Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 17
17 R A N N S Ó K N I R Inngangur Á miðju árinu 2001 var farið af stað með verkefni þar sem sjó- menn á ákveðnum skipum voru fengnir til að safna fæðusýnum úr þorski. Miðað var við að sýni skyldi tekið daglega í öllum veiðiferðum ársins þegar eitthvað veiddist af þorski á annað borð. Markmið verkefnisins var að átta sig betur á fæðu þorsks eftir árstíma og svæðum. Í stofnmæl- ingum Hafrannsóknastofnunar- innar í mars og október er þorsk- mögum safnað á hverri stöð þar sem þorskur veiðist og fæst þannig mjög gott yfirlit yfir fæðu þorsks allt í kringum landið eins og kemur fram á mynd 1. Síðustu ár hefur þorskmögum einnig ver- ið safnað í stofnmælingu úthafs- rækju í júlí - ágúst og stofnmæl- ingum rækju á grunnslóð í októ- ber og febrúar. Af því sem að framan er talið má sjá að söfnun Hafrannsókna- stofnunarinnar er talsvert viða- mikil en hún gefur þó ekki full- nægjandi mynd af fæðu þorsks yfir árið m.a. af eftirfarandi ástæðum: 1. Fæða þorsks í mars og októ- ber er ekki lýsandi fyrir aðra mánuði og gæti í venjulegu árferði leitt til ofmats á hlut- deild loðnu í fæðu þorsks. 2. Þó svo að söfnun í stofnmæl- ingum nái allt í kringum landið nær hún ekki yfir mörg mikilvæg fæðusvæði. Þar á meðal er töluvert af allra grynnstu svæðunum ásamt þeim svæðum sem ekki er hægt að toga á sök- um botnlags. 3. Söfnun í stofnmælingu fer fram með botnvörpu en þorskveiðar eru hins vegar stundaðar með margskonar veiðarfærum. Án efa eru tengsl milli fæðu þorsks og hve vel hann gefur sig í til- tekin veiðarfæri og er aug- ljósasta dæmið að þorskur með fullan maga veiðist illa á línu. Vonast er til að verkefnið geti í fyllingu tímans gefið vísbending- ar um áhrif fæðu á það hvernig þorskur gefur sig í einstök veiðar- færi en þekking á því sviði er mikilvæg við stofnmat. Mjög kostnaðarsamt yrði að komast fyrir áðurnefnda galla á magasýnasöfnun með skipulögð- um leiðöngrum og því var farið af stað með þá hugmynd að reyna að fá áhafnir fiskiskipa til að sjá um söfnunina. Með því móti væri hægt að fá samfellda söfnun allt árið úr flestum þeim veiðarfærum sem þorskur veiðist í. Þetta form söfnunar hefur þó fjölmarga galla borið saman við söfnun í skipu- lögðum leiðöngrum og eru þeir helstu: 1. Engin stjórn er á því hvar og hvenær er safnað. Oft endur- spegla veiðisvæðin hvar mest er af fiski en oft ráða aðrir þættir eins og stærð fisks, fjarlægð frá höfn og fleira hvert raunverulega er sótt. 2. Mörg skip eru aðeins á þorskveiðum hluta ársins, t.d eru handfærabátar nær ein- göngu á veiðum á sumrin og sumum togurum er lagt um tíma vegna sumarleyfa. 3. Engin sýni koma úr mjög smáum fiski. Söfnunin fer fram eftir fyrir- fram ákveðinni forskrift og sem dæmi á áhöfn togara að safna 4 fiskum á sólarhring, 2 að degi og 2 að nóttu. Að auki á að safna 2 fiskum til viðbótar í hverju togi þar sem þorskafli fer yfir 4 tonn. Mikil áhersla er lögð á að þeir fiskar sem teknir eru í sýni séu valdir af handahófi. Fyrir hvert sýni eru lengd fisks- ins, staðsetning og veiðitími skráð, ásamt afla í toginu. Sýnin eru sett í rennilásapoka og fryst en ef ekki er frystiaðstaða um borð eru þau sett í dósir með ísóprópanóli. Söfnunin felur í sér töluverða fyrirhöfn þannig að ákveðið var að greiða 300 kr. fyrir hvert sýni. Upphaflega var markmiðið að safna sýnum nokkuð víða í kring- um land. Var sett fram áætlun um fjölda skipa sem hér segir: • 4 togarar • 2 dragnótabátar • 2 netabátar • 3 línubátar • 6 handfærabátar. Verkefnið hefur farið rólegar af stað en stefnt var að og þessi áætl- un hefur enn ekki náðst, þó allt stefni í rétta átt. Vantar nú eink- um handfærabáta og þá sérstak- lega fyrir norðan og austan land. Einnig vantar söfnun frá togara sem veiðir mest á austurmiðum. Í augnablikinu virðist meiri hluti togaraflotans að vísu uppfylla þetta skilyrði. Úrvinnsla Ekki er alltaf augljóst hvaða mælikvarða á að nota til að sýna Fæðusöfnun sjómanna á fiskiskipum Mynd 1. Staðsetning fæðusýna úr stofnmælingu botnfiska í mars 2004. Greinarhöfundar eru allir starfsmenn Hafrannsóknastofn- unarinnar. Valur Bogason. Valur er útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar í Vestmanna- eyjum. Höskuldur Björnsson. Höskuldur er starfs- maður fiskveiðiráð- gjafarsviðs Hafrann- sóknastofnunarinnar. Hlynur Pétursson. Hlynur er útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar í Ólafsvík. Hlynur Ármannsson. Hlynur er starfsmaður útibús Hafrannsókna- stofnunarinnar á Ak- ureyri. Hjalti Karlsson. Hjalti er útibússtjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar á Ísafirði. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.