Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 20
20 F R É T T I R um. Sýnunum er skipt í sumar og vetur þar sem sumarið er talið ná yfir apríl-október og veturinn nóvember - mars. Eins og sjá má er dreifing greindra sýna úr dragnót og af línu og handfærum frekar takmörkuð. Af þeim 8200 mögum sem hafa verið greindir voru 25% tómir. Hlutfall tómra maga breytist töluvert innan ársins, er yfirleitt hæst á vorin þegar hrygningarloðnan er dauð (sjá mynd 3). Hlutfall tómra maga eftir veiðarfærum og árstímum er nokkuð svipað nema í netaveið- um fyrri hluta ársins þar sem yfir helmingur maganna er tómur og tengist það væntanlega hrygning- aratferli (sjá mynd 4). Línufiskur er líklegri til að hafa tóman maga en fiskur sem er veiddur á hand- færi, í botnvörpu eða í dragnót, en athygli vekur þó að munurinn er ekki mjög mikill. Mynd 5 sýnir mikilvægustu fæðutegundir eftir árstíma og veiðarfærum. Vel sést hve mikil- væg loðnan er yfir vetratímann en aðrar fæðutegundir eru algengari yfir sumarið. Mynd 6 sýnir síðan mikilvægustu fæðutegundir ef öll sýnin eru tekin saman, bæði út frá magafylli og hlutfalli sýna þar sem fæðutegund fannst. Heildarmagafylli og magafylli af einstökum fæðutegundum eru sýnd á mynd 7. Sést þar mikill breytileiki í tegundasamsetningu eftir árstíma og einnig virðist fæða í mögum hafa farið minnk- andi frá árinu 2002 til 2004. Einkum er það minnkun í loðnu- magni sem veldur þessu og verð- ur þess einkum vart á Breiðafirði þar sem engin loðna fannst í sýn- um árið 2004. Ekki má þó draga of miklar ályktanir af þessu þar sem talsvert er ógreint af sýnum ársins 2004. Mikið melt og illgreinanleg fæða er töluvert algeng og er henni skipt í ógreinda fiska, sem eru yfirleitt beinagarðar og ógreindar leifar, sem eru þá harðir hlutar af skeldýrum og krabba- dýrum. Hlutdeild mikið meltrar fæðu virðist aukast með hærra hitastigi vegna meiri meltingar- hraða. Ýmis úrgangur frá fiskiskipum finnst í töluverðum mæli í fæð- unni bæði innyfli og hausar. Einnig finnst línubeita stundum og þá jafnvel tegund beitu sem ekki var verið að nota á línuna sem þorskurinn veiddist á. Hlut- deild úrgangs í þessu verkefni er mun meiri en í fæðusýnum sem er safnað í leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunarinnar og endur- speglar væntanlega að oft er til- tölulega mikill fjöldi fiskiskipa á afmörkuðu svæði. Lokaorð Verkefnið „Fæðusöfnun úr afla fiskiskipa“ hefur nú staðið í 3 ár og hefur að mörgu leyti heppnast vel. Samstarfið við þá aðila sem hafa safnað magasýnum hefur ver- ið með miklum ágætum og er vonast til að framhald verði á því. Upphafleg markmið verkefnis- ins varðandi fjölda og dreifingu skipa hafa enn ekki náðst og er mikilvægt að bæta úr því þannig að söfnunin gefi yfirlit yfir fæðu Mynd 3. Hlutfall tómra maga eftir mánuðum Ár/veiðarfæri Lína Net Handfæri Dragnót Botnvarpa 2001 92 299 0 0 746 2002 137 830 217 255 1303 2003 169 897 150 366 1498 2004 183 467 23 185 524 Árstími/veiðarfæri Lína Net Handfæri Dragnót Botnvarpa Október-mars 321 1769 0 512 2364 Apríl-september 260 724 390 294 1707 Tafla 2. Í dag liggja fyrir greind magasýni frá árunum 2002 og 2003 auk hluta áranna 2001og 2004. Í þessari töflu er yfirlit yfir greind sýni eftir veiðarfærum, árum og árstíma. Mynd 4. Hlutfall tómra maga skipt eftir veiðarfærum og árstíma. Engin handfærasýni eru til fá tímabilinu október - mars. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.