Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.11.2004, Blaðsíða 36
36 E L D I S Þ O R S K U R - V I L LT U R Þ O R S K U R Verkefnið „Framtíðarþorskur“ sem hófst haustið 2003 hefur það að markmiði að móta ákveðið gæðakerfi fyrir eldisþorsk svo stuðla megi að því að framleiddar verði verðmætar afurðir sem upp- fylla gæðakröfu markaðarins. Verkefnið er til 2ja ára og styrkt af Rannís. Í verkefninu eru flaka- gæði eldisþorsks metin með sjón- mati og ýmsir efna- og eðliseig- inleikar þorskholdsins eru rann- sakaðir með mælingum, s.s. sýru- stig, vatnsheldni, áferð, holdlitur, næringarefnainnihald og bygging fiskvöðvans. Einnig fer fram skynmat á soðnum þorski til að meta og bera áferð og bragð eld- isþorsks saman við villtan þorsk. Tvær rannsóknastofnanir tóku þátt í verkefninu, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Mat- vælarannsóknir Keldnaholti (Matra). Útgerðarfyrirtækin sem tóku þátt í verkefninu voru Þórs- berg ehf. á Tálknafirði, Hrað- frystihúsið Gunnvör hf. í Hnífs- dal og Brim hf. á Akureyri, sem síðan stofnaði Brim fiskeldi ehf. í kringum fiskeldisþátt fyrirtækis- ins og þróunarvinnu því tengdu. Úttekt á gæðum eldisþorsks hjá útgerðarfyrirtækjunum var fram- kvæmd á hálfs árs tímabili, þ.e. í október og nóvember hjá Þórs- bergi ehf., í janúar hjá Brimi fiskeldi ehf. og í mars hjá Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Villt- ur þorskur er í mun meiri vexti í október heldur en í mars og meira los sést í holdi á þeim tíma. Í mars er að líða að hrygn- ingu og fer þá mikil orka í að mynda hrogn og svil í staðinn fyrir að byggja upp vöðva. Sá eld- isþorskur sem metinn var í verk- efninu var annars vegar áframeld- isfiskur sem var fangaður að vori (1-2 kg) og alinn áfram í sjókví- um, oftast í 5-6 mánuði (4-6 kg) og aleldisfiskur sem var klakinn vorið 2002, alinn við inniaðstæð- ur í 150 g og síðan alinn áfram í sjókvíum í 500-800 g. Slátrað var á sama hátt hjá öllum fyrir- tækjunum, þ.e. með kælingu (lif- andi fiskur) í sjó og ís (50/50) í ca. 30 mínútur og síðan var fisk- urinn blóðgaður og slægður. Yf- irleitt var fiskurinn sveltur í eina viku fyrir slátrun. Niðurstöður Hér verða kynntar helstu niður- stöður sem þegar liggja fyrir úr rannsóknum á gæðum eldis- 60 65 70 75 80 85 90 95 8.okt 26. nóv 8.okt 26. nóv 8.okt 26. nóv n-20 Steinbítur Steinbítur Síld Síld Loðna Loðna Villtur Fóðurhópar V a tn s h e ld n i % Mynd 1 Niðurstöður úr vatnsheldnimælingu (%) á þremur fóðurhópum af áframeldis- þorski fyrir og eftir 7 vikna niðufóðrun. Til samanburðar er vatnsheldnimæling á villt- um þorski. 60 65 70 75 80 85 90 D0 D1 D2 D3 D5 D8 Dagar í ís V a tn s h e ld n i (% ) Mynd 2. Niðurstöður úr vatnsheldnimælingu á áframeldisþorski og aleldisþorski eftir mislangan geymslutíma í ís. Meðaltal úr vatnsheldnimælingum á 23 villtum þorskum er sýnd til samanburðar. Áframeldi Aleldi Villtur n=23 0 1 2 3 4 5 6 7 mán eldi 7 mán eldi 19 mán eldi 19 mán eldi 9 mán eldi 9 mán eldi A1 4d.ís A1 6d.ís A2 4d.ís A2 6d.Ís A4 4d.ís A4 6d.ís G æ ð a m a t ( 5 -1 ) Gæðamat m/ roði Gæðamat e.roðrif Mynd 3. Niðurstöður gæðamats (losmats) á flökum áframeldisþorsks sem alinn var í mislangan tíma. Flökin voru gæðametin bæði fyrir og eftir roðrif og eftir 4 og 6 daga geymslu í ís (heill en slægður). aegirdes2004-11tbl 16.12.2004 12:40 Page 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.