Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Síða 40

Ægir - 01.11.2004, Síða 40
40 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R hneigingu til að vera hærri í öll- um áferðarþáttum skynmatsins (þ.e. líkari villta þorskinum) og kom fram marktækur munur í tveimur af áferðarþáttunum, þ.e. aleldisfiskurinn var marktækt mýkri og meyrari en áframeldis- þorskurinn. Þess ber að geta að aleldisþorskurinn var mun smærri (500-800 g) en áframeldisþorsk- urinn (4-6 kg), en stærð (aldur) fiska getur haft hér áhrif. Ekki kom fram marktækur munur í skynmati eldisþorsks milli fyrir- tækja. Myndgreining var framkvæmd til þess að athuga og bera saman smásæja byggingu fiskvöðva og þar með kanna hvort hægt sé að greina mismun á byggingu fis- kvöðva eftir mismunandi eldisað- ferðum. Fyrstu niðurstöður frá myndgreiningu sýna að mikill millifrumuvökvi er til staðar í áframeldisþorski, sem hefur ekki sést í villtum þorski. Þess ber að geta að hér er um fyrstu niður- stöður að ræða, en nánari rann- sóknir á vöðvabyggingu með myndgreiningu verður haldið áfram í seinni hluta verkefnisins. Ef þessar niðurstöður varðandi óbundinn millifrumuvökva í eld- isþorski reynast réttar þá gæti það skýrt niðurstöður skynmatsins og vetnsheldnimælinga, þar sem eldiþorskurinn var metinn mark- tækt þurrari og seigari og vatns- heldnin var minni í eldisþorski en villtum þorski. Og svo í lokin Af niðurstöðum þeirra mælinga og tilrauna sem voru fram- kvæmdar er ljóst að áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. Óeðlileg stækkun á lifur sást hjá eldisþorskinum, þá sérstaklega hjá áframeldisþorskinum. Þrátt fyrir mikinn fitumun í fóðri áframeldiþorsksins hafði það ekki veruleg áhrif á lifrarstuðulinn (þyngd lifrar sem hlutfall af heildarþunga). Lifrarstuðull slægðs eldisþorsks var oft 4-5 sinnum hærri en hjá villtum þorski af sambærilegri stærð. Samkvæmt þessum niðurstöðum má álykta að við eldi á fiski sem safnar ekki fituforða í hold heldur eingöngu í lifur þurfi aðra eldis- tækni (fóðurtegund og fóðrunar- tíðni), en hjá laxi og lúðu og fleiri eldistegundum sem safna fitu- forða í holdið. Fyrir þá sem vilja kynna sér verkefnið nánar er skýrsla verk- efnisins í fullri lengd á heimasíðu Rf http://www.rf.is/frettir/2004/ 10/21/nr/890 Öðruvísi þorskur? • Áferðar- og eðliseiginleikar eldisþorsks eru frábrugðnir villtum þorski. • Eldisþorskur er marktækt lægri í vatnsheldni en villtur þorskur. • Í skynmati var eldisþorskurinn marktækt stífari, þurrari og seigari en villtur þorskur. Á ráðstefnu Rf um matvælarannsóknir á Norðurlandi gerði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, að um- talsefni nýlega gerðan samstarfssamning á milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, sjávarútvegsráðu- neytis og Háskólans á Akureyri, um „samstarf um líftækni“, en markmið hans er að efla rannsóknir og tækniþróun á sviði líftækni í þágu íslensks atvinnulífs. „Um er að ræða þróunar- verkefni sem byggir á þeim meginhugmyndum sem settar eru fram í skýrslunni „Líftækninet í auðlindanýtingu“. Verkefnið hófst í október á þessu ári og stendur til ársloka 2007. Hlut- verk verkefnisins er að koma á virku samstarfi á milli þeirra sem vinna við líftæki í þágu íslensks atvinnulífs. Auglýst verður eftir umsóknum um rannsóknaverkefni á næstunni með umsóknarfresti til 1. febrúar nk. Líftækninetið á að vinna að því að efla greinina og auka samkeppnishæfni; samhæfa rannsóknartengd þróunarverkefni; auka samstarf og gagnvirka þekkingaruppbyggingu milli líftæknifyrirtækja, rann- sóknateyma og háskólastofnana; og bæta nýtingu fjármagns til þróunar og verkefna á sviði auðlindalíftækni t.d. með sam- starfi við erlenda aðila.“ Netsamstarf „Verkefnið er í grundvallaratriðum s.k. netsamstarf, sem felur í sér samstarf aðila sem geta haft starfsvettvang á ólíkum stöð- um. Styrkleiki samstarfsins byggir á samlegð mismunandi sérfræðiþekkingar, samnýtingu búnaðar og aðstöðu og meiri líkum á árangri með stærri rannsókna- og þróunarverkefni. Einn verkefnisstjóri með þekkingu á nýsköpun og atvinnu- þróun stýrir netsamstarfinu og hefur Jóhann Örlygsson, dós- ent við HA verið ráðinn til þessa starfa.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri: Þróunarverkefni um líftækni Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, ásamt Sjöfn Sigur- gísladóttur, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, og Vilhjálmi Egilssyni, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráuneytinu. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 40

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.