Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2004, Page 14

Ægir - 01.11.2004, Page 14
14 B RY G G J U S P J A L L I Ð Norðurlöndum. Það má segja að maður hafi náð í endann á Kalda stríðinu. Þegar við fórum í land í t.d. Múrmansk og St. Pétursborg í Rússlandi þurftum við að af- henda passana okkar og hermenn voru víða áberandi, gráir fyrir járnum. Þetta var eins og að fara fimmtíu ár aftur í tímann, þetta var allt önnur veröld og andstæð- an við að koma til Bandaríkanna þar sem allt var til alls, það er ekki hægt að lýsa því í orðum.“ Gekk gjörsamlega fram af mér Tilviljun ein réð því að Böðvar réðist til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Hann sótti einfald- lega um vélstjórastarf sem losnaði hjá ÚA og fékk. „Þetta hefur verið góður tími. Ég tileinkaði mér strax að nota viðhaldskerfi og tel að það hafi verið mikilvægur þáttur í að hafa góða sýn yfir allan vélbúnað hér um borð. Þetta kerfi höfum við notað hér um borð í um áratug og það hefur reynst mjög vel. Kerfið felur m.a. í sér fyrirbyggjandi viðhald, það minnir mann á að huga að ákveðnum þáttum með ákveðnu millibili. Inni í þessu kerfi er líka allur pöntunarlager og því má segja að þarna inni sé allur rekstur á skipinu sem að mér snýr.“ Fjórir vélstjórar eru á Harðbaki, þrír í hverjum túr, og því gildir þar ákveðið skiptimannakerfi. Böðvar rifjar upp að þegar hann byrjaði á Harðbaki „hafi hann ætlað að verða ríkur“, eins og hann orðar það. „Fyrsta árið tók ég ekki einn einasta frítúr og það var ekki mjög gáfulegt. Í stað þess að verða ríkur gekk ég eigin- lega gjörsamlega fram af mér. Þetta myndi ég aldrei gera aftur og ráðlegg engum að prófa þetta. Að fenginni þessari reynslu tók ég þá ákvörðun að hafa fjóra vél- stjóra hér um borð. Meginreglan er sú að menn róa þrjá túra og eru síðan einn túr í fríi. Ég tel að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel.“ Mikilvægt að halda ró sinni Þegar Böðvar er spurður hvernig hann kunni starfi yfirvélstjóra Þessi mynd skýrir sig sjálf. Hér er gleðin í fyrirrúmi. Úti á sjó birtist sólin í ótrúlegustu myndum. Böðvar hefur gert töluvert af því að fanga samspil sólarinnar og sjávarins. Um borð í skipunum eru mörg skemmtileg mótíf. aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 14

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.