Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Dollarinn hrapaði í desember niður í um sex- tíu krónur. Þessi gríðarlega styrking krón- unnar gagnvart dollar kom í kjölfarið á ákvörðun Seðlabankans um 1% hækkun vaxta. Bankinn gaf þá skýringu að með þessu væri verið að fyrirbyggja að verðbólgan næði sér á strik og slá á þenslu í þjóðfélaginu. Gott og gilt sjónarmið hjá Seðlabankanum, en aftur á móti er ljóst að sú peningamála- stefna sem rekin er í dag er á góðri leið með að ganga af útflutningsgreinunum dauðum, á sama tíma og lagður hefur verið nýr skattur á útgerðina í formi veiðileyfagjalds. Stjórn- málamenn virðast flestir engar áhyggjur hafa af þessu. Man í svipinn eftir að hafa heyrt einn þingmann vara sterklega við þessari þróun og segja að slík peningamálastefna sé til þess fallin að ganga frá sjávarútveginum og öðrum greinum sem flytja nær alla fram- leiðslu sína á erlenda markaði. Finnst mönn- um virkilega að þetta sé minniháttar mál, eða eru þingmenn þessarar þjóðar almennt komnir svo langt frá undirstöðuatvinnuveg- unum að þeir láti sér þetta í léttu rúmi liggja? Því verður vart trúað. Þessi gríðar- mikla styrking krónunnar er grafalvarlegt mál fyrir fjöldan allan af sjávarútvegsfyrir- tækjum sem selja afurðir sínar því sem næst að öllu leyti í dollurum. Fyrir þau fyrirtæki hafa þessir desemberdagar verið kolsvartir. Reyndar hefur fall dollarans verið viðvarandi allt þetta ár og í raun lengur. Sjávarútvegurinn hefur löngum verið þekktur fyrir sveigjanleika, að bregðast fljótt við breyttum aðstæðum. Vissulega reynir út- vegurinn þessa dagana að bregðast við falli dollarans með því að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Fyrirtæki sem lengi hafa haft sterka stöðu á Bandaríkjamarkaði reyna eins og hægt er að flytja sölu á framleiðsluvörum sínum inn á Evrópumarkað. Þetta á t.d. við um landvinnslufyrirtæki sem hafa aukið verulega við ferskfiskútflutninginn, en að sama skapi dregið úr frystingu. Það má full- yrða að þrátt fyrir góðan vilja fyrirtækjanna geta þau ekki á einni nóttu yfirgefið markaði sína í Bandaríkjunum, sem þau hafa byggt á áratugum saman, og fært viðskiptin yfir á aðra markaði. Svoleiðis gerast hlutirnir ekki á Eyrinni. Markaðsvinna er langhlaup en ekki sprettur. Það er fjarri því sjálfgefið að fyrirtækin geti yfirleitt unnið sér nýja mark- aði fyrir afurðir sínar, hvað þá að það gerist á stuttum tíma. Fyrirtækin geta því sum hver brugðist að hluta til við sterkri krónu með því að flytja sig yfir á aðra markaði, önnur fyrirtæki, sem meira og minna eiga allt und- ir Bandaríkjamarkaði, geta það hins vegar ekki. Þegar allt er talið hefur styrking krónunn- ar á þessu ári gert það að verkum að tekjur sjávarútvegsfyrirtækjanna hafa snarlækkað. Fyrirtækin geta ekki brugðist við þessu ástandi nema að þreyja þorrann og góuna og vona að þessi krónustyrking gangi til baka. Og það er ansi hætt við því að mörg fyrir- tækin í sjávarútveginum haldi að sér hönd- um með fjárfestingar á meðan þetta ástand varir. Lesendum Ægis er þökkuð samfylgdin á árinu 2004 og þeim og landsmönnum öllum er óskað velfarnaðar á komandi ári. Óskar Þór Halldórsson, ritstjóri Spurning til sjómanna Ég spyr því alla sjómenn hreint út: Teljið þið líklegt að ég sem fulltrúi stéttarfélags ykkar samþykki lækkun skiptaprósentu af einhverjum sýndarástæðum? Ég hef beðið fjölmarga sjómenn að láta sér detta eittvað það tilvik í hug á þeirra skipi sem hugsanlega væri hægt að gera um borð sem réttlætti lækkun skiptaprósentu. Enginn hefur enn sem komið er getað bent mér á slíkt. Það eina sem að mínu mati gæti verið grundvöllur til þess að forsenda væri til þess að ljá máls á slíkri breytingu væri að gamall kláfur yrði end- urbyggður frá grunni og kæmi til baka sem allt annað og öflugra skip og sýndi í verki að um varanlega og verulega aukn- ingu aflaverðmætis væri að ræða sem sannanlega yki tekjur allra sem hagsmuna ættu að gæta. Allar hugmyndir manna um að nægði útgerð að kaupa nýtt færi- band, sjónvarp eða millidekk eru úr lausu lofti gripnar. Niðurstaða: Sé ekki um af- gerandi aukningu aflaverðmætis að ræða þá er þetta ákvæði steindautt dæmi. (Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, á vef félagsins) Stóryrtar fullyrðingar norskra fræðinga Í hinu norska Fiskeribladet birtist frétt um ástand grásleppustofnsins við Noreg og haft eftir þarlendum fiskifræðingum að stofn grásleppunnar sé nú í sögulegu lágmarki. Reyndar hafa þeir haldið fram hræðilegu ástandi stofnsins til fjölda ára. Þessar stóryrtu fullyrðingar eru í meira lagi athyglisverðar, ekki síst í ljósi þess að „rannsóknir“ norskra fiskifræðinga á grá- sleppunni takmarkast við að safna tölum frá 7 - 8 grásleppubátum á ári, þ.e. um netafjölda og fjölda veiddra fiska. Á grundvelli þessara „víðtæku“ rannsókna fullyrða þeir um ástand stofnsins og leggja til niðurskurð á veiðiheimildum. Norska strandlengjan er u.þ.b. 22 þús- und km og stór hluti hennar veiðisvæði grásleppunnar. Það vantar mikið uppá að norskir veiðimenn séu sammála þessu áliti fiskifræðinga. Veiðin við vestur- ströndina á síðustu vertíð var með eðli- legum hætti, en austast, við rússnesku landamærin, var hún hinsvegar dræm. Rétt eins og við Ísland þekkist að veiði getur verið mjög misjöfn milli svæða. (Grein á vef Landssambands smábátaeigenda) Ekkert venjulegt Það er náttúrlega ekkert venjulegt að hér skuli vera hægt að segja lög um skyldur án þess að tryggja samsvarandi tekjur. Á þetta mál er búið að reyna og því miður hefur það farið svo að Hæstiréttur hefur talið að Lífeyrissjóður sjómanna eigi eng- an bótarétt í því máli. Þær kröfur mundu þar af leiðandi falla á sjóðfélaga. Ef ég man rétt þá var krafa gerð upp á 1,4 milljarða kr. á hendur ríkinu vegna 60 ára reglunnar á sínum tíma. En að gengn- um dómi Hæstaréttar í þessu máli þá lendir þetta á sjóðfélögum nema hægt verði að finna því einhvern annan farveg sem ég átta mig nú ekki alveg á hver ætti að vera - ef til vill Mannréttindadómstóll Evrópu - um að ekki sé hægt að setja lög á menn nema borga ákveðna upphæð fyrir aðra. Það tel ég nú að hafi verið niður- staða lagasetningarinnar hér árið 1981 um 60 ára regluna, ef ég man rétt, sem varð til þess að hún var tekin upp án þess að neinar tekjur kæmu samhliða. (Guðjón Arnar Kristjánsson, alþm, í umræðum á Alþingi um afnám laga um Lífeyrissjóð sjómanna) U M M Æ L I Er mönnum alveg sama? aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:39 Page 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.