Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 36
36
E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R
Verkefnið „Framtíðarþorskur“
sem hófst haustið 2003 hefur það
að markmiði að móta ákveðið
gæðakerfi fyrir eldisþorsk svo
stuðla megi að því að framleiddar
verði verðmætar afurðir sem upp-
fylla gæðakröfu markaðarins.
Verkefnið er til 2ja ára og styrkt
af Rannís. Í verkefninu eru flaka-
gæði eldisþorsks metin með sjón-
mati og ýmsir efna- og eðliseig-
inleikar þorskholdsins eru rann-
sakaðir með mælingum, s.s. sýru-
stig, vatnsheldni, áferð, holdlitur,
næringarefnainnihald og bygging
fiskvöðvans. Einnig fer fram
skynmat á soðnum þorski til að
meta og bera áferð og bragð eld-
isþorsks saman við villtan þorsk.
Tvær rannsóknastofnanir tóku
þátt í verkefninu, Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins og Mat-
vælarannsóknir Keldnaholti
(Matra). Útgerðarfyrirtækin sem
tóku þátt í verkefninu voru Þórs-
berg ehf. á Tálknafirði, Hrað-
frystihúsið Gunnvör hf. í Hnífs-
dal og Brim hf. á Akureyri, sem
síðan stofnaði Brim fiskeldi ehf. í
kringum fiskeldisþátt fyrirtækis-
ins og þróunarvinnu því tengdu.
Úttekt á gæðum eldisþorsks hjá
útgerðarfyrirtækjunum var fram-
kvæmd á hálfs árs tímabili, þ.e. í
október og nóvember hjá Þórs-
bergi ehf., í janúar hjá Brimi
fiskeldi ehf. og í mars hjá Hrað-
frystihúsinu-Gunnvöru hf. Villt-
ur þorskur er í mun meiri vexti í
október heldur en í mars og
meira los sést í holdi á þeim
tíma. Í mars er að líða að hrygn-
ingu og fer þá mikil orka í að
mynda hrogn og svil í staðinn
fyrir að byggja upp vöðva. Sá eld-
isþorskur sem metinn var í verk-
efninu var annars vegar áframeld-
isfiskur sem var fangaður að vori
(1-2 kg) og alinn áfram í sjókví-
um, oftast í 5-6 mánuði (4-6 kg)
og aleldisfiskur sem var klakinn
vorið 2002, alinn við inniaðstæð-
ur í 150 g og síðan alinn áfram í
sjókvíum í 500-800 g. Slátrað
var á sama hátt hjá öllum fyrir-
tækjunum, þ.e. með kælingu (lif-
andi fiskur) í sjó og ís (50/50) í
ca. 30 mínútur og síðan var fisk-
urinn blóðgaður og slægður. Yf-
irleitt var fiskurinn sveltur í eina
viku fyrir slátrun.
Niðurstöður
Hér verða kynntar helstu niður-
stöður sem þegar liggja fyrir úr
rannsóknum á gæðum eldis-
60
65
70
75
80
85
90
95
8.okt 26. nóv 8.okt 26. nóv 8.okt 26. nóv n-20
Steinbítur Steinbítur Síld Síld Loðna Loðna Villtur
Fóðurhópar
V
a
tn
s
h
e
ld
n
i
%
Mynd 1 Niðurstöður úr vatnsheldnimælingu (%) á þremur fóðurhópum af áframeldis-
þorski fyrir og eftir 7 vikna niðufóðrun. Til samanburðar er vatnsheldnimæling á villt-
um þorski.
60
65
70
75
80
85
90
D0 D1 D2 D3 D5 D8
Dagar í ís
V
a
tn
s
h
e
ld
n
i
(%
)
Mynd 2. Niðurstöður úr vatnsheldnimælingu á áframeldisþorski og aleldisþorski eftir
mislangan geymslutíma í ís. Meðaltal úr vatnsheldnimælingum á 23 villtum þorskum
er sýnd til samanburðar.
Áframeldi
Aleldi
Villtur n=23
0
1
2
3
4
5
6
7 mán eldi 7 mán eldi 19 mán eldi 19 mán eldi 9 mán eldi 9 mán eldi
A1 4d.ís A1 6d.ís A2 4d.ís A2 6d.Ís A4 4d.ís A4 6d.ís
G
æ
ð
a
m
a
t
(
5
-1
)
Gæðamat m/ roði Gæðamat e.roðrif
Mynd 3. Niðurstöður gæðamats (losmats) á flökum áframeldisþorsks sem alinn var í
mislangan tíma. Flökin voru gæðametin bæði fyrir og eftir roðrif og eftir 4 og 6 daga
geymslu í ís (heill en slægður).
aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 36