Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 32
32 S J Á VA R Ú T V E G S S A G A N hendur. Þetta átti sinn þátt í að Bretarnir fóru halloka í áróðurs- stríðinu. Og togaraskipstjórarnir - landar þeirra - kölluðu flota- menn aula sem stæðu sig ekki í stykkinu. Þetta var óspart kallað í talstöðvarnar úti á miðunum. Þegar andrúmsloftið er svona geta starfsskilyrðin varla verið eftir- sóknaverð,“ segir Óttar. Mikil sárindi í Grimsby og Hull Þorskastríðunum lauk rúmum þremur vikum eftir ásiglingarnar á Tý. Þá var skrifað undir samn- ing við Breta í Osló í júníbyrjun 1976. Þar var fullur sigur Íslend- inga í fiskveiðideildum þeirra við Breta innsiglaður. Tvöhundruð mílna fiskveiðilögsaga Íslands var staðfest og þar með yfirráðaréttur okkar yfir miðunum Í sögu þorskastríðanna eru í raun þrír meginpólar. Í fyrsta lagi þáttur Íslendinga sem telja má sigurvegarana, enda höfðu þeir herskipaflota heils heimsveldis undir sem ekki er lítið afrek. „Bretar eru annar aðili málsins. Margar freigátanna voru stór- skemmdar eftir þorskastríðið, en allt það tjón fékkst bætt. Því má segja að breski flotinn hafi slopp- ið sæmilega. Þriðju aðilarnir að málinu voru sjómennirnir í fisk- veiðiborgunum við Humberfljót, Hull og Grimsby, og raunar snerti þetta mál alla sem þar bjuggu. Þar varð gríðarlegur sam- dráttur - hrun í kjölfar sigurs Ís- lendinga í þorskastríðunum og líka mikil sárindi. Ég kom til þessara borga fyrir fjórum árum - og hafandi samanburð frá blóma- tímanum skil ég sjónarmið íbú- anna vel. Þar sem áður voru blómlegar fiskihafnir eru nú kuldaleg iðnaðarhverfi. Kjör og möguleikar fólks í þessum borg- um eru allt aðrir og verri en áður.“ Örlagarík saga skráð Stundum hefur verið sagt að ekk- ert dæmi söguna betur en tíminn og fjarlægðir hans. Þegar stundir líða fram falla einstaka mál og at- burðir í gleymskunnar dá. Öðru er hins vegar reynt að halda til haga - og þar má til dæmis nefna Kristnitökuna og Heimastjórn- arafmælið, svo nýleg dæmi séu nefnd. En það er líka gjarnan sagt að sigurvegarinn sé ævinlega sá sem riti söguna og kosti þar kapps að gera hlut sinn ósmáan. Sigursaga Íslendinga í þorska- stríðunum hefur hinsvegar enn ekki verið skráð, með þeim hætti sem ber. „Stundum þegar þorskastríðin ber á góma heyrir maður ungt fólk spyrja í fullri alvöru hvaða atburður það hafi eiginlega verið og um hvaða málið hafi snúist. Til hvers við börðumst virðist hafa gleymst á ótrúlega skömm- um tíma og því lít ég svo á að upprifjunin sé þörf, rétt einsog ritdómari Morgunblaðsins nefndi. Það er eiginlega fyrst núna, nær- fellt þrjátíu árum eftir að þessi at- burður átti sér stað, sem menn eru fullkomlega tilbúnir að segja sögu sína. Þetta var mikill átaka- tími sem margir gengu sárir frá. Sár sumra eru enn að gróa. Þann 11. nóvember sl. kom Mark Masterman, sem var yfir- maður aðgerða á Falmouth í ásiglingum freigátunnar á Tý, hingað til lands, vegna útkomu Útkallsbókar Óttars. Af því til- efni hitti hann meðal annars Guð- mund Kjærnested, fyrrum skip- herra Týs, og straumanir sem lágu í loftinu þegar þeir sáust fyrst voru auðfundnir,“ segir Ótt- ar og heldur áfram. „En það fór vel á með þessum herramönnum. Þeir voru aðalper- sónur í hrikalegum atburðum sem áttu sér stað milli tveggja skipa í aðalorrustu stríðs milli Bretlands og Íslands. Samtals 250 manns voru um borð í þessum skipum. Þetta kvöld munaði engu að saga beggja þjóðanna breyttist og tugir manna færust í átökum. Það var stór stund fyrir mig þegar Guðmundur Kjærne- sted og Mark Masterman hand- söluðu vinskap um borð í Tý um daginn. Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið hrærður. En þakk- látur - af því að ég held að þessir menn - og skipsfélagar þeirra sem ég talaði við á árinu - hafi allir verið ánægðastir með að saga þeirra þetta örlagaríka kvöld hef- ur nú verið sögð í fyrsta skipti frá öllum hliðum sjómannanna sjálfra,“ segir Óttar Sveinsson rit- höfundur og „gamall sjómaður“ að síðustu. Óttar Sveinsson með nýútkomna bók sína, en hún fjallar um harkalegar ásiglingar Falmouth á Tý í 200 mílna þorskastríðinu, vorið 1976. „Það er eiginlega fyrst núna, nærfellt þrjátíu árum eftir að þessi atburður átti sér stað, sem menn eru fullkomlega tilbúnir að segja sögu sína“. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.