Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 18

Ægir - 01.11.2004, Page 18
18 F R É T T I R niðurstöður úr magasýnagrein- ingum en með verkefninu er leit- ast við að fá upplýsingar til að meta hvar og hve mikið þorsk- stofninn étur af einstökum fæðu- tegundum. Við úrvinnslu á gögn- um úr verkefni sem þessu koma strax upp tvö vandamál (óvissu- þættir) sem taka þarf tillit til, annars vegar breytilegur melting- arhraði og hins vegar útbreiðsla þorskstofnsins. Þegar magasýnum er safnað á tilteknu svæði á tilteknum tíma gefa þau vísbendingu um hvað hver þorskur á því svæði er að éta en til að fá tölulegt mat á því þarf að fara í líkön sem tengja melt- ingarhraða við magainnihald, stærð þorsksins og umhverfishita. Slík líkön byggja oftast á gögn- um úr tilraunum í eldisstöðvum þar sem fiskum er gefið tiltekið magn fæðu og þeim síðan slátrað eða magi þeirra tæmdur eftir ákveðinn tíma. Þannig tilraunir hafa verið gerðar víða um heim, m.a. í Tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunarinnar á Stað í Grindavík. Uppsetning slíkra til- rauna er flókin og þarf að taka til- lit til stærðar og uppruna fisks- ins, hitastigs auk tegundar og stærðar fæðunnar. Samkvæmt flestum þessum tilraunum virðist sem meltingarhraði sé í réttu hlutfalli við magafylli í veldinu 1/2 - 2/3. Sé litið á hvað þetta þýðir þá myndi fjórum sinnum meira magn í maga þýða tvöfalt hraðari meltingu ef veldið er 1/2 en 2,7 sinnum hraðari ef veldið er 2/3. Einnig virðast flestar tilraun- ir benda til að meltingarhraði aukist um u.þ.b 10% fyrir hverja gráðu sem hitastig hækkar. Dæmi um úrvinnslu úr meltingarhraða- tilraunum er grein eftir Ólaf Kar- vel Pálsson og Kjartan Magnús- son í tímariti ICES 1989. Til að geta síðan metið át alls þorskstofnsins á hverjum tíma þarf að hafa mat á útbreiðslu stofnsins og er það stærsti óvissu- þátturinn við ákvörðun á heildar- áti þorskstofnsins. Í framtíðinni gæti staðsetning út frá rafeinda- merkjum hjálpað við mat á út- breiðslu þorskstofnsins. Í því sem hér fer á eftir verður lítið tillit tekið til þessara þátta. Fyrir einstakar fæðutegundir verður sýnt hlutfall þeirra sýna þar sem fæðutegund kom fyrir og meðalmagafylli af fæðutegundinni en magafylli er magn fæðu í maga sem hlutfall af þyngd þorsksins. Þessir tveir mismunandi mæli- kvarðar geta gefið talsvert ólíkar niðurstöður varðandi mikilvægi einstakra fæðutegunda. Sem dæmi er síld mjög mikilvæg fæðuteg- und ef litið er á magafylli en síður ef litið er á hlutfall þeirra sýna þar sem síld kemur fyrir. Þetta kemur til af því að hlutfall fiska með síld í maga er ekki mjög hátt en hver þeirra er með mikið magn síldar í maga. Niðurstöður Niðurstöðum verkefnisins verða ekki gerð tæmandi skil í einni stuttri grein og verður hér því að- eins gefið stutt yfirlit yfir helstu niðurstöður. Mynd 2 sýnir staðsetningu sýna safnað úr mismunandi veiðarfær- Skip Heimahöfn Veiðarfæri Ár Páll Pálsson Ísafjörður Botnvarpa 2001-2004 Kaldbakur Akureyri Botnvarpa 2001-2004 Bergey Vestmannaeyjar Botnvarpa 2001 Þórunn Sveinsdóttir Vestmannaeyjar Botnvarpa 2003-2004 Saxhamar Rif Net/Lína 2002-2004 Brynjólfur Þorlákshöfn Net 2001-2004 Gunnar Bjarnason Ólafsvík Dragnót 2002-2004 Pési Halti Ísafjörður Handfæri 2002 Lúkas Ísaförður Lína/Handfæri 2001-2004 Bernskan Ísafjörður Handfæri 2004 Indriði Kristins Tálknafjörður Handfæri 2004 Faxaborg Rif Lína 2002-2003 Gullhólmi Rif Lína 2003-2004 Kári II Rif Handfæri 2004 Stefnir Drangsnes Lína 2004 Jón Forseti Ólafsfjörður Dragnót 2002 Geir Þórshöfn Dragnót/Net 2004 Snorri Sturluson Vestmannaeyjar Botnvarpa 2004 Tafla 1. Yfirlit yfir þau skip sem hefur verið safnað frá. Mynd 2. Staðstetning þeirra sýna sem hafa verið greind. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 18

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.