Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 37
37 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R þorsks, en verkefninu lýkur sum- arið 2005. Vatnsheldni gefur til kynna hversu vel/illa fiskvökvinn helst í fiskholdinu, en mikilvægur gæðaþáttur fisks er að vatnsbindi- eiginleikar vöðvans séu góðir. Mynd 1 sýnir niðurstöður úr vatnsheldnimælingum á áframeldisþorski frá Þórsbergi ehf., en þar var fiskurinn alinn á þremur fóðurtegundum; stein- bítsafskurði, heilli loðnu og síld- arflökum. Þann 8.okt. þegar fyrri sýnatakan var gerð var fiskurinn búinn að vera í fullu áti í u.þ.b. 5 mánuði (gefið 3svar í viku), en fiskur í sýnatökunni 26. nóvem- ber var búinn að vera á 7 vikna niðurfóðrun, þ.e. fóðrun var minnkuð smám saman í lok eldis- tímans (fóðraður tvisvar í viku í 3 vikur og 1 sinni í viku í 3 vikur) og síðan hafður í svelti síðustu vikuna fyrir slátrun. Eins og sést á mynd 1, þá er vatnsheldnin mun lægri í eldisþorskinum en villta þorskinum og er þar um marktækan mun að ræða. Vatns- heldnin hefur aðeins tilhneigingu til að hækka við niðurfóðrunina. Almennt er sýrustig (pH) hærra fyrir dauðastirðnun (pre rigor) en eftir dauðastirðnun (post rigor), en sýrustigsfallið á milli mælinga fyrir rigor og eftir rigor var mun minna í lok 7 vikna nið- urfóðrunar en í upphafi hennar. Minna sýrustigsfall hafði líklega áhrif á það að los minnkaði tals- vert við niðurfóðrunina. Niðurstöður úr efnagreiningu á blautfóðrinu sem gefið var í áframeldinu eru sýndar í töflu 1 og eins er sýnt til fróðleiks í sömu töflu næringarinnihald þurrfóðurs sem fóðrað var með í aleldinu. Glögglega sést að mikill munur er á efna- og orkuinnihaldi blaut- fóðurs, en ekki kom fram neinn áþreifanlegur munur á holdgæð- um né lifrarstuðli áframeldis- þorsks eftir fóðurtegundum. Mynd 2 sýnir niðurstöður úr vatnsheldnimælingum á áframeldisfiski og aleldisfiski frá Brimi hf. (Brim-fiskeldi), eftir mislanga geymslu í ís og til sam- anburðar eru sýndar mælingar á villtum þorski eftir 4 daga geymslu í ís. Vatnsheldni í villta þorskinum mældist mun meiri en í eldisþorskinum. Áframeldis- þorskurinn var alinn á loðnu, en aldeldisfiskurinn var alinn á þurr- fóðri. Vatnsheldni eldisfisksins er mjög lág við slátrun (fyrir rigor) eða aðeins 70-75%, hækkar jafnt og þétt þar til að jafnvægi hefur náðst á þriðja degi, en síðan lækkar vatnsheldnin aftur smám saman, sem stafar líklega af lengd geymslutímans. Hjá Hraðfrystihúsinu Gunn- vöru hf., var áframeldisþorskur alinn á loðnu og gæðametinn eftir mislangt sjókvíaeldi, sjá töflu 2. Mynd 3 sýnir að gæði flaka Af niðurstöðum þeirra mælinga og tilrauna sem voru framkvæmdar er ljóst að áferðar- og eðlis- eiginleikar eldis- þorsks eru frá- brugðnir villtum þorski. Óeðlileg stækkun á lifur sást hjá eldisþorskinum, þá sérstaklega hjá áframeldisþorskinum. 0 20 40 60 80 100 stinnur/mjúkur þurr/ safaríkur seigur/meyr Matsþættir M a ts s k a li ( 0 -1 0 0 ) Mynd 4. Skynmat á áferðarþáttum áframeldisþorsks og aleldisþorsks eftir 6 daga geymslu í ís . Skynmat á villtum þorski (4 dagar í ís) er sýnt til samanburðar. Villtur Áfram Aleldi aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.