Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 32
32
S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N
hendur. Þetta átti sinn þátt í að
Bretarnir fóru halloka í áróðurs-
stríðinu. Og togaraskipstjórarnir
- landar þeirra - kölluðu flota-
menn aula sem stæðu sig ekki í
stykkinu. Þetta var óspart kallað í
talstöðvarnar úti á miðunum.
Þegar andrúmsloftið er svona geta
starfsskilyrðin varla verið eftir-
sóknaverð,“ segir Óttar.
Mikil sárindi í
Grimsby og Hull
Þorskastríðunum lauk rúmum
þremur vikum eftir ásiglingarnar
á Tý. Þá var skrifað undir samn-
ing við Breta í Osló í júníbyrjun
1976. Þar var fullur sigur Íslend-
inga í fiskveiðideildum þeirra við
Breta innsiglaður. Tvöhundruð
mílna fiskveiðilögsaga Íslands var
staðfest og þar með yfirráðaréttur
okkar yfir miðunum
Í sögu þorskastríðanna eru í
raun þrír meginpólar. Í fyrsta lagi
þáttur Íslendinga sem telja má
sigurvegarana, enda höfðu þeir
herskipaflota heils heimsveldis
undir sem ekki er lítið afrek.
„Bretar eru annar aðili málsins.
Margar freigátanna voru stór-
skemmdar eftir þorskastríðið, en
allt það tjón fékkst bætt. Því má
segja að breski flotinn hafi slopp-
ið sæmilega. Þriðju aðilarnir að
málinu voru sjómennirnir í fisk-
veiðiborgunum við Humberfljót,
Hull og Grimsby, og raunar
snerti þetta mál alla sem þar
bjuggu. Þar varð gríðarlegur sam-
dráttur - hrun í kjölfar sigurs Ís-
lendinga í þorskastríðunum og
líka mikil sárindi. Ég kom til
þessara borga fyrir fjórum árum -
og hafandi samanburð frá blóma-
tímanum skil ég sjónarmið íbú-
anna vel. Þar sem áður voru
blómlegar fiskihafnir eru nú
kuldaleg iðnaðarhverfi. Kjör og
möguleikar fólks í þessum borg-
um eru allt aðrir og verri en
áður.“
Örlagarík saga skráð
Stundum hefur verið sagt að ekk-
ert dæmi söguna betur en tíminn
og fjarlægðir hans. Þegar stundir
líða fram falla einstaka mál og at-
burðir í gleymskunnar dá. Öðru
er hins vegar reynt að halda til
haga - og þar má til dæmis nefna
Kristnitökuna og Heimastjórn-
arafmælið, svo nýleg dæmi séu
nefnd. En það er líka gjarnan sagt
að sigurvegarinn sé ævinlega sá
sem riti söguna og kosti þar
kapps að gera hlut sinn ósmáan.
Sigursaga Íslendinga í þorska-
stríðunum hefur hinsvegar enn
ekki verið skráð, með þeim hætti
sem ber.
„Stundum þegar þorskastríðin
ber á góma heyrir maður ungt
fólk spyrja í fullri alvöru hvaða
atburður það hafi eiginlega verið
og um hvaða málið hafi snúist.
Til hvers við börðumst virðist
hafa gleymst á ótrúlega skömm-
um tíma og því lít ég svo á að
upprifjunin sé þörf, rétt einsog
ritdómari Morgunblaðsins nefndi.
Það er eiginlega fyrst núna, nær-
fellt þrjátíu árum eftir að þessi at-
burður átti sér stað, sem menn
eru fullkomlega tilbúnir að segja
sögu sína. Þetta var mikill átaka-
tími sem margir gengu sárir frá.
Sár sumra eru enn að gróa.
Þann 11. nóvember sl. kom
Mark Masterman, sem var yfir-
maður aðgerða á Falmouth í
ásiglingum freigátunnar á Tý,
hingað til lands, vegna útkomu
Útkallsbókar Óttars. Af því til-
efni hitti hann meðal annars Guð-
mund Kjærnested, fyrrum skip-
herra Týs, og straumanir sem
lágu í loftinu þegar þeir sáust
fyrst voru auðfundnir,“ segir Ótt-
ar og heldur áfram.
„En það fór vel á með þessum
herramönnum. Þeir voru aðalper-
sónur í hrikalegum atburðum
sem áttu sér stað milli tveggja
skipa í aðalorrustu stríðs milli
Bretlands og Íslands. Samtals 250
manns voru um borð í þessum
skipum. Þetta kvöld munaði
engu að saga beggja þjóðanna
breyttist og tugir manna færust í
átökum. Það var stór stund fyrir
mig þegar Guðmundur Kjærne-
sted og Mark Masterman hand-
söluðu vinskap um borð í Tý um
daginn. Ég verð að viðurkenna að
ég var dálítið hrærður. En þakk-
látur - af því að ég held að þessir
menn - og skipsfélagar þeirra sem
ég talaði við á árinu - hafi allir
verið ánægðastir með að saga
þeirra þetta örlagaríka kvöld hef-
ur nú verið sögð í fyrsta skipti frá
öllum hliðum sjómannanna
sjálfra,“ segir Óttar Sveinsson rit-
höfundur og „gamall sjómaður“
að síðustu.
Óttar Sveinsson með nýútkomna bók sína, en hún fjallar um harkalegar ásiglingar
Falmouth á Tý í 200 mílna þorskastríðinu, vorið 1976. „Það er eiginlega fyrst núna,
nærfellt þrjátíu árum eftir að þessi atburður átti sér stað, sem menn eru fullkomlega
tilbúnir að segja sögu sína“. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 32