Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 24
24
S J Ó V E I K I
Þetta segir dr. Hannes Peteren,
yfirlæknir háls-, nef- og eyrna-
deildar Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss, sem gerði þetta atriði
að umtalsefni í fyrirlestri sem
hann flutti í haust í tengslum við
Slysavarnaviku sjómanna. Hann
telur umræðu um málefnið mik-
ilvæga og skynjar að fyrirlestur
sinn hafi komið málunum á
ákveðna hreyfingu. „Sjóslys verða
helst þegar vont er veður. Veðr-
átta hefur áhrif á skip og sjófærni
þeirra. Sama gildir að sjálfsögðu
um manninn; það hefur áhrif á
líðan hans að vera um borð í skipi
í ólgusjó. Hugsunin verður ekki
jafn skýr og líkaminn starfar ekki
eðlilega. Einmitt þá verður meiri
hætta en ella á að frávik frá eðli-
legum störfum um borð séu
gerð,“ segir Hannes.
Saga úr frumskóginum
Fyrir um tveimur milljónum ára
var mannskepnan rétt að verða
til. Úti í skógunum voru hins-
vegar apar - sem þurftu vegna
fæðuöflunar sinnar í trjám að vera
með stutta fætur og langar hend-
ur. Seinna urðu skógarnir ein-
hverra hluta vegna gisnari og þá
þurftu aparnir að komast yfir
meira svæði - og reistu sig því
upp á afturfæturnar, en þannig
komust þeir hraðar yfir en á fjór-
um fótum. Svona þróuðust forver-
ar okkar í þann upprétta mann er
við þekkjum í dag. Það að ganga
um uppréttur á tveimur fótum
hefur marga kosti er felast í því
að komast hratt yfir og leika
allskyns listir - um leið og ógnun
jafnvægisleysis og dettni grúfir
yfir.
Þetta litla, milljóna ára gamla
brot úr þróunarsögu mannsins út-
skýrir framhaldið talsvert, það er
að manninum er það eiginlegt að
standa uppréttur með báðar fætur
á jörðinni og ferðalög hans um
merkur jarðarinnar miðast við
það hversu hratt fætur hans báru
hann. Í tímans rás hefur nútíma-
maðurinn tamið og gert sér hjálp-
artæki til að komast hraðar yfir,
svo sem á baki taminna dýra eða í
kerrum aftan í þeim. Þannig
ferðalög og þá sérstaklega í farar-
tækjum nútímans - svo sem bíl-
um, skipum eða flugvélum - eru
manninum á engan hátt eiginleg.
Við þessi ferðalög getur því mað-
urinn fundið fyrir ónotum eða
veikindum sem almennt eru köll-
uð hreyfiveiki.
Í flota hans hátignar
Rannsóknir á sjó- eða hreyfiveiki
hafa lengi verið stundaðar, forð-
um tíð einkum af frönskum en þó
ekki síður breskum læknum.
„Þessar rannsóknir tengdust á
sínum tíma nýlendustefnunni og
mikilli útþenslu breska heims-
veldisins. Í hernum var kappsmál
flotaforingjanna að sjómönnum í
flota hans hátignar liði sem best.
Alveg sama var síðar uppi á ten-
ingnum í Bandaríkjunum vegna
geimferðaráætlunar. Líðan manna
um borð í litlu boxi úti í ómælis-
víddum geimsins var einn þeirra
þátta sem þurfti að kanna, þekkja
og geta brugðist við vandamálum
þeim tengdum,“ segir Hannes
Petersen.
Niðurstaða þessara rannsókna -
og annara sem síðar hafa komið -
segir Hannes, eru þær að mönn-
um sé ekki tamt að vera um borð
í skipi er velkist á hafi úti. „En
þeir hinsvegar venjast þessari
miklu hreyfingu, oft á sjóaramáli
kallað að sjóast. Aðlögunarhæfni
mannsins er stór hluti af öllu eðli
hans, því þegar komið er í land
þarf maðurinn síðan aftur að venj-
ast nýjum aðstæðum í hreyfingar-
litlu umhverfi og þá myndast það
sem við köllum sjóriða,“ segir
Hannes. Hann segir sjóveiki ekk-
ert hafa með það að gera að heila-
dingullinn fari af stað. Slíkt sé þó
velþekkt alþýðuskýring á Íslandi,
sem á hinn bóginn eigi sér engan
stað í veruleikanum.
Stýrikerfið í heilanum
Vegna uppruna mannsins á apa-
slóðum í skóginum kallar upprétt
staða hans á einskonar stýrikerfi í
heilanum. Á hverri tímaeiningu
berast heilanum fullkomnar upp-
lýsingar um hvernig staða líkam-
ans sé. Þær upplýsingar fær hann
í gegnum fern skynfæri; það er
augu, jafnvægisviðtæki í innra
eyra, vöðvaskyn (proprioception) í
neðri útlimum, baki og hálsi og
það fjórða eru þrýstiviðtæki í il-
inni sem skynja hvort maðurinn
Dr. Hannes Petersen, yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar LSH:
Telur sjóveiki vanmetna
orsök slysa til sjós
Getur verið að sjóveiki sé vanmetinn þáttur þegar leitað er skýringa á
tíðni slysa á sjó og jafnvel sjóslysa hér við land? Hafa þeir sem rannsaka
sjóslys ef til vill um of talið orsakirnar liggja í bilunum á skipunum
sjálfum og búnaði þeirra, ellegar veðurfari, en ekki litið eins og vert er
til annara atriða? Svo sem að mannlegi þátturinn bresti líkt og gerist
oft, þá er bíl- eða flugslys verða.
„Ef lækna á mann af sjóveiki,
verður að taka hann frá borði
og setja hann í land. Það er í
raun eina lækningin. Í stuttu
máli má segja að sjóveiki sé
svar náttúrulega frískra ein-
staklinga við sjúku umhverfi.“
Mynd: Björn Valur Gíslason
Viðtal:
Sigurður
Bogi Sævarsson.
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 24