Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 55
„Við setjum upp helminginn af
trollunum hér á landi og helm-
ingurinn er settur upp úti í Nor-
egi. Egersund í Noregi, sem er
um 50 ára gamalt fyrirtæki, má
segja að hafi verið leiðandi í upp-
setningu kolmunnatrolla, „ segir
Stefán. Til gamans má geta þess
að gatið á einu kolmunnatrolli,
ekki ósvipuðu og Hólmaborgin
og Jón Kjartansson eru að draga,
er á bilinu 16 til 17 þúsund fer-
metrar að stærð!
Keyptu nótastöð Eskju
sl. sumar
Stefán segir að árið 1997 hafi haf-
ist samstarf milli Eskju og Eger-
sund og það hafi síðan þróast.
„Þetta samstarf hefur alla tíð
gengið mjög vel og úr varð að í
júlí sl. sumar tók Egersund í
Noregi yfir rekstur netaverkstæð-
is Eskju ásamt mér og Guðjóni
Margeirssyni, sem hefur lengi
verið umboðsmaður Egersund á
Íslandi,“ segir Stefán og bætir við
að fyrirtækið sé í allri almennri
netagerðarþjónustu, þótt að
stærstum hluta beinist starfsemin
að þjónustu við kolmunnaflotann.
Starfsemi á Eskifirði
og í Reykjavík
Tólf manns vinna hjá Egersund
Island á Eskifirði, en Guðjón
Margeirsson starfar að sölumálun-
um á skrifstofu í Reykjavík.
„Miðað við mörg önnur verkstæði
erum við vel settir hér á Eskifirði
gagnvart kolmunnaveiðunum.
Hér eru stór kolmunnaskip - Jón
Kjartansson og Hólmaborgin - og
við höfum líka verið að þjónusta
Ingunni, Hákon og Vilhelm Þor-
steinsson, svo dæmi séu tekin.“
Auk þess sem að framan er talið
má nefna að Egersund hefur þjón-
ustað fiskeldisfyrirtæki hér á
landi, enda er Egersund í Noregi
stærsti framleiðandi þar í landi á
laxeldispokum. „Við höfum verið
að selja slíka poka fyrir fiskeldið
hérna hjá Eskju og sömuleiðis til
Salar Islandica á Djúpavogi.
55
F R É T T I R
Viðgerðarþjónustu annast Héðinn hf
sími: 569 2122
M
I
T
S
U
B
I
S
H
I
Mekanord og Hundsted
Loftpressur
Þenslutengi
Rafalar
Nútíma
Túrbínuþjónusta
D
I
E
S
E
L
V
É
L
A
R
Fi
sk
ifr
ét
tir
/G
ut
en
b
er
g
Stórási 4 • 210 Garðabæ
Sími: 567 2800 • 567 2606
Netfang: mdvelar@mdvelar.is
Egersund Ísland ehf. á Eskifirði:
Kolmunnatrollin eru vaxandi
þáttur í starfseminni
„Það hefur verið nóg að gera hjá okkur. Við erum mikið í grunnnótun-
um og loðnunótunum og sömuleiðis er vinna við kolmunnatrollin stór
hluti af okkar vinnu,“ segir Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri hjá
Egersund Ísland ehf. á Eskifirði.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:41 Page 55