Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 37
37
E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R
þorsks, en verkefninu lýkur sum-
arið 2005.
Vatnsheldni gefur til kynna
hversu vel/illa fiskvökvinn helst í
fiskholdinu, en mikilvægur
gæðaþáttur fisks er að vatnsbindi-
eiginleikar vöðvans séu góðir.
Mynd 1 sýnir niðurstöður úr
vatnsheldnimælingum á
áframeldisþorski frá Þórsbergi
ehf., en þar var fiskurinn alinn á
þremur fóðurtegundum; stein-
bítsafskurði, heilli loðnu og síld-
arflökum. Þann 8.okt. þegar fyrri
sýnatakan var gerð var fiskurinn
búinn að vera í fullu áti í u.þ.b. 5
mánuði (gefið 3svar í viku), en
fiskur í sýnatökunni 26. nóvem-
ber var búinn að vera á 7 vikna
niðurfóðrun, þ.e. fóðrun var
minnkuð smám saman í lok eldis-
tímans (fóðraður tvisvar í viku í 3
vikur og 1 sinni í viku í 3 vikur)
og síðan hafður í svelti síðustu
vikuna fyrir slátrun. Eins og sést
á mynd 1, þá er vatnsheldnin
mun lægri í eldisþorskinum en
villta þorskinum og er þar um
marktækan mun að ræða. Vatns-
heldnin hefur aðeins tilhneigingu
til að hækka við niðurfóðrunina.
Almennt er sýrustig (pH)
hærra fyrir dauðastirðnun (pre
rigor) en eftir dauðastirðnun (post
rigor), en sýrustigsfallið á milli
mælinga fyrir rigor og eftir rigor
var mun minna í lok 7 vikna nið-
urfóðrunar en í upphafi hennar.
Minna sýrustigsfall hafði líklega
áhrif á það að los minnkaði tals-
vert við niðurfóðrunina.
Niðurstöður úr efnagreiningu á
blautfóðrinu sem gefið var í
áframeldinu eru sýndar í töflu 1
og eins er sýnt til fróðleiks í sömu
töflu næringarinnihald þurrfóðurs
sem fóðrað var með í aleldinu.
Glögglega sést að mikill munur
er á efna- og orkuinnihaldi blaut-
fóðurs, en ekki kom fram neinn
áþreifanlegur munur á holdgæð-
um né lifrarstuðli áframeldis-
þorsks eftir fóðurtegundum.
Mynd 2 sýnir niðurstöður úr
vatnsheldnimælingum á
áframeldisfiski og aleldisfiski frá
Brimi hf. (Brim-fiskeldi), eftir
mislanga geymslu í ís og til sam-
anburðar eru sýndar mælingar á
villtum þorski eftir 4 daga
geymslu í ís. Vatnsheldni í villta
þorskinum mældist mun meiri en
í eldisþorskinum. Áframeldis-
þorskurinn var alinn á loðnu, en
aldeldisfiskurinn var alinn á þurr-
fóðri. Vatnsheldni eldisfisksins er
mjög lág við slátrun (fyrir rigor)
eða aðeins 70-75%, hækkar jafnt
og þétt þar til að jafnvægi hefur
náðst á þriðja degi, en síðan
lækkar vatnsheldnin aftur smám
saman, sem stafar líklega af lengd
geymslutímans.
Hjá Hraðfrystihúsinu Gunn-
vöru hf., var áframeldisþorskur
alinn á loðnu og gæðametinn eftir
mislangt sjókvíaeldi, sjá töflu 2.
Mynd 3 sýnir að gæði flaka
Af niðurstöðum
þeirra mælinga og
tilrauna sem voru
framkvæmdar er ljóst
að áferðar- og eðlis-
eiginleikar eldis-
þorsks eru frá-
brugðnir villtum
þorski. Óeðlileg
stækkun á lifur sást
hjá eldisþorskinum,
þá sérstaklega hjá
áframeldisþorskinum.
0
20
40
60
80
100
stinnur/mjúkur þurr/ safaríkur seigur/meyr
Matsþættir
M
a
ts
s
k
a
li
(
0
-1
0
0
)
Mynd 4. Skynmat á áferðarþáttum áframeldisþorsks og aleldisþorsks eftir 6 daga
geymslu í ís . Skynmat á villtum þorski (4 dagar í ís) er sýnt til samanburðar.
Villtur
Áfram
Aleldi
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 37