Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 26
26 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N „Fyrstu vélbátarnir voru að vísu ekki stórar fleytur, en þeir voru engu að síður liður í því að létta af mönnum þeim þrældómi, sem fylgdi árabátaútgerðinni,“ sagði Jón Páll í erindi sínu. „Talsmenn gamla bændasamfélagsins voru lítt hrifnir af þessari breytingu og fundu henni flest til foráttu. Þeir höfðu öldum saman gert út ára- skip og mannað með húskörlum sínum og litu á útgerð sem auka- búgrein landbúnaðarins. Þessi þróun fór því í bága við hags- muni þeirra, hún keppti við þá um vinnuafl og stuðlaði, ásamt öðru, að því að búseta bændasam- félagsins tók að raskast. Sveita- menn fluttu á mölina og fjölgun varð i þéttbýlinu.“ Fyrsti togarinn árið 1905 Jón Páll segir að í Reykjavík hafi þróunin verið með nokkuð öðrum hætti en á landsbyggðinni. „Reykjavík varð á fyrstu árum heimastjórnartímabilsins miðstöð togaraútgerðarinnar í landinu. Fyrsti togarinn í eigu Íslendinga, Coot („blesönd“) kom til landsins árið 1905, í byrjun þessa tíma- bils. Hann var í eigu Fiskveiða- hlutafélags Faxaflóa og gerður út frá Hafnarfirði. Útgerð hans gekk vel og með henni tókst farsællega að samræma erlenda tækni inn- lendri reynslu. Fyrsti togarinn, sem smíðaður var fyrir Íslend- inga, var aftur á móti Jón forseti, sem var í eigu Alliance hf. í Reykjavík. Kom hann til landsins í ársbyrjun 1907. Togurunum fjölgaði ört næstu árin. Í árslok 1907 var þegar komin umfangs- mikil togarútgerð í Reykjavík. Árið 1912 voru togararnir orðnir 20 talsins og 28 átta árum síðar. Þetta útgerðarform náði hvergi að festast í sessi á þessu tímaskeiði annars staðar á landinu, ef undan eru skildir tveir útgerðarbæir, Hafnarfjörður og Ísafjörður. Sú útgerð var þó smá í sniðum borið saman við Reykjavíkurútgerðina og varð skammlíf á Ísafirði. Að- stæður til togaraútgerðar voru þó sízt af öllu lakari víða um land, svo sem hafnaraðstaða.“ Tveir Danir létu að sér kveða Jón Páll sagði að það vekti at- hygli að byrjunarörðugleikarnir skyldu ekki verða meiri í upphafi vélaaldar, en raun bar vitni. „Það má vafalítið þakka framsýni frumkvöðlanna og ómetanlegu starfi tveggja Dana, sem báðir báru ættarnafnið Jessen. Þeir mótuðu og stjórnuðu menntun íslenzkra vélstjóra í hálfa öld. Ís- lenzkir skipstjórnarmenn höfðu fengið nokkra úrlausn í menntun- armálum sínum alllöngu á undan vélstjórum, enda þurfti kunnáttu til að stjórna skipum löngu áður en vélar komu til sögunnar. Slíku var ekki til að dreifa á sviði vél- stjórnar. Við hvalveiðistöðvarnar voru að vísu starfandi vélfræðing- ar, sem sáu um viðhald og við- gerðir á hvalveiðibátunum, sem knúðir voru gufuvélum. Þó að þau verkstæði væru á margan hátt vel búin tækjum og leystu af hendi hin vandasömustu verkefni, voru þau ekki í stakk búin til að taka að sér viðhald ört stækkandi vélbátaflota í landinu. Því fór víðs fjarri. Þegar þeir Árni Gíslason og Sophus J. Nielsen ákváðu að kaupa vél í sexæring sinn árið 1902, fengu þeir ungan vélfræð- ing frá Danmörku, J.H. Jessen að nafni, til að setja vélina niður og kenna Árna meðfeð hennar.“ Vélsmiður frá Fanö „Þessi ungi Dani settist síðan að á Ísafirði, stofnaði þar vélaverk- stæði í samvinnu við útgerðar- menn á staðnum og gerðist lærifaðir fyrstu íslenzku vélstjór- anna. Jens Hansen Jessen, eins og hann hét fullu nafni, var ættaður frá Fanö í Danmörku. Hann reyndist góður vélsmiður og lip- urmenni og fékk því strax mikil viðskipti. Vélsmiðja hans bætti úr brýnni þörf á viðgerðarþjón- ustu fyrir vaxandi vélbátaútgerð, en hún var jafnframt og ekki síð- ur upphaf innlendrar þekkingar í Af upphafi vélvæðing- ar í sjávarútvegi - og fyrstu íslensku vélstjórununum Við það er miðað að vélvæðing í sjávarútvegi hefjist 1902 þegar vél var sett í sexæringinn Stanley, sem þeir áttu Árni Gíslason, formaður og síðar yfirfiskimatsmaður, og Sophus J. Niel- sen, verslunarstjóri á Ísafirði. Þetta kemur fram í erindi Jóns Páls Halldórssonar á Ísafirði, sem hann flutti 10. september sl. á málþingi sem var efnt til í hátíðarsal HÍ í tilefni af 100 ára heimastjórnarafmæli.Gunnlaugur Jónsson Fossberg, Hallgrímur Jónsson og Þorsteinn Thorsteinsson. Gunnlaugur lærði hjá Jessen, en lauk prófi frá vél- skóla í Kaupmannahöfn. Hann var vélstjóri hjá Eimskip, en þá stofnaði hann vélaverslun með Vald. Poulsen, en árið 1927 setti hann á stofn Vélaverzlun G.J. Fossberg. Hallgrímur Jónsson stundaði vélsmíðanám hjá Jes- sen. Prófi lauk hann frá Vélskól- anum árið 1916 og hlaut próf- skírteini númer þrjú. Hann starf- aði alla tíð hjá Eimskip, frá 1918 til 1953. Þorsteinn stund- aði vélsmíðanám hjá Jessen, en lauk síðan Vélskólaprófi árið 1918. Starfaði sem vélstjóri um árabil, en var seinustu árin hjá Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.