Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 36

Ægir - 01.11.2003, Qupperneq 36
36 Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, segir að sjávarútvegurinn hafi miklu hlutverki að gegna í Eyjafirði og Akureyri, enda hafi tvö af stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins, Brim hf. og Samherji hf. höfuðstöðvar á Akur- eyri. Til að varpa ljósi á mikilvægi sjávarút- vegsins fyrir þetta landssvæði nefndi Krist- ján Þór eftirfarandi: • 31% íbúa Eyjafjarðarsvæðisins hafa tekjur sínar frá fiskveiðum, matvæla- og drykkjarvöruiðnaði. • 22% af heildaraflaverðmæti er skráð á skip frá Norð-Austurlandi, hæsta hlut- fall allra landshluta, langstærsti hlutinn á Akureyri. • Á Eyjafjarðarsvæðinu eru skráðar 23 útgerðir, 20 smábáta- útgerðir og 15 fiskvinnslufyrirtæki. • 5 fyrirtæki eru skráð í skipasmíðum og 5 fyrirtæki í neta- gerð. • Vélstjórnar- og skipstjórnarnám er í Verkmenntaskólanum á Akureyri. • Hólaskóli á Sauðarkróki er leiðandi í þekkingaruppbygg- ingu fiskeldis. • Eina sérhæfða B.Sc. námið á landinu í sjávarútvegsfræðum er við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, þar er einnig kennd líftækni, fiskeldi og umhverfisfræði. • Stærsti fiskeldisfóðurframleiðandi landsins ásamt sérhæfð- um seiðaeldisfyrirtækjum s.s. lúðuseiðaeldi og sæeyrnaeldi eru staðsett í firðinum. • Annað fiskeldi er komið af stað í Eyjafirði og má þar nefna þorskeldi, kræklingarækt og laxeldi. Þá gat Kristján Þór þess að Hafró væri með fjögur störf á Ak- ureyri, Rf með sjö störf, Fiskistofa með fjögur störf og 2-3 störf væru á vegum RALA í Eyjafirði. Aflaheimildirnar gufa ekki upp Kristján Þór segir að í umræðunni sé alið á þeim misskilningi að fiskveiðistjórnarkerfið sé sérstaklega slæmt fyrir landsbyggðina og að einstaka byggðarlög geti lent í því að aflaheimildir séu seldar úr byggðarlaginu. „Þetta er að sjálfsögðu hárrétt en ekki gufa þessar heimildir upp – þær hljóta að koma einhverju því byggðarlagi til góða sem þær eru seldar til,” segir Kristján Þór. „Hins vegar gleymist í þessari umræðu að hér er ekki um neina breytingu að ræða frá því sem áður var. Fyrir tíma aflamarkskerfisins voru verðmætin bundin við skipin sjálf en ekki aflaheimildir og þá var sú ,,hætta” einnig fyrir hendi að útgerðin færi á haus- inn, líkt og nú, eða eigandi skips seldi það burt úr plássinu.” Málflutningur stjórnarandstöðunnar Kristján Þór er afar ósáttur við málflutning stjórnarandstöðu- flokkanna um sjávarútvegsmál. Sem dæmi nefnir hann að Frjáls- lyndi flokkurinn hafi lýst því yfir að hann hyggist „innkalla„ aflaheimildir frá þeim sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa þær í dag, „og þá hefur flokkurinn einnig lýst því yfir að það sé „ekki ætlan Frjálslynda flokksins með nokkru móti að hrifsa til sín veiðirétt núverandi kvótaeiganda, síður en svo„, svo ekki þarf að hafa frekari orð um sjávarútvegsstefnu þessa ágæta flokks. Segja má að sjávarútvegsstefna Samfylkingar og Vinstri grænna felist í gamalli hugmyndafræði tengdri þjóðnýtingu eða kommúnisma þar sem ríkisvaldinu er ætlað að taka bótalaust veiðiheimildir frá fyrirtækjum í landinu. Meginmunurinn á stefnu þessara flokka liggur í því hversu hratt þeir vilja taka aflaheimildirnar frá útgerðinni.” Eins og hver annar atvinnurekstur „Ósk mín er sú að farið verði að líta á þessa atvinnugrein sem hvern annan atvinnurekstur án inngripa stjórnmálamanna,” seg- ir Kristján Þór. „Innri styrkur Akureyrar byggir m.a. á því að sjávarútvegsfyrirtækjum hafa verið skapaðar forsendur til að takast á við erfið viðfangsefni og sækja fram á nýjum sviðum og starfsfólk þessara fyrirtækja hefur lagt sig fram um að auka verðmæti þeirra matvæla sem sjávarfangið er. Þarna liggur okkar styrkur, í hæfileikaríku fólki sem með yfirburða þekk- ingu og dugnaði hefur náð að byggja upp öflugt fyrirtæki á þessu sviði. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því að gera nein mistök á því sviði sem sjávarútvegurinn er. Talsmenn lítt grundaðrar tilraunastarfsemi í þessum efnum hófu í aðdrag- anda kosninga hættulegan leik. Sá leikur beindist beinlínis að því að skerða afkomumöguleika fjölda starfsmanna og fjöl- skyldna þeirra hér á okkar svæði. Sem kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn Akureyrar fyrir þennan stóra hóp fólks mótmæli ég slíkri aðför að lífsafkomu þess og heiti á ykkur öll að vera samhent í því að kveða niður þá drauga sem þannig eru sendir til höfuðs norðlensku atvinnulífi.” B L A Ð AU K I U M S J Á VA R Ú T V E G Á N O R Ð U R L A N D I Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri: Þurfum að vera samhent í að kveða niður drauga Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Mynd: Myndrún/Rúnar Þór. Á Eyjafjarðarsvæðinu eru skráðar 23 útgerðir, 20 smábátaútgerðir og 15 fiskvinnslufyrirtæki. Hér er Baldvin Þorsteinsson EA við bryggju á Akureyri.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.