Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 14
14 B RY G G J U S P J A L L I Ð Norðurlöndum. Það má segja að maður hafi náð í endann á Kalda stríðinu. Þegar við fórum í land í t.d. Múrmansk og St. Pétursborg í Rússlandi þurftum við að af- henda passana okkar og hermenn voru víða áberandi, gráir fyrir járnum. Þetta var eins og að fara fimmtíu ár aftur í tímann, þetta var allt önnur veröld og andstæð- an við að koma til Bandaríkanna þar sem allt var til alls, það er ekki hægt að lýsa því í orðum.“ Gekk gjörsamlega fram af mér Tilviljun ein réð því að Böðvar réðist til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann sótti einfald- lega um vélstjórastarf sem losnaði hjá ÚA og fékk. „Þetta hefur verið góður tími. Ég tileinkaði mér strax að nota viðhaldskerfi og tel að það hafi verið mikilvægur þáttur í að hafa góða sýn yfir allan vélbúnað hér um borð. Þetta kerfi höfum við notað hér um borð í um áratug og það hefur reynst mjög vel. Kerfið felur m.a. í sér fyrirbyggjandi viðhald, það minnir mann á að huga að ákveðnum þáttum með ákveðnu millibili. Inni í þessu kerfi er líka allur pöntunarlager og því má segja að þarna inni sé allur rekstur á skipinu sem að mér snýr.“ Fjórir vélstjórar eru á Harðbaki, þrír í hverjum túr, og því gildir þar ákveðið skiptimannakerfi. Böðvar rifjar upp að þegar hann byrjaði á Harðbaki „hafi hann ætlað að verða ríkur“, eins og hann orðar það. „Fyrsta árið tók ég ekki einn einasta frítúr og það var ekki mjög gáfulegt. Í stað þess að verða ríkur gekk ég eigin- lega gjörsamlega fram af mér. Þetta myndi ég aldrei gera aftur og ráðlegg engum að prófa þetta. Að fenginni þessari reynslu tók ég þá ákvörðun að hafa fjóra vél- stjóra hér um borð. Meginreglan er sú að menn róa þrjá túra og eru síðan einn túr í fríi. Ég tel að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel.“ Mikilvægt að halda ró sinni Þegar Böðvar er spurður hvernig hann kunni starfi yfirvélstjóra Þessi mynd skýrir sig sjálf. Hér er gleðin í fyrirrúmi. Úti á sjó birtist sólin í ótrúlegustu myndum. Böðvar hefur gert töluvert af því að fanga samspil sólarinnar og sjávarins. Um borð í skipunum eru mörg skemmtileg mótíf. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.