Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 13
13 B RY G G J U S P J A L L I Ð Á þriðja áratug hefur Böðvar Eggertsson starfað sem vélstjóri á millilandaskipum og síðar sem yfirvélstjóri á ísfisktogaranum Harðbaki EA á Akur- eyri, þar sem hann starfar enn þann dag í dag. Áhugamál Böðvars lýtur að tölv- um og ljósmyndun. Bryggjuspjall Ægis er að þessu sinni við Böðvar Eggertsson. „Það er ekki hægt að segja að ég sé alinn upp við sjóinn. Hins vegar fetaði ég í fótspor föður míns, Eggerts Böðvarssonar, sem var vélstjóri, en hann lést þegar ég var aðeins fjögurra ára gamall. Þegar ég fór að huga að því hvað ég ætlaði að taka mér fyrir hend- ur varð Vélskólinn fyrir valinu. Það má segja að vélstjórn hafi verið praktískasta námið á þeim tíma. Náminu lauk ég árið 1981, þá 21 árs gamall, og að því loknu fékk ég pláss á Hvassafellinu, fraktskipi Sambandsins. Þar var ég í þrjú ár og fór síðan í smiðju í landi, en það var og er áskilið í vélstjórnarnáminu að starfa ákveðinn tíma í smiðju. Ég fór síðan aftur á fragtskip og var á því í önnur þrjú ár. Ég var um tíma á fleiri fraktskipum, en síð- an bauðst mér þetta starf hér á Harðbaki og hér hef ég verið í ell- efu ár,“ sagði Böðvar er blaðamað- ur ræddi við hann í vistarverum hans um borð í Harðbaki. Tími sem ég hefði ekki viljað sleppa „Það var óneitanlega mikil breyt- ing að fara af fragtara yfir á fiski- skip. Þetta er gjörólíkt. Eins og gefur að skilja eru fraktskipin fyrst og fremst í siglingum milli landa og það er allt önnur sjó- mennska en fiskveiðarnar. Á fiski- skipunum er siglt á miðin og þar er hægt að segja að maður sé kominn á vinnustaðinn. Ég var eiginlega búinn að fá nóg af fragtsiglingunum . Þeim fylgdu miklar fjarverur, sem voru lengri en á fiskiskipunum. Ég var fyrst og fremst á millilandaskip- um sem fluttu frystan fisk á Bandaríkin og þeir túrar voru allt upp í þrjár vikur. En þrátt fyrir langar fjarverur var þetta tími sem ég hefði ekki viljað sleppa. Maður kom víða og sá margt. Við sigldum á margar hafnir í Banda- ríkjunum og höfðum einnig við- komu á mörgum höfnum á meg- inlandi Evrópu, í Eystrasalti og á Ljósmyndun er áhugamál yfirvélstjórans á Harðbaki EA: Maður er alltaf með augun opin Með góðri myndavél er unnt að ná skemmtilegri mynd af vírunum - eins ómerkilegir og þeir virðast vera! Böðvar hefur tekið mikið af fallegum blómamyndum. Myndir: Böðvar Eggertsson. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:39 Page 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.