Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 18
18 F R É T T I R niðurstöður úr magasýnagrein- ingum en með verkefninu er leit- ast við að fá upplýsingar til að meta hvar og hve mikið þorsk- stofninn étur af einstökum fæðu- tegundum. Við úrvinnslu á gögn- um úr verkefni sem þessu koma strax upp tvö vandamál (óvissu- þættir) sem taka þarf tillit til, annars vegar breytilegur melting- arhraði og hins vegar útbreiðsla þorskstofnsins. Þegar magasýnum er safnað á tilteknu svæði á tilteknum tíma gefa þau vísbendingu um hvað hver þorskur á því svæði er að éta en til að fá tölulegt mat á því þarf að fara í líkön sem tengja melt- ingarhraða við magainnihald, stærð þorsksins og umhverfishita. Slík líkön byggja oftast á gögn- um úr tilraunum í eldisstöðvum þar sem fiskum er gefið tiltekið magn fæðu og þeim síðan slátrað eða magi þeirra tæmdur eftir ákveðinn tíma. Þannig tilraunir hafa verið gerðar víða um heim, m.a. í Tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunarinnar á Stað í Grindavík. Uppsetning slíkra til- rauna er flókin og þarf að taka til- lit til stærðar og uppruna fisks- ins, hitastigs auk tegundar og stærðar fæðunnar. Samkvæmt flestum þessum tilraunum virðist sem meltingarhraði sé í réttu hlutfalli við magafylli í veldinu 1/2 - 2/3. Sé litið á hvað þetta þýðir þá myndi fjórum sinnum meira magn í maga þýða tvöfalt hraðari meltingu ef veldið er 1/2 en 2,7 sinnum hraðari ef veldið er 2/3. Einnig virðast flestar tilraun- ir benda til að meltingarhraði aukist um u.þ.b 10% fyrir hverja gráðu sem hitastig hækkar. Dæmi um úrvinnslu úr meltingarhraða- tilraunum er grein eftir Ólaf Kar- vel Pálsson og Kjartan Magnús- son í tímariti ICES 1989. Til að geta síðan metið át alls þorskstofnsins á hverjum tíma þarf að hafa mat á útbreiðslu stofnsins og er það stærsti óvissu- þátturinn við ákvörðun á heildar- áti þorskstofnsins. Í framtíðinni gæti staðsetning út frá rafeinda- merkjum hjálpað við mat á út- breiðslu þorskstofnsins. Í því sem hér fer á eftir verður lítið tillit tekið til þessara þátta. Fyrir einstakar fæðutegundir verður sýnt hlutfall þeirra sýna þar sem fæðutegund kom fyrir og meðalmagafylli af fæðutegundinni en magafylli er magn fæðu í maga sem hlutfall af þyngd þorsksins. Þessir tveir mismunandi mæli- kvarðar geta gefið talsvert ólíkar niðurstöður varðandi mikilvægi einstakra fæðutegunda. Sem dæmi er síld mjög mikilvæg fæðuteg- und ef litið er á magafylli en síður ef litið er á hlutfall þeirra sýna þar sem síld kemur fyrir. Þetta kemur til af því að hlutfall fiska með síld í maga er ekki mjög hátt en hver þeirra er með mikið magn síldar í maga. Niðurstöður Niðurstöðum verkefnisins verða ekki gerð tæmandi skil í einni stuttri grein og verður hér því að- eins gefið stutt yfirlit yfir helstu niðurstöður. Mynd 2 sýnir staðsetningu sýna safnað úr mismunandi veiðarfær- Skip Heimahöfn Veiðarfæri Ár Páll Pálsson Ísafjörður Botnvarpa 2001-2004 Kaldbakur Akureyri Botnvarpa 2001-2004 Bergey Vestmannaeyjar Botnvarpa 2001 Þórunn Sveinsdóttir Vestmannaeyjar Botnvarpa 2003-2004 Saxhamar Rif Net/Lína 2002-2004 Brynjólfur Þorlákshöfn Net 2001-2004 Gunnar Bjarnason Ólafsvík Dragnót 2002-2004 Pési Halti Ísafjörður Handfæri 2002 Lúkas Ísaförður Lína/Handfæri 2001-2004 Bernskan Ísafjörður Handfæri 2004 Indriði Kristins Tálknafjörður Handfæri 2004 Faxaborg Rif Lína 2002-2003 Gullhólmi Rif Lína 2003-2004 Kári II Rif Handfæri 2004 Stefnir Drangsnes Lína 2004 Jón Forseti Ólafsfjörður Dragnót 2002 Geir Þórshöfn Dragnót/Net 2004 Snorri Sturluson Vestmannaeyjar Botnvarpa 2004 Tafla 1. Yfirlit yfir þau skip sem hefur verið safnað frá. Mynd 2. Staðstetning þeirra sýna sem hafa verið greind. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.