Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 40

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 40
40 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R hneigingu til að vera hærri í öll- um áferðarþáttum skynmatsins (þ.e. líkari villta þorskinum) og kom fram marktækur munur í tveimur af áferðarþáttunum, þ.e. aleldisfiskurinn var marktækt mýkri og meyrari en áframeldis- þorskurinn. Þess ber að geta að aleldisþorskurinn var mun smærri (500-800 g) en áframeldisþorsk- urinn (4-6 kg), en stærð (aldur) fiska getur haft hér áhrif. Ekki kom fram marktækur munur í skynmati eldisþorsks milli fyrir- tækja. Myndgreining var framkvæmd til þess að athuga og bera saman smásæja byggingu fiskvöðva og þar með kanna hvort hægt sé að greina mismun á byggingu fis- kvöðva eftir mismunandi eldisað- ferðum. Fyrstu niðurstöður frá myndgreiningu sýna að mikill millifrumuvökvi er til staðar í áframeldisþorski, sem hefur ekki sést í villtum þorski. Þess ber að geta að hér er um fyrstu niður- stöður að ræða, en nánari rann- sóknir á vöðvabyggingu með myndgreiningu verður haldið áfram í seinni hluta verkefnisins. Ef þessar niðurstöður varðandi óbundinn millifrumuvökva í eld- isþorski reynast réttar þá gæti það skýrt niðurstöður skynmatsins og vetnsheldnimælinga, þar sem eldiþorskurinn var metinn mark- tækt þurrari og seigari og vatns- heldnin var minni í eldisþorski en villtum þorski. Og svo í lokin Af niðurstöðum þeirra mælinga og tilrauna sem voru fram- kvæmdar er ljóst að áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. Óeðlileg stækkun á lifur sást hjá eldisþorskinum, þá sérstaklega hjá áframeldisþorskinum. Þrátt fyrir mikinn fitumun í fóðri áframeldiþorsksins hafði það ekki veruleg áhrif á lifrarstuðulinn (þyngd lifrar sem hlutfall af heildarþunga). Lifrarstuðull slægðs eldisþorsks var oft 4-5 sinnum hærri en hjá villtum þorski af sambærilegri stærð. Samkvæmt þessum niðurstöðum má álykta að við eldi á fiski sem safnar ekki fituforða í hold heldur eingöngu í lifur þurfi aðra eldis- tækni (fóðurtegund og fóðrunar- tíðni), en hjá laxi og lúðu og fleiri eldistegundum sem safna fitu- forða í holdið. Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið nánar er skýrsla verk- efnisins í fullri lengd á heimasíðu Rf http://www.rf.is/frettir/2004/ 10/21/nr/890 Öðruvísi þorskur? • Áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. • Eldisþorskur er marktækt lægri í vatnsheldni en villtur þorskur. • Í skynmati var eldisþorskurinn marktækt stífari, þurrari og seigari en villtur þorskur. Á ráðstefnu Rf um matvælarannsóknir á Norðurlandi gerði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, að um- talsefni nýlega gerðan samstarfssamning á milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, sjávarútvegsráðu- neytis og Háskólans á Akureyri, um „samstarf um líftækni“, en markmið hans er að efla rannsóknir og tækniþróun á sviði líftækni í þágu íslensks atvinnulífs. „Um er að ræða þróunar- verkefni sem byggir á þeim meginhugmyndum sem settar eru fram í skýrslunni „Líftækninet í auðlindanýtingu“. Verkefnið hófst í október á þessu ári og stendur til ársloka 2007. Hlut- verk verkefnisins er að koma á virku samstarfi á milli þeirra sem vinna við líftæki í þágu íslensks atvinnulífs. Auglýst verður eftir umsóknum um rannsóknaverkefni á næstunni með umsóknarfresti til 1. febrúar nk. Líftækninetið á að vinna að því að efla greinina og auka samkeppnishæfni; samhæfa rannsóknartengd þróunarverkefni; auka samstarf og gagnvirka þekkingaruppbyggingu milli líftæknifyrirtækja, rann- sóknateyma og háskólastofnana; og bæta nýtingu fjármagns til þróunar og verkefna á sviði auðlindalíftækni t.d. með sam- starfi við erlenda aðila.“ Netsamstarf „Verkefnið er í grundvallaratriðum s.k. netsamstarf, sem felur í sér samstarf aðila sem geta haft starfsvettvang á ólíkum stöð- um. Styrkleiki samstarfsins byggir á samlegð mismunandi sérfræðiþekkingar, samnýtingu búnaðar og aðstöðu og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefni. Einn verkefnisstjóri með þekkingu á nýsköpun og atvinnu- þróun stýrir netsamstarfinu og hefur Jóhann Örlygsson, dós- ent við HA verið ráðinn til þessa starfa.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Þróunarverkefni um líftækni Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, ásamt Sjöfn Sigur- gísladóttur, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, og Vilhjálmi Egilssyni, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráuneytinu. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.