur fisk- ur á í stöðugt harðnandi samkeppni við eldisfisk, hvítt kjöt og aðra ódýrari og oft auðmeðfarnari próteingjafa.Það kemur mörg- um á óvart að heyra það að sú fisktegund sem er söluhæst í Bandaríkjunum er heitsjávarrækja að hluta framleidd í stórum eldisstöðvum í Asíu.” Samkeppnin frá Kína „Og jafnvel á þeim mörkuðum þar sem fiskur veiddur hér á norðurslóðum hefur sterka stöðu, er ekki sjálfgefið að fullvinnsla hans fari fram í nálægð við fiskimiðin. Á síðustu árum hefur út- flutningur á frystum flökum frá Kína margaldast, oft er um að ræða fisk úr Atlantshafi sem fluttur er til vinnslu í Kína, vegna mun lægri vinnslukostnaðar þar. Til dæmis má nefna að í dæmi- gerðu kínversku frystihúsi starfa þúsundir verkamanna, launa- kostnaður um eða innan við 10.000 kr. á mánuði á mann fyrir 10 til 12 tíma vinnudag, 6 daga vikunnar. Einu tækin í húsum þar eru oftar en ekki vigtar og frystar. Flutningskostnaður frá stórri Evrópuhöfn til Kína er svipaður og flutningur héðan til Englands eða Rotterdam. Það er ekki bara á sviði sjávarfangs sem útflutningur Kínverja er að aukast – þeir eru í mikilli sókn á fleiri sviðum. Útflutningur þeirra á tæknivörum stóreykst og hagkerfið allt er í mikilli uppsveiflu. Í mannaflsfrekri vinnslu keppum við ekki við Kínverja nú, til þess er launamunur ein- faldlega alltof mikill.” Ferski fiskurinn „Vinnsla og pökkun á fersk- um fiski hér á landi hefur vax- ið ört og vinnsluhús eins og t.d. Ú.A. hefur byggt upp á Akureyri og Samherji á Dalvík eru gott dæmi um hátæknivædda fiskvinnslu sem mætir kröfum mark- aðarins um ferskan og frystan fisk pakkaðan í neytendaumbúðir, en mikil aukning hefur orðið í sölu á ferskum og kældum fiski í smásölu á Bretlandi og víðar í Evrópu síðustu árin. Vinnslur sem þessar, þar sem saman fara öruggur aðgangur að hráefni, mikil framleiðsluþekking og öflugt markaðsstarf er að margra dómi helsta svarið við Kínavinnslunni og því flóði af unnum fiski sem mun streyma þaðan á næstu árum. Ferskur fiskur vinnur jafnt og þétt á, á okkar helstu mörkuðum.” Svar við Kínavinnslunni „Annað athyglisvert mótsvar við Kínavinnslunni og vinnslu frá öðrum svæðum sem borga lægri laun en gert er hérlendis, er átak sem Icelandic Iberica, dótturfyrirtæki SH á Spáni hóf ný- lega í kynningu á einfrystum gæðafiski, unnum á upprunastað. Yfirvöld víða eru að herða reglur um meðferð og merkingu mat- væla og þeir hjá Icelandic Iberica nýta sér þetta og bjóða sínum viðskiptavinum upp á „öruggari vöru” auk þess sem þeir hafa hert gæðaeftirlit og hækkað þjónustustigið hjá sér til að mæta aukinni samkeppni.” Ótímabært dánarvottorð sjófrystingar Björn segir að á síðustu mánuðum hafi komið vel í ljós hversu öflug mörg sjávarútvegsfyrirtæki eru. Þannig séu frystitogarar farnir að veiða ísfisk og togurum er breytt í línuskip. Þetta sýnir að mati Björns hversu frelsið er mikilvægt og pólitísk miðstýr- ing varasöm. „Að undanförnu hefur mér þó fundist ýmsir full- bráðir á sér að gefa út dánarvottorð sjófrystingar – hágæða sjó- fryst flök eiga t.d. mjög traustan kaupandahóp sem verður til staðar áfram. Hins vegar er ljóst að framboð hefur aukist og við því er verið að bregðast. Í mínum huga er ljóst að tiltölulega fáir og stórir söluaðilar eiga að geta náð betri árangri í mark- aðstarfi en mjög margir og smáir. Það liggur mikil vinna og þekking í sölu á íslenskum sjávarafurðum í dag og samkeppnin er mikil og vaxandi. Öruggur aðgangur að hráefni allt árið um kring, ekki ein- göngu í einhverja mánuði, vinnsla sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur þeirra markaða sem við erum að vinna á, hvort sem um er að ræða vinnslu á sjó eða landi, stöðug þróun framleiðslu- vöru, áreiðanleiki í gæðum og afhendingum, góð þjónusta og öflugt markaðsstarf eru lykillinn að rekstri kraftmikilla sjávar- útvegsfyrirtækja í dag.” Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma-Sæbergs hf.: Aðlögunarhæfni íslensks sjávarútvegs Björn Valdimarsson, markaðsstjóri Þormóðs ramma- Sæbergs. Eins og sjá má hefur fiskútflutningur Kínverja aukist hröðum skrefum á undanförnum árum og allt bendir til þess að þessi þróun haldi áfram.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.