Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2003, Page 40

Ægir - 01.11.2003, Page 40
40 S K R E I Ð A R V E R K U N Loftþurrkun er ein elsta aðferð sem þekkist við geymslu mat- væla. Egyptar til forna beittu m.a. þessari aðferð og talið er að hún hafi einnig verið notuð á steinöld til að auka geymslu- þol matvæla. Þurrkun er ennþá notuð í þessum tilgangi í dag, þótt aðrar ástæður geti einnig nú verið fyrir hendi, t.d. að fá fram léttari vöru, þægilegri í meðförum og fleira. Þurrkun fisks hefur að öllum líkindum tíðkast á Íslandi frá upphafi landnáms. Skreið hefur verið verslunarvara í Evrópu í meira en þúsund ár og fyrr á öld- um var skreið algeng í vöruskipt- um á Íslandi. Síðla á 13. öld byrj- aði útflutningur á skreið frá Ís- landi fyrir alvöru og á 14. öld var hún, ásamt lýsi og vaðmáli, ein helsta útflutningsvara lands- manna. Á seinni tímum hefur stærstur hluti íslenskrar skreiðar verið fluttur út til Nigeríu og Ítalíu. Miklir möguleikar Framleiðsla á skreið hefur lengst af farið fram í hjöllum úti undir berum himni. Fyrir um 25 árum hófu fyrirtæki að þurrka fiskafurðir innandyra með sér- stökum þurrkbúnaði, s.s. fisk- hausa og hryggi. Miklir möguleikar eru fyrir hendi hér á landi til þess að nýta jarðhita í fiskvinnslu í stað olíu. Í fiskiðnaði hefur nýting jarðhita aðallega tengst inniþurrkun á þorskhausum, smáfiski, harðfiski, þara og öðrum afurðum. Fyrstu fyrirtækin á þessu sviði voru stofnuð fyrir 25 árum og í dag er fjöldi þeirra kominn vel á annan tug. Stærstu stöðvarnar nýta jarðhita til inniþurrkunar á þorskhausum fyrir Nigeríumark- að. Þróun í framleiðslu á þurrk- uðum þorskhausum sést á mynd 1. Ársframleiðslan hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og er framleiðslan komin upp í 14.000 tonn af þurrkuðum hausum sem framleiddir eru úr 65-70 þúsund tonnum af blautu hráefni. Það þarf sem sagt 4,5-5 kg af hráefni í 1 kg af afurð. Þurrkunin Aðaltilgangurinn með þurrkun er sá að lengja geymsluþol. Í stuttu máli er hægt að segja að skemmdir á matvælum stafi ým- ist af örverum eða efnahvörfum. Bæði þessi ferli hægja á sér og stöðvast að lokum alveg eftir því sem þurrkunin gengur lengra, þó með einni undantekningu, sem er þránun. Skipta má þurrktíma í tvö tímabil, tímabil stöðugs þurrk- hraða og tímabil fallandi þurrk- hraða. Fyrra tímabilið einkennist af því að yfirborð fisksins er allt rakamettað, við vothitastig lofts- ins. Þurrkhraðinn stjórnast þá mest af lofthraða, hitastigi og rakastigi loftsins. Á tímabili fallandi þurrkhraða er yfirborðið orðið þurrt en uppgufun verður inni í fiskinum og streymir vatns- gufan út úr fiskinum. Á þessu stigi hefur lofthraðinn minni áhrif og stjórnast þurrkhraðinn mest af því hversu mikil mótstaða er gegn vatnsgufustreyminu út frá miðju fisksins. Að lokum stöðvast þurrkunin með öllu og það rakainnihald sem fiskurinn hefur þá kallast jafn- vægisraki. Jafnvægisraki er háður rakastigi loftsins og að nokkru leyti hita. Framleiðsla á þurrkuðum þorskhausum – þróun og markaður 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 1979 1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 M a g n ( T o n n ) 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 V e rð m æ ti (m illj., fo b ) Magn Verðmæti Mynd 1. Framleitt magn og útflutningsverðmæti þorskhausa 1979-2002. Höfundur þessarar greinar er Sigurjón Arason, efna- verkfræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.